Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Fyrir nokkru birtist í Skessuhorni og Morgunblaðinu grein eftir þá höfð- ingja í bæjarstjórn Akraness, Gunnar Sigurðsson og Einar Brandsson. Þar fjalla þeir á sinn hátt um ársreikninga Akraneskaupstaðar fyrir síðasta ár og fjárhag hans. Seint myndi sú land- kynning þeirra talin bæta ímynd bæj- arins, en sem betur fer fyrir Skaga- menn er sú skuggalega mynd mál- uð dekkstu litunum í litasafni þeirra. „Það eru sólarlitlir dagar.“ Núverandi meirihluti setti sér það mark í upphafi að reka bæjarsjóð af ábyrgð og festu, tryggja bæjarbúum úrvalsþjónustu, halda þjónustugjöld- um í skefjum og skila til baka þeim skerðingum sem gripið hafði verið til vegna hrunsins. Við þetta hefur ver- ið staðið. Skuldir hafa verið greiddar nið- ur, kannanir sýna að þjónusta við bæjarbúa er einhver sú besta í land- inu og gjöld fyrir hana eru óvíða lægri. Þá hafa stofnanir bæjarins hlotið mikilvægar viðurkenning- ar fyrir störf sín á kjörtímabilinu, sem sýna að starfsfólk er ánægt og fólkið í bænum kann að meta þjón- ustustofnanir sínar. Þessar staðreyndir hefðu get- að verið þeim félögum innblástur til að lofa bæinn sinn, einmitt í að- draganda bjartasta tímabils ársins. Það gerðist ekki, en þess í stað var sett á prent svartasta myndin. Staðreyndin er auðvitað sú að ársreikningur kaupstaðarins lítur ekki vel út fyrir síðasta ár. Um það stendur engin deila. Helstu ástæð- ur þessa eru þær að reiknaðar líf- eyrisskuldbindingar kaupstaðarins reyndust miklu hærri en gert var ráð fyrir, endurútreikingur setti þar stærsta strikið í reikninginn. Í öðru lagi var kaupstaðnum gert að greiða skaðabætur vegna skipu- lagsbreytinga og þriðja breytan var gjaldfærsla vegna starfslokasam- inga. Þá komu inn í ársreikinginnn um 100 milljónir frá B hluta bæj- arsjóðs (einkum Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili), sem juku enn hallann, mest reiknaðar lífeyris- skuldbindingar. Stofnanir bæjarins eru vel rekn- ar, langlestar samkvæmt fjár- hagsáætlun. Vaxtaberandi skuldir hafa lækkað og lausafjárstaðan er þokkaleg. Árs- reikingurinn sýnir þó að Akranes á það sammerkt með flestum sveit- arfélögum að fjármagn til fram- kvæmda er lítið og framlegðin er ekki viðunandi til lengdar. Það er sameiginlegur vandi sveitarfélaga á Íslandi og hann þarf að leysa. Meirihluti bæjarstjórnar hefur átt ágætt samstarf við bæjarfulltrúa minnihlutans á þessu kjörtímabili og gætt þess að hlusta eftir tillög- um þeirra og ábendingum. Þessir ágætu heiðursmenn höfðu því öll tækifæri til að leiðbeina og vara við í tíma. Það gerðu þeir hins vegar ekki, heldur þögðu þunnu hljóði. Annað tveggja hefur því hent þá og er væntanlega hvorugt gott. Þeir gátu ekki séð niðurstöðuna fyrir, frekar en meirihlutinn og það er afsakanlegt, eða þeir þögðu yfir vitneskjunni sem er verra. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna annars vegar þróun lántöku og afborganir langtímalána 2002- 2012 (A hluti bæjarsjóðs) og hins vegar handbært fé frá rekstri Akra- neskaupstaðar. Allar þessar tölur eru á árslokaverðlagi 2012. Les- endur eru hvattir til að skoða þró- un lántöku og afborgana bæjar- sjóðs árin 2006-2010, í stjórnartíð síðasta meirihluta. Guðmundur Páll Jónsson, formað- ur bæjarráðs. Sveinn Kristinsson, forseti bæjar- stjórnar á Akranesi. Þegar styrkjum í sóknaráætlun landshluta fyrir Vesturland var út- hlutað nýverið kom einn þeirra í hlut verkefnis sem nefnist Skaga- ferðir. Að þessu verkefni standa tveir kennarar við Brekkubæj- arskóla á Akranesi, þær Hildur Björnsdóttir og Hafdís Bergsdóttir. Skessuhorn vildi gjarnan forvitnast meira um þetta verkefni, en um það segir í umsögn úthlutunarnefndar að markmið þess sé að bjóða ungu fólki tækifæri og um leið hvetja til útivistar og skemmtunar yfir sum- artímann. Einnig sé markmið með verkefninu að auka ferðamanna- straum til Akraness með auknum afþreyingarmöguleikum. Heilbrigð skemmtun Þær Hildur og Hafdís segja að Skagaferðir verði nafn á ferðaþjón- ustufyrirtæki með aðsetur á Akra- nesi. Stefnt er að því að sú starf- semi fari í gang vorið 2014 og er útvíkkun og þróun á verkefni sem þær verða með í sumar og nefn- ist Skemmtismiðjan. Það verk- efni skilgreina þær sem samveru og heilbrigða skemmtun fyrir ung- linga; hópefli, útivist, ævintýri og skemmtun í bland. „Í gegnum starf okkar með ung- lingum höfum við tekið eftir að það vantaði afþreyingu fyrir unglinga á sumrin og þar sem okkur finnst ákaflega gaman að vinna með þess- um krökkum kviknaði þessi hug- mynd. Upphaflega var námskeið- ið hugsað fyrir nemendur í 7.-9. bekk en þegar krakkarnir í 10. bekk fréttu af þessu vildu þeir endilega fá að vera með líka. Það kom okk- ur því skemmtilega á óvart hvað nemendur okkar sýndu þessu mik- inn áhuga og virðast umbera okkur vel,“ segja þær hlæjandi. Hafdís er nú að stíga sín fyrstu skref í vinnu við starfsemi tengda ferðaþjónustu, en Hildur er menntaður leiðsögu- maður og hefur sinnt ferðastjórn og skiplagningu ferða í samvinnu við ferðaskrifstofu. Þess má geta að einn nemanda Brekkubæjarskóla hannaði merkið fyrir Skemmti- smiðjuverkefnið. Það er Brynjar Mar Jóhannsson, en hann hannaði líka merkið fyrir söngleikinn „Elsk- aðu friðinn“ sem Brekkubæjarskóli sýndi í vetur. Fjölbreytt dagskrá Skemmtismiðjan er hugsuð fyrir unglinga á Akranesi og í nágrenni. Hún verður í einskonar sumar- búðastíl frá mánudegi til föstudags fyrir hvern hóp og verður starf- rækt í fjórar vikur. Miðað er við að taka á móti 20 krökkum í hverri viku. Það verða því um 80 ungling- ar sem hafa mögulega á að komast í þessa afþreyingu í sumar og þeg- ar eru um 60 búnir að skrá sig. „Við höfum svo sem ekki auglýst þetta mikið, vorum með kynningu í skól- unum hérna í bænum og Heiðar- skóla. Mest eru þetta okkar krakkar í Brekkubæjarskóla sem hafa skráð sig. Það eru allir velkomnir, svo sem þeir krakkar sem verða gestkomandi í bænum í sumar, hjá frændfólki eða afa og ömmu,“ segja þær Hafdís og Hildur. Í Skemmtismiðjunni verð- ur m.a. boðið upp á skemmtun og leiki á Langasandi og í Garðalundi, hestaferð hjá Guðrúnu Fjelsted á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði, klif- ur og bátsferð með Björgunarsveit Akraness og laser tag. „Einn dag í vikunni verður innidagur þar sem boðið verður upp á handavinnu, matreiðslu og íþróttir. Þá er gam- an að segja frá því að Skemmti- smiðjan var að festa kaup á tveimur „tandem“ hjólum sem eru hjól ætl- uð fyrir tvo og verða notuð við hin ýmsu tækifæri í sumar,“ segja þær Hildur og Hafdís. Verkefnið þróað næsta vetur Verkefnið Skagaferðir fékk eina milljón króna í styrk frá sóknaráætl- un Vesturlands. Þær stöllur segja að styrkurinn muni nýtast mjög vel við að koma verkefnum Skagaferða af stað. „Í vetur ætlum við að þróa verkefnið betur og markaðssetja hugmyndina. Við hugsum okkar einnig að stækka Skemmtismiðju- verkefnið, útfæra það, auka fjöl- breytni og fjölga samstarfsaðilum. Einnig sjáum við fyrir okkur að fara með Skemmtismiðjuna á önnur svæði á Vesturlandi og gefa þann- ig fleiri unglingum tækifæri til að vera með. Næsta vor vonumst við til að Skagaferðir geti boðið upp á skipulagðar pakkaferðir um Suð- vesturlandið fyrir hópa af öllu tagi, til dæmis útskriftarhópa og ferða- mannahópa, hér innanlands og þeirra sem koma til landsins.“ þá Pennagrein „Það eru sólarlitlir dagar“ Skemmtismiðja á Akranesi í sumar Hafdís Bergsdóttir og Hildur Björnsdóttir. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.