Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Alda Björnsdóttir er Snæfelling- ur í húð og hár. „Ég er komin und- an vondu fólki undir jökli, eins og sagt er,“ segir hún að gamni sínu og hlær. Alda kemur frá Hellissandi og Rifi og var þar að auki í sveit í Helgafellssveitinni sem ung stúlka. „Ég missti foreldra mína mjög ung. Við vorum tólf systkinin og öll send á sitthvort heimilið í fóstur,“ seg- ir hún heldur alvarlegri í bragði, en faðir hennar fórst á grásleppu- báti rétt utan við Rif og lést móðir hennar í kjölfar veikinda stuttu síð- ar. Alda var einungis árs gömul þeg- ar faðir hennar drukknaði en hún var langyngst í systkinahópnum. „Ég fór í fóstur á Gríshól og gekk í Laugagerðisskóla sem var mitt ann- að heimili frá níu ára aldri. Þetta var þá heimavistarskóli og kennararn- ir reyndust mér afskaplega vel og skólastjórinn, Sigurður Helgason, einnig,“ rifjar Alda upp, en 14 ára gömul flutti hún á Akranes þar sem hún fór í vist og passaði börn. Missti bústaðinn í bruna Þrátt fyrir langa fjarveru finnst Öldu hún alltaf vera komin heim þegar hún fer á Snæfellsnesið. Í Miklaholtshreppnum á fjölskylda hennar jörð, sumarbústað og hesta en í apríl síðastliðnum urðu þau fyr- ir því óláni að bústaðurinn brann til kaldra kola. „Það var nánast eins og að missa barnið sitt,“ segir Alda um áfallið. Mágur hennar hafði verið í bústaðnum á laugardegi en klukkan ellefu á sunnudagsmorgni stóð hús- ið í björtu báli. Hún segir mikið lán að bústaðurinn hafi verið mannlaus þegar eldurinn kom upp en talið er að glóð úr kamínunni hafi vald- ið brunanum. „Þarna voru persónu- legir munir sem verða aldrei bætt- ir þó svo að við fáum annan bústað. Það jákvæða er að enginn slasaðist og enginn dó.“ Fékk slæmt brjósklos Eftir að Alda lauk gagnfræðaprófi á Akranesi gerðist hún svokallaður landshornaflakkari en hún starf- aði við ýmislegt og bjó víða. Leið- in lá síðan aftur upp á Skaga árið 1975 þar sem hún bjó í fimmtán ár ásamt eiginmanni sínum, Einari Guðmundssyni og tveimur son- um. Á Akranesi starfaði hún með- al annars hjá HB&Co og á Sjúkra- húsinu á Akranesi en árið 1989 skildu leiðir þeirra hjóna og Alda flutti til Reykjavíkur. „Þegar þarna var komið sögu fékk ég mjög slæmt brjósklos og var í nokkur ár að berjast við það,“ heldur hún áfram. „En ég lærði að meta heilsuna og hversu dýrmæt hún er. Í dag fer ég í sund á hverjum morgni áður en ég mæti til vinnu. Fyrir vikið er ég alltaf fersk, hress og jákvæð þegar ég mæti.“ Hlakkar til að mæta Alda hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2000, þá hjá foreldrum núver- andi eigenda, Margréti Jónsdóttur og Árna Ingólfssyni. Nú er fyrir- tækið hins vegar rekið af systrun- um Helgu og Mörtu Árnadætrum. Alda byrjaði í Outlet búð á Grens- ásveginum sem var með vörur frá Exit, Vero Moda og Jack and Jo- nes. Þegar þeirri búð var lokað færði hún sig yfir í búðina Exit, forvera Name It, á Laugaveginum. Hún hefur nú starfað sem verslun- arstjóri Name It í Smáralind í sex ár, eða frá 2007. Öldu segist líða vel í starfi og að hún sé þakklát fyrir það traust sem henni hafi verið sýnt. „Ég hlakka alltaf til að mæta til vinnu. Ég kem fram við búðina eins og ég eigi hana sjálf og fyrir vikið fer mér að þykja vænt um hana. Við erum að selja falleg föt á góðu verði og erum með marga fasta viðskipta- vini sem koma hingað aftur og aft- ur. Þetta er mjög gefandi starf og það sem ég hef gefið af mér hef ég fengið margfalt til baka,“ segir Alda Björnsdóttir að lokum. ákj Ólafsvíkurvaka verður haldin síð- ustu helgina í júní þetta árið, eða dagana 28. - 30. júní og er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram. Að þessu sinni skipuleggja þær Irma Dögg Toftum og Regína Ösp Ás- geirsdóttir bæjarhátíðina ásamt góðum hópi, en um tíma var útlit fyrir að hátíðin félli niður þar sem ekki fékkst fólk til sjá um hana, en úr því rættist. Ólafsvíkurvaka varð til eftir að hætt var að halda Fær- eyska daga sem voru um tíma á hverju sumri í Ólafsvík. Ólafsvík- urvaka er annað hvort ár en Sand- aragleði fyrir utan Enni hitt árið. „Okkur fannst mikil synd að hátíð- in ætti ekki að vera núna í ár. Við erum saman í saumaklúbbi og vor- um byrjaðar að mana hvor aðra í að halda utan um skipulagninguna. Að endingu tókum við verkefnið að okkur og fórum að stað með að fá styrki og finna hljómsveitir og slíkt. Þrátt fyrir að þetta verði lítil hátíð þá er lítil hátíð engu að síður mik- il vinna. Í raun meiri en við bjugg- umst við,“ segja þær stöllur í sam- tali við blaðamann Skessuhorns. Ástæðan fyrir tímasetningu há- tíðarinnar er að margt verður um að vera í Snæfellsbæ þessa helgi. „Fulltrúar frá vinabæ Snæfellsbæj- ar, Vestmanna í Færeyjum, verða á Íslandi þessa helgi. Það verður einnig margt annað um að vera, svo sem Vesturlandsslagur í fótboltan- um þar sem Víkingur tekur á móti Skagamönnum á sunnudeginum. Það er einnig meistaramót í golfi og Snæfellsjökulshlaupið sem Rán og Fannar eru með,“ segir Irma. Við það bætir Regína: „Þar sem við höfðum svo stuttan tíma til að skipuleggja hátíðina var þessi helgi tilvalin því það er þegar svo mikið um að vera.“ Fjölskylduvæn dagskrá Dagskrá Ólafsvíkurvöku verður sniðin að fjölskyldunni. „Við ætlum að vera með fjölskyldudagskrá og reyna að fá sem mest af heimafólki og brottfluttum til að taka þátt. Það verður gaman að allir taka til í garð- inum og allt verði hreint og fínt. Það verða leiktæki fyrir börnin og heimafólk verður með markað þar sem það mun selja eigin framleiðslu og allt mögulegt. Svo stefnum við á að hafa hæfileikakeppni fyrir krakka þar sem þeir geta sýnt margvíslega hæfileika sína. Ég hitti tvo stráka og spurði hvort þeir ætluðu ekki að taka þátt í hæfileikakeppninni. Þeir sögðust ekkert kunna að syngja en ég spurði hvort þeir væru ekki alltaf í boltanum og gæti ekki haldið hon- um á lofti? Þeim fannst það tilvalið og ætluðu að fara að æfa sig,“ seg- ir Irma. Þrátt fyrir knappan tíma til skipulagningar, þar sem þær stöll- ur tóku verkefnið að sér með að- eins þriggja vikna fyrirvara, hafa þær fengið ýmsa hjálp og skipulagning- in því gengið vonum framar. „Fyr- irtækin í bænum voru mjög dugleg við að styrkja hátíðina og við erum mjög ánægðar og þakklátar fyrir það. Það voru allir tilbúnir að hjálpa til og allir ánægðir með að hátíðin skuli ekki hafa verið blásin af,“ segja þær. Bænum verður skipt í sex hverfi sem hvert um sig verður með sinn lit og svo sameinast allir íbúar og gestir í skrúðgöngu sem endar í Sjó- mannagarðinum. „Sjómannagarð- urinn er aðalmálið og þar hittumst við á laugardagskvöldinu og verð- um með brekkusöng. Í Sjómanna- garðinum verða tvö hverfi tilnefnd til að halda utan um hátíðina næst. Á hátíðinni 2015 verða svo ákveðin önnur tvö hverfi til að sjá um hátíð- ina 2017 og síðan koll af kolli. Við ætlum að reyna að láta þetta ganga þannig og vonandi festist þetta fyrir- komulag í sessi þannig að ekki þurfi að hætta við hátíðina. Það þurfa all- ir að taka höndum saman og hjálp- ast að, þá er þetta ekkert mál,“ segja þær Irma og Regína að lokum. sko Komin undan vondu fólki undir Jökli Rætt við Öldu Björnsdóttur verslunarstjóra Name It í Smáralind Alda Björnsdóttir, Snæfellingur sem stýrir versluninni Name It í Smáralind. Regína Ösp Ásgeirsdóttir og Irma Dögg Toftum tóku hátíðina að sér með skömmum fyrirvara. Ólafsvíkurvaka haldin í þriðja sinn Rætt við Irmu Dögg Toftum og Regínu Ösp Ásgeirsdóttur í Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.