Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Garðyrkjustöðvar landsins eru
byrjaðar í óða önn að selja sum-
arblómin í ár. Að sögn Sædísar
Guðlaugsdóttur hjá gróðrarstöð-
inni Gleym-mér-ei við Sólbakka
í Borgarnesi fer blómasöluvertíð-
in afar vel af stað. „Það er búið að
vera góð aðsókn til mín það sem af
er sumri, sérstaklega eftir að veðr-
ið tók við sér. Stjúpurnar hafa t.d.
selst mjög vel og styttist í að þær
verði uppseldar. Slíkt hefur ekki
gerst fyrr en um mánaðamótin
júní-júlí. Þá fer hver að verða síð-
astur til að ná sér í matjurtir, sala
er einnig afar góð í þeim tegund-
um,“ sagði Sædís um söluna það
sem af er sumri. Hún segir við-
skiptavini Gleym-mér-ei koma
víða að og gerðu sem dæmi marg-
ir Akurnesingar sér ferð til sín til
að kaupa sumarblóm. Sumarbú-
staðaeigendur eru einnig reglu-
legir gestir sem og fólk á ferðinni
um héraðið.
hlh / Ljósm. mm.
Um Jónsmessuna eða dagana 21. –
24. júní nk. verður útivistarhelgin
„Gengið um sveit“ haldin í þriðja
sinn í Reykhólahreppi. Um er að
ræða lengri og styttri göngur und-
ir leiðsögn sem
ættu að hæfa öll-
um aldurshóp-
um. Föstudag-
urinn er helgað-
ur börnunum. Á
Báta- og hlunn-
indasýningunni
verður börn-
um boðið að láta
teyma undir sér
á hesti, einnig er
ratleikur og farið
í barnagöngu að Staðarfossi. Langa
gangan þetta árið verður farin um
Hallsteinsnes. Hún er 5-7 klukku-
stunda löng og gefur mikla mögu-
leika á að sjá haferni. Þar að auki
eru margvíslegar göngur í boði.
Hægt er að kaupa helgarpakka
og fjölskyldupakka sem gefur 50%
afslátt í sund í laugarnar á Reyk-
hólum og í Djúpadal, í Þaraböðin
hjá SjávarSmiðjunni á Reykhólum,
á Báta- og hlunnindasýninguna
á Reykhólum og á sýninguna hjá
Össusetri Íslands í gamla Kaup-
félaginu í Króks-
fjarðarnesi. Þar
mun Handverks-
félagið Assa jafn-
framt veita þeim
sem taka þátt í
göngunum 50%
afslátt af kaffi
og vöfflum. Þeir
sem skrá sig í
löngu gönguna
eða í tvær stutt-
ar fá einnig af-
sláttinn.
Frekari upplýsingar og verðskrá
er hægt að sjá á Facebooksíðu
gönguhelgarinnar undir nafninu
Gengið um sveit og á www.visi-
treykholahreppur.is. Hægt er að
skrá sig í göngur hjá Hörpu Eiríks-
dóttur í síma 940-1011 eða á net-
fanginu info@reykholar.is.
Hópur kvenna í Borg-
arnesi hefur undan-
farna tvo vetur hist
með reglulegu milli-
bili meðal annars til
að þjálfa talfærni sína í
ensku. Það er Ingibjörg
Ingadóttir enskukenn-
ari við Menntaskóla
Borgarfjarðar sem átti
frumkvæðið að kalla
hópinn saman sem eig-
inlega gerðist fyrir til-
viljun. „Hugmyndin
að því að hittast kom
upp í átakinu Göngum
saman fyrir tæpu einu
ári. Þarna voru saman komnar marg-
ar konur á öllum aldri og var rætt um
ýmislegt á meðan göngunni stóð.
Umræða kom upp um enskukunn-
áttu meðal nokkurra í gönguhópn-
um og heyrði ég sumar kvarta yfir
því að þær hefðu aldrei fengið nægj-
anlega þjálfun í munnlegri ensku og
ættu fyrir vikið erfitt með að tjá sig,
þó svo að þær skildu ensku nokkuð
vel. Ég sagði við þær að það væru til
fjölmargar leiðir til að bæta sig og
varð úr að við hittumst nokkrar þar
sem ég sýndi hvað væri hægt að gera,
t.d. á netinu. Úr varð að við hitt-
umst nokkrum sinnum og myndað-
ist góð stemning í hópnum strax frá
upphafi,“ segir Ingibjörg. Átta konur
eru í hópnum, flestar á fimmtugs- og
sextugsaldri. Allar hafa þær einhverja
reynslu af enskri tungu og fjölbreytt-
an námsbakgrunn, eru ýmist með
gagnfræða- eða verslunarpróf.
„Þegar við hittumst tökum við ým-
islegt fyrir hendur. Til dæmis höfum
við sungið saman þekkt lög á ensku
og höfum þá textann fyrir fram-
an okkur á YouTube, gert orðaforð-
averkefni, lesið smásögur og bæk-
ur og að sjálfsögðu spjallað saman á
ensku,“ bætir hún við. Um leið eru
fundir þeirra öðrum þræði mann-
ræktarmót sem allir hafi ánægju af.
Hún segir óformlegan vettvang sem
þennan einna best heppilegan til að
þróa talfærni í ensku en raunar er
það þannig að flestir öðlast talþjálf-
un á slíkum vettvangi. „Allir í hópn-
um höfðu einhverja reynslusögu að
segja þar sem viðkomandi hafði ým-
ist hikstað í samræðum á ensku eða
ekki komið upp orði. Í flestum tilvik-
um hafi sú reynsla orðið til þess að
margar hafa kosið að
tala ekki neina ensku
yfirhöfuð, í sumum til-
fellum í mörg ár,“ seg-
ir Ingibjörg sem telur
afar mikilvægt að fólk
prófi sig sífellt meira
áfram til að þjálfa sig.
„Ein í hópnum gat t.d.
bjargað sér í verslunar-
leiðangri í New York á
dögunum og var hún
ánægð með þá fram-
för.“
Þegar blaðamað-
ur Skessuhorns leit
við á fundi hópsins
sl. miðvikudag voru þar, auk Ingi-
bjargar, Guðrún Helga Andrés-
dóttir, Rebekka Þiðriksdóttir og
Eygló Lind Egilsdóttir. Þær kváð-
ust ánægðar með að fá tækifæri til
að þjálfa enskukunnáttu á vettvangi
sem þessum. „Aðaláherslan var lögð
á að skrifa stíla á ensku þegar ég var
í námi,“ segir Guðrún Helga, „og
minni gaumur gerður að talmálinu.
Það hefur vantað upp á og því hef-
ur verið ánægjulegt að fá tækifæri til
að æfa sig í hópi sem þessum.“ Und-
ir þetta taka Eygló og Rebekka sem
allar mæla með myndun hópa sem
þessa. „Við finnum að við erum að
bæta okkur hægt og bítandi. Þátttaka
í hópnum virkar hvetjandi og því er
þetta góð leið til að æfa sig betur í
enskunni,“ segja þær að endingu.
hlh
Skúlagata 14 í Borgarnesi er eitt
þeirra húsa sem setur sterkan svip á
gamla bæinn. Það er á horni Skúla-
götu og Egilsgötu, tvílyft eldra
hús með sögu. Það var byggt seint
á öðrum áratugnum og hýsti m.a.
Sparisjóð Mýrasýslu allt frá 1920
til 1962 að flutt var í nýtt hús-
næði að Borgarbraut 14 þar sem
Ráðhús Borgarbyggðar er í dag.
Segja má að Skúlagata 14 hafi ver-
ið fyrsta „alvöru“ skrifstofa sjóðs-
ins eftir að starfsemin hafði færst
úr einni skrifborðsskúffu í Gömlu-
Sölku nokkru neðar við Skúlagöt-
una. Hjónin Þorvaldur Jósefsson,
kenndur við Sveinatungu, og Ólöf
Geirsdóttir kona hans eiga hús-
ið nú og búa á neðri hæð þess, en
dóttir þeirra Þórdís Margrét og
Blængur Alfreðsson maður henn-
ar búa á efri hæðinni. Þorvaldur er
þekktur fyrir að vera lunkinn rækt-
andi góðra hrossa og á enn nokkr-
ar kynbótahryssur sem hann lítur
til og annast.
Ólöf Geirsdóttir hefur ýmis
áhugamál og meðal þeirra er málun
á steina. Hún leyfir vegfarendum
að njóta afrakstursins, en hundr-
uðum málaðra steina með fígúrum,
dýrum, húsum og landslagi má sjá
í hlöðnum vegg framan við húsið.
Þannig má t.d. sjá alla Barbapabba
fjölskylduna, hrossin hans Valda og
sitthvað fleira þegar rýnt er í lista-
verkin. Ólöf segist hafa gaman af
þessu föndri og hlúir vel að lista-
verkunum því hún tekur steinana
niður á veturna og geymir í köss-
um til að þeir varðveitist betur. Á
vorin er þeim svo komið fyrir á nýj-
an leik ásamt þeim sem bæst hafa
við um veturinn. Skreyting þessi
vekur ómælda athygli ferðamanna
sem oftar en ekki stöðva för sína
á göngu um gamla bæinn í Borg-
arnesi og mynda steinana hennar
Ólafar.
mm
„Þetta er mynd af Valda,“ segir Dísa
dóttir Ólafar og hlær, en fjær situr
Valdi sjálfur og glottir við tönn.
Hundruð málaðra steina prýða
hleðslu við húsið
Ólöf Geirsdóttir við nokkrar fígúrur sem hún var að gera við.
Hluti vegghleðslunnar og listaverkanna hennar Ólafar.
Hittast til að æfa talfærni í ensku
Hluti enskuhópsins í Félagsbæ í Borgarnesi í síðustu viku, f.v. Guðrún
Helga Andrésdóttir, Ingibjörg Ingadóttir, Eygló Lind Egilsdóttir og
Rebekka Þiðriksdóttir.
Gengið um sveit í
Reykhólahreppi
Nestishlé í einni göngunni síðasta sumar.
Annir í blómasölunni
Hildur Traustadóttir á Hvanneyri var meðal viðskiptavina Gleym-mér-ei um
síðustu helgi.
Sædís Guðlaugsdóttir við sumarblómin sín.