Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Heildarmat fasteigna á Íslandi hækk- ar um 4,3% frá yfirstandandi ári og verður 4.956 milljarðar króna, sam- kvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2014 sem Þjóðskrá Íslands birti fyr- ir helgina. Nýtt fasteignamat mið- ast við verðlag fasteigna í febrúar 2013 og byggist á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum. Mat 125.700 íbúðaeigna á öllu landinu hækkar um 4,3% frá árinu 2013 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.263 milljarðar króna í fast- eignamatinu 2014. Matið hækkar á 86,9% eigna en lækkar á 13,1% eigna frá fyrra ári. Heildarfasteignamat á höfuð- borgarsvæðinu hækkar um 4,4%. Matið á Suðurnesjum verður óbreytt en annars staðar er hækk- unin sem hér segir: 4,2% hér á Vesturlandi, 5,4% á Vestfjörðum, 2,5% á Norðurlandi vestra, 5,7% á Norðurlandi eystra, 4,8% á Aust- urlandi og 5,8% á Suðurlandi, þar sem hækkunin er mest. Af ein- stökum sveitarfélögum hækkar fast- eignamatið mest í Strandabyggð, eða um 16,3% og um 10,1% í Vest- mannaeyjum, en lækkar hins veg- ar um 0,6% í Reykjanesbæ og um 0,3% í Grindavík. Á höfuðborgar- svæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sér- býli en utan höfuðborgarsvæðis- ins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis. Meiri hækkun á leiguverði Þjóðskráin hefur tekið saman leigu- verð úr öllum þinglýstum leigu- samningum íbúðarhúsnæðis frá ársbyrjun 2011 og birt upplýsing- ar um verð og vísitölubreyting- ar frá ársbyrjun 2012. Frá ársbyrj- un 2011 hefur leiguverð íbúðarhús- næðis hækkað meira en kaupverð. Þannig hækkaði vísitala kaupverðs á höfuðborgarsvæðinu um 16% en vísitala leiguverðs hækkaði um 21,5% frá janúar 2011 til maí 2013. Í tilkynningu frá Þjóðskrá segir að lögum samkvæmt eigi fasteigna- mat að endurspegla markaðsverð- mæti, staðgreiðsluverð, fasteign- ar á hverjum tíma. Fasteignamat- ið byggist á upplýsingum úr tug- um þúsunda þinglýstra kaupsamn- inga, sem gerðir hafa verið und- anfarin ár, og tekur mið af mörg- um ólíkum þáttum sem varða eig- inleika og gerð hverrar fasteignar, svo sem stærð, byggingarár, bygg- ingarflokk, byggingarefni og stað- setningu. þá/ Ljósm. Friðþjófur H. Það eru ýmsar nýjungar sem vert- arnir í Edduveröld í Borgarnesi brydda upp á þessa dagana. Síðast- liðinn laugardag var markaður, úti- tónleikar IsNord og fleira í boði, en um kvöldið var grillveisla. Í boði var heilgrillaður grís sem fékk að malla á grillinu frá hádegi. mm Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum land- ið í sumar og halda tónleika í fimm kirkjum ásamt blásaratríói. Sunnu- dagskvöldið 30. júní verður tónlist- arfólkið með tónleika í Grundar- fjarðarkirkju og hefjast þeir klukk- an 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi en síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við frumsamin. Verk- efnið hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums sem gerir það að verkum að frítt er inn á alla tónleikana og þeir sem hafa áhuga geta hlýtt á hugljúfa og fallega tónlist í fallegu umhverfi. mm Um það bil tvö hundruð manns mættu í verslunina Omnis á ráð- gjafardag Símans sem haldinn var á Akranesi sl. föstudag. Flestir gest- irnir voru börn og unglingar, enda var hoppukastali á staðnum og grill- aðar pylsur í boði. Fjöldi fullorðinna leituðu eftir aðstoð ráðgjafa Símans sem stóðu vaktina í verslun Omn- is og kynntu þjónustuframboð fyr- irtækisins. Að sögn Sigurðar Svans- sonar viðskiptastjóra endursölu- samstarfs hjá Símanum tókst dag- urinn í alla staði vel. „Þriðji flokk- ur karla ÍA og foreldraráð flokksins sá um að grilla fyrir okkur. Þau sáu einnig um að allt gengi vel fyrir sig í hoppkastalanum auk þess sem þau gáfu öllum krökkunum markaðs- vörur frá Símanum. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir fyrir.“ hlh Hún er ekki góð umgengni Ak- urnesinga um svæði sem stend- ur þeim opið alla daga fyrir gar- ðaúrgang við veginn upp með Berjadalsá. Þar er skilti sem seg- ir að svæðið sé eingöngu fyrir gar- ðaúrgang og fólk beðið um að setja ekki plastpoka eða annað í haug- inn. Sérstakur gámur sé fyrir slíkt við svæðið. Þessi fyrirmæli virðast hundsuð af bæjarbúum því þarna úir allt og grúir af plastpokum, timbri, ónýt- um húsgögnum, steypuklump- um og fleiru. Þegar blaðamaður Skessuhorns var þarna á ferðinni í vikunni var gámurinn nánast tóm- ur en stór haugur af fullum plast- pokum við hliðina á honum. Eins virðist sem þeir, sem sjá eiga um svæðið, ryðji ekki nógu oft upp í hauginn því hann náði orðið út á veginn. hb Vátryggingafélag Íslands og knatt- spyrnulið Grundarfjarðar gerðu með sér samstarfssamning á dögunum og því er VÍS orðið einn af styrktarað- ilum Grundarfjarðarliðsins. Jón Gunnlaugsson umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi og Ragnar Smári Guð- mundsson fyrirliði og stjórnarmaður liðsins skrifuðu undir samninginn í góðu yfirlæti í Grundarfirði. Það er ljóst að þetta samstarf mun koma sér vel fyrir báða aðila. tfk Pascal Pinol og blásaratríó í Grundarfjarðarkirkju Hægeldaður grís í heilu lagi Þorgerður hlúir að grísnum. Hér eru nokkrir starfsmenn Edduveraldar að bera kryddlög á grísinn; f.v. Arnar, Þorgerður og Þórdís. Góð stemning var á ráðgjafardegi Símans á Akranesi á föstudaginn. Síminn hélt ráðgjafardag á Akranesi VÍS styður við knattspyrnuna í Grundarfirði Fasteignamat hækkar um rúm fjögur prósent Slæm umgengni á svæði fyrir garðaúrgang

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.