Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Aðalfundur Þróunarfélags Snæfell-
inga ehf. var haldinn föstudaginn
7. júní sl. á Hótel Hellissandi. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa flutti
Halldór Árnason formaður stjórnar
skýrslu um verkefni félagsins. Sér-
stakir gestir fundarins voru Hauk-
ur Már Gestsson hagfræðingur Ís-
lenska sjávarklasans, sem kynnti
starfsemi Sjávarklasans, Arnljótur
Bjarki Bergsson stöðvarstjóri Mat-
ís á Sauðárkróki, sem kynnti helstu
verkefni Matís og samstarf Matís
og Þróunarfélags Snæfellinga m.a.
vegna IPA-styrkja, og Georg And-
ersen framkvæmdastjóri hjá Vala-
felli hf. í Ólafsvík sem fjallaði um
tækifæri fyrirtækja á Snæfellsnesi
sem tengjast svokölluðu Klasasam-
starfi, en hann hefur í samstarfi við
stjórn og framkvæmdastjóra Þró-
unarfélagsins undirbúið slíkt sam-
starf um tiltekin nýsköpunarverk-
efni.
Þróunarfélag Snæfellinga var
stofnað 7. nóvember 2011 og var
því árið 2012 fyrsta heila starfsár
félagsins. Tilgangur með stofnun
félagsins var að bæta búsetuskilyrði
með því að stuðla að framþróun
með auknu samstarfi atvinnufyrir-
tækja, eflingu atvinnulífs og sam-
keppnishæfni byggðarlaga á Snæ-
fellsnesi. Í upphafi starfs félagsins
var efnt til umfangsmikillar vinnu
við að móta „Framtíðarsýn og
stefnumótun Snæfellinga,“ en að
því verkefni komu fimmtíu heima-
menn með ráðgjöfum frá Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu,
Atvinnuráðgjöf Vesturlands og ráð-
gjöfum frá Netspor-rekstrarráð-
gjöf. Þau gögn eru aðgengileg á
heimasíðu Þróunarfélagsins www.
snae.is
Fram kom í skýrslu stjórnar-
formanns að unnið hefur verið að
fjölmörgum verkefnum og efnt til
funda og ráðstefna um markaðsmál
og atvinnumál þar sem fjölmarg-
ir sérfræðingar fluttu fyrirlestra og
sátu fyrir svörum.
Fjölbreytt verkefni
Félagið mun áfram vinna í anda
þeirrar „Framtíðarsýnar og stefnu-
mörkunar“ sem mótuð var í upphafi
og leggja sérstaka áherslu á samstarf
við þá aðila sem vinna á grund-
velli hugmyndafræði KLASASAM-
STARFS. Meðal verkefna sem eru
til meðferðar má nefna: Markaðs-
aðgerðir á Snæfellsnesi í samstarfi
við Íslandsstofu og Markaðsstofu
Vesturlands. Samstarf við Matís
vegna vistvænna nýsköpunarverk-
efna við Breiðafjörð. Verkefnis-
stjórnun við undirbúning að stofn-
un og uppbyggingu próteinverk-
smiðju í Grundarfirði. Verkefnis-
stjórnun og ráðgjöf vegna Hita-
veitu Eyja- og Miklaholtshrepps.
Samstarfsverkefni við nýtingu þör-
unga úr Breiðafirði undir verk-
efnisheitinu „Markaðsdrifin virð-
iskeðja sjávarþörunga.“ Þróunar-
félagið í samráði við Nýsköpun-
armiðstöð Íslands hefur hvatt til
þess að setja upp rannsóknarset-
ur við Breiðarfjörð varðandi nýt-
ingu sjávarorku og virkjun sjávar-
falla í Breiðafirði. Haldið áfram
viðræðum við aðila sem hafa sýnt
því áhuga að kanna nýtingu jarð-
varma til þess að koma upp JARÐ-
BÖÐUM á Snæfellsnesi og nýta
við uppbyggingu heilsutengdr-
ar ferðaþjónustu. Unnið verði að
kortlagningu heitra og kaldra linda
sem mætti nýta til fiskeldis. Haldið
verði áfram stuðningi við Hollvina-
samtök þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
og stutt við hugmyndir um afmörk-
un Jarðvangs Ljósufjalla (Geopark).
Sérstök áhersla verði lögð á Klasa-
samstarf atvinnugreina.
Að hafa frumkvæði
Snæfellsnesið hefur alla burði til
að vera eftirsóknarvert svæði til at-
vinnusköpunar og búsetu. Með því
að atvinnutækifærum fjölgi og bú-
setuskilyrðin batni getur svæð-
ið boðið íbúum sínum fjölbreyttari
möguleika og betri afkomu. Störf-
in koma sjaldnast af sjálfu sér og því
þarf að leita að og finna tækifærin
sem er svo víða að finna á Snæfells-
nesi. Það þarf áræði og kjark til að
þróa hugmyndir og hrinda þeim
í framkvæmd. Brautryðjendur og
framtakssamt fólk upplifir sterkt
gleði og stolt við hvern áfangasig-
ur sem vinnst við að skapa eitthvað
nýtt sem kemur því sjálfu og sam-
borgurunum til góða. Til að slík
viðfangsefni geti orðið að veruleika
þarf í hverju tilviki einhvern eða
einhverja sem eru tilbúnir til þess að
hafa frumkvæðið og leiða þá vinnu.
Þróunarfélag Snæfellinga hvetur
framtaksama einstaklinga til þess að
stíga fram og nýta tækifærin.
Í stjórn Þróunarfélags Snæfell-
inga voru kjörin: Halldór Árna-
son hagfræðingur hjá Samtökum
atvinnulífsins formaður, Runólfur
Guðmundsson hjá G. Runólfssyni
hf. Grundarfirði, Georg Ander-
sen hjá Valafelli hf. Ólafsvík, Krist-
jana Hermannsdóttir bæjarfulltrúi
í Snæfellsbæ og Pétur Ágústsson
hjá Sæferðum hf. Stykkishólmi.
Varamenn voru kjörin Rósa Guð-
mundsdóttir bæjarfulltrúi í Grund-
arfirði, Sigríður Finsen hagfræð-
ingur Grundarfirði og Skarphéð-
inn Berg Steinarsson hjá Sjávar-
borg ehf. Stykkishólmi.
11. júní 2013
Sturla Böðvarsson, framkvæmda-
stjóri Þróunarfélags Snæfellinga ehf.
Sími: 863-8888 sturla@sturla.is
Búið er að opna fyrir skráning-
ar á Landsmót UMFÍ sem haldið
verður á Selfossi helgina 4.-7. júlí
nk. Nú þegar hefur skráð sig sveit í
skotfimi, einnig keppendur í kraft-
lyftingum, stafsetningu og starfs-
hlaupi svo eitthvað sé nefnt. Við
viljum hvetja alla Skagamenn og
nærsveitunga til að taka þátt og
skrá sig.
Keppt verður í eftirtöldum grein-
um: Badminton, blak, borðtenn-
is, bridds, fimleikar, frjálsíþrótt-
ir, glíma, golf, handknattleikur,
hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó,
knattspyrna, körfuknattleikur, skák,
skotfimi, starfsíþróttir, sund, kraft-
lyftingar og motocross.
Eins og sjá má er mikil flóra af
keppnisgreinum og allir geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Auk allra
frjálsíþrótta og boltagreina er m.a.
keppt í starfsgreinum, pönnuköku-
bakstri, dráttarvélaakstri, að leggja
á borð, plöntugreiningu og fleiru.
Allt besta frjálsíþróttafólk lands-
ins mætir og verður spennandi að
sjá hvaða met falla. Fyrirmynd-
ar aðstaða er á Selfossi bæði fyrir
keppendur og fjölskyldufólk. Mikið
framboð er af tjaldstæðum og gist-
ingu. Allar nánari upplýsingar eru á
www.umfi.is/landsmót
Segja má að Landsmótin stóru,
sem eru haldin á 4 ára fresti, séu
nokkurs konar „Ólympíuleikar”
okkar Íslendinga. Síðasta mót var
haldið á Akureyri 2009 og var þá
umtalað hve stemningin var góð
og bankahrun og hremmingar voru
víðsfjarri þátttakendum. Þar sást
hve ungmennafélagsandinn er dýr-
mætur. Gleðin skein úr hverju and-
liti.
Stjórnarmenn Ungmennafélags-
ins Skipaskaga hjálpa góðfúslega
við skráningar og einnig er hægt að
hringja á þjónustumiðstöð UMFÍ í
Sigtúni 568-2929. Áfram USK og
ÍA.
Íslandi allt!
Stjórn Umf. Skipaskaga.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
kom saman til fyrsta fundar síns í
liðinni viku í húsnæði hennar við
Flugvallarveg í Reykjavík. Ný lög
um rannsókn samgönguslysa tóku
gildi 1. júní síðastliðinn og hef-
ur innanríkisráðherra skipað nýja
nefnd sem skal annast rannsókn
samgönguslysa. Með nýju lögun-
um er starfsemi þriggja rannsókn-
arnefnda sameinuð í eina, þ.e.
Rannsóknarnefnd flugslysa, Rann-
sóknarnefnd sjóslysa og Rannsókn-
arnefnd umferðarslysa og verður
heiti nefndarinnar framvegis Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa.
Þrír rannsóknarstjórar
Þrír rannsóknarstjórar starfa fyr-
ir nefndina, einn fyrir hvern slysa-
flokk. Þeir eru Þorkell Ágústsson,
verkfræðingur og rannsóknarstjóri
flugslysasviðs. Hann er jafnframt
rekstrarstjóri nefndarinnar, Jón
Arilíus Ingólfsson, skipstjóri og
rekstarfræðingur, rannsóknarstjóri
sjóslysasviðs og Ágúst Mogensen
afbrotafræðingur rannsóknarstjóri
umferðaslysasviðs. Annað starfs-
fólk nefndarinnar eru Guðmundur
Lárusson skipstjóri, Ragnar Guð-
mundsson, verkfræðingur, Sævar
Helgi Lárusson, verkfræðingur og
Hulda Lilja Guðmundsdóttir mót-
tökuritari.
Í Rannsóknarnefnd samgöngu-
slysa eru sjö nefndarmenn og sex
varamenn þar sem einn nefndar-
mannanna er formaður. Nefnd-
in er skipuð til fimm ára í senn.
Formaður er Geirþrúður Alfreðs-
dóttir, flugstjóri og vélaverkfræð-
ingur. Aðrir nefndarmenn eru Ás-
dís J. Rafnar hæstaréttarlögmað-
ur, Bryndís Torfadóttir flugstjóri,
Brynjólfur Mogensen læknir, Gest-
ur Gunnarsson flugvirki, Hilmar
Snorrason, skólastjóri Slysavarna-
skóla sjómanna og Ingi Tryggva-
son lögfræðingur. Varamenn eru:
Haraldur Sigþórsson verkfræðing-
ur, Hjörtur Emilsson skipatækni-
fræðingur, Hörður Vignir Ari-
líusson flugumferðarstjóri, Inga
Hersteinsdóttir verkfræðingur,
Pálmi Kr. Jónsson vélfræðingur og
Tómas Davíð Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri.
mm
Fréttir frá Þróunarfélagi Snæfellinga
Starfsmenn og stjórn hinnar nýju Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Rannsóknarnefnd
samgönguslysa tekur til starfa
Pennagrein
Landsmót UMFÍ á Selfossi -
Stærsta íþróttamót ársins