Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
ÖRYGGIS-
BÚNAÐUR
HJÁLMAR, GLERAUGU, SKÓR,
FATNAÐUR, GASMÆLAR,
HEYRNARHLÍFAR, RYKGRÍMUR
OG MARGT FLEIRA
Dynjandi örugglega fyrir þig!
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Í langan tíma hafa ýmsir talið að
mófuglum í landinu fari fækkandi
og er gjarnan kennt um ágangi
tófu, minks og annarra afræn-
ingja í íslenskri náttúru. „Lítið er
þó í raun vitað með vissu um þró-
un þessara stofna og ef þeir hafa
minnkað er fleira en afrán sem get-
ur spilað þar inn í, svo sem breyt-
ingar búsvæða á varp- eða vetrar-
stöðvum og framboð fæðu,“ seg-
ir Róbert A Stefánssonar forstöðu-
maður Náttúrustofu Vesturlands. Á
síðasta ári ýtti Náttúrufræðistofnun
Íslands úr vör verkefni sem miðar
að því að afla betri upplýsinga um
íslensku mófuglana, svo sem um
stærð stofna þeirra og dreifingu.
Í vor fékk stofnunin náttúrustofur
víða um land í lið með sér og hafa
sérfræðingar Náttúrufræðistofnun-
ar og náttúrustofa talið og kannað
atferli mófugla á vel á annað hundr-
að svæðum síðustu vikur. Verkefnið
nýtur svokallaðs IPA styrks frá Evr-
ópusambandinu og gert er ráð fyr-
ir að niðurstöður úr því liggi fyrir í
haust eða næsta vetur.
Á meðal algengra mófugla eru
eins og margir vita þúfutittling-
ur, heiðlóa, lóuþræll, spói, tjaldur,
stelkur, skógarþröstur, hrossagauk-
ur, jaðrakan og rjúpa. Róbert Stef-
ánsson lauk á dögunum könnun á
tíu talningarsvæðum á Snæfells-
nesi. Hann segir að svæðin hafi ver-
ið valin á tilviljanakenndan hátt en
þó með ákveðnum forsendum, t.d.
að vera undir 300 metra hæð yfir
sjávarmáli og þurftu að vera göngu-
fær. Á hverju svæði eru 16 punkt-
ar þar sem fuglar eru kortlagðir út
frá atferli þeirra, svo sem söng og
hreyfingu. Alls er því þessi könnun
gerð á 160 punktum á Snæfellsnesi.
„Farið var á svæðin á morgnana og
síðdegis þegar fuglarnir eru virk-
astir í atferli sínu. Ég hef orðið var
við fugla á öllum stöðum og sums-
staðar mjög mikið líf, enda er þetta
sá árstími sem fuglinn er hvað virk-
astur og því mest áberandi,“ seg-
ir Róbert. Hann segir að auk þess
að veita upplýsingar um útbreiðslu
og að nýtast til útreiknings á stofn-
stærð algengustu mófuglanna, sé
ætlunin er að nýta verkefnið sem
grunn að áframhaldandi vöktun
mófuglastofna hér á landi, fáist til
þess fjárveiting. þá
Heiðlóa á vappi. Ljósm. Guðbjörg Ólafsd.
Kanna stærð
mófuglastofna í landinu