Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Nú má búast við að umferðin fari að
aukast stórum á vegum úti, einkum
helgarumferðin, enda aðal sumarleyf-
istíminn að ganga í garð. Því er ástæða
til að minna ökumenn á að fara var-
lega, passa upp á hæfilegan ferða-
hraða og haga sínum akstri þannig að
sem minnst hætta stafi af, svo sem við
framúrakstur.
Spáð er hægum norðanáttum á föstu-
dag og fram á helgina. Hitinn verði
á bilinu 8-15 stig og einna hlýjast á
sunnan og vestanverðu landinu. Búast
má við skúrum með köflum víða eink-
um síðdegis. Á mánudag og þriðjudag
er spáð hægri suðvestanátt, skýjað og
smáskúrir um landið vestanvert og
norðan til síðdegis en bjart að mestu
austantil. Hiti breytist lítið.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: Ferð þú á bæjar- eða héraðshá-
tíð í sumar? Margir ætla sér það, já
fleiri en eina sögðu 11,9% og já eina
28,7%. Nei sögðu 34,3% og veit það
ekki 25,1%.
Í þessari viku er spurt:
Á ríkið að auka fjárveitingar
til refaeyðingar?
Þar sem vikan verður nátengd fótbolta
á Vesturlandi, m.a. með heimsókn um
1500 ungra knattspyrnudrengja og
fjölskyldna þeirra á Skagann, er Vest-
lendingur vikunnar að þessu sinni
Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði U-21
landsliðsins í knattspyrnu. Hann er
ungur Snæfellingur og spilar nú með
ÍBV í úrvalsdeild.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Árekstur bíls og
reiðhjóls
AKRANES: Reiðhjól og
bifreið lentu saman á Inn-
nesvegi á Akranesi í vik-
unni, með þeim afleiðing-
um að stúlka á hjólinu kast-
aðist í götuna. Hún var flutt
á SHA en virtist lítil meidd.
Þá klippti lögreglan á Akra-
nesi skráningarnúmer af sjö
bifreiðum vegna vanrækslu
eigenda þeirra að færa þær
til skoðunar.
–þá
Teigsskógur
aftur í mat?
BARÐASTR: Íbúasamtök
og fyrirtæki á sunnanverðum
Vestfjörðum hafa sent nýrri
ríkisstjórn ákall um betri
vegi. Nýr innanríkisráð-
herra og ráðherra vegamála,
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
ætlar að funda með Vestfirð-
ingum á næstunni um hvort
Vestfjarðavegur verði lagð-
ur um Teigsskóg og að snúið
verði við synjun Ögmundar
Jónassonar fyrrverandi inn-
anríkisráðherra. Deilt hefur
verið um Teigsskóg í nokk-
urn tíma, svo sem í tíð Jón-
ínu Bjartmars þegar hún
gegndi embætti umhverfis-
ráðherra í stjórn sömu flokka
og nú skipa ríkisstjórn, 2003-
2007.
–þá
Misjafn gangur
á strandveiðum
LANDIÐ: Frá og með deg-
inum í gær, 19. júní, var lok-
að fyrir strandveiðar á A-
svæði í þessum mánuði, frá
Eyja- og Miklaholtshreppi
til Súðavíkurhrepps. Fram
að síðasta þriðjudegi höfðu
228 bátar landað alls 1.301
sinnum í júnímánuði og afl-
inn var tæp 717 tonn. Í júní
2012 lönduðu aftur á móti
250 bátar á svæðinu. Strand-
veiðin hefst aftur á A svæði
mánudaginn 1. júlí. Á D
svæði, sem er frá Höfn, suð-
ur um og að Eyja- og Mikla-
holtshreppi var sl. þriðjudag
einungis búið að veiða 215
af 525 tonnum sem leyfilegt
er að veiða. Við þann kvóta
strandveiðibátanna bætist
rúmlega 200 tonna óveiddur
kvóti frá því í maí.
-sko
Gísli tekur við
slætti
AKRANES: Framkvæmda-
ráð Akraneskaupstað-
ar kynnti á fundi sínum sl.
fimmtudag tilboð í slátt á
opnum svæðum í bænum í
sumar. Gísli S. Jónsson ehf
reyndist með lægsta tilboð-
ið sem er að fjárhæð rúmlega
10,5 milljónir. Framkvæmda-
stjóra Framkvæmdastofu
var falið að ganga til samn-
inga við lægstbjóðanda. Jafn-
framt var á fundinum greint
frá því að þeim verktaka sem
var með verkið áður hafi ver-
ið tilkynnt um riftun verk-
samnings og honum gefinn
kostur á andsvörum.
-þá
Vinnuhópur um námsdeild á fram-
haldsskólastigi í Dölum legg-
ur til að sveitarfélagið Dalabyggð
hrindi verkefninu af stað í samstarfi
við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Stefnt verði að því að kennsla hefj-
ist á komandi hausti. Fyrir liggi að
skólameistari Menntaskóla Borg-
arfjarðar hafi staðfest að skólinn sé
tilbúin að taka að sér umsjón dreif-
náms í Dalabyggð. Vinnuhópur-
inn hefur skoðað húsnæði Rauða
kross Íslands í Búðardal og efri hæð
Leifsbúðar og telur báða staði koma
til álita fyrir starfsemina, en hús-
næði RKÍ að sumu leiti heppilegra.
Byggðarráð Dalabyggðar tók undir
tillögu vinnuhópsins á fundi sínum
sl. þriðjudag og vísaði henni áfram
til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Fyrir fundi byggðaráðs lá bréf
frá mennta- og menningarmála-
ráðuneyti dags. 3. júní sl. Þar sem
fram kemur að ráðuneytið geri ekki
athugasemdir við að Dalabyggð
bjóði upp á dreifnám í samstarfi
við framhaldsskóla skólaárið 2013-
2014. Forsendurnar fyrir því þurfa
að vera að námið sé fjármagnað
úr sóknaráætlun Vesturlands og af
Dalabyggð og nemendaframlög
rúmist innan fjárheimilda viðkom-
andi framhaldsskóla. Þá liggur fyrir
samkomulag milli Dalabyggðar og
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
um fjögurra milljóna króna framlag
af Sóknaráætlun Vesturlands, eins
og greint var frá í síðasta Skessu-
horni. þá
Síðdegis á fimmtudag í liðinni
viku fór fram sameiginlegt eftir-
litsátak lögregluembættanna á Suð-
vesturlandi við hringtorgið á gatna-
mótum þjóðvegar 1 og Snæfells-
nessvegar norðan við Borgarnes.
Lögreglan beindi allri umferð bíla
sem komu að sunnan- og norðan-
verðu inn á iðnaðarhúsagötuna Sól-
bakka þar sem lögreglumenn ræddu
við ökumenn og skoðuðu um leið
ástand bíla þeirra. Að sögn Theo-
dórs Kr. Þórðarsonar yfirlögreglu-
þjóns hjá Lögreglunni í Borgarfirði
og Dölum stóðu lögregluembætt-
in á Hvolsvelli, Selfossi, Suðurnesj-
um og Reykjavík að átakinu ásamt
fleiri aðilum á borð við Vegagerð-
ina og Umferðarstofu. Athugað var
m.a. ástand bifreiða og vagna en
einnig hvort bílar voru lögform-
lega skoðaðir. Theodór segir að
sérstök áhersla hafi verið lögð á að
skoða ástand bílaleigubíla enda aðal
ferðamannatíminn runninn upp.
Töluvert löng bílaröð myndaðist
af þessum sökum. Þegar blaðamað-
ur Skessuhorns átti leið um hring-
veginn á fjórða tímanum þenn-
an dag, var nokkurra mínútna töf
á umferð. Vinna hjá fyrirtækjum á
Sólbakka raskaðist nokkuð eftir að
umferð var beint inn á götuna og
sagði forsvarsmaður eins þeirra,
Óskar Sigvaldason framkvæmda-
stjóri Borgarverks, í samtali við
blaðamann að betur hefði farið ef
fyrirtæki við Sólbakka hefðu ver-
ið látin vita fyrirfram að til stæði
að beina þangað umferð frá hring-
veginum. Átakinu lauk klukkan 17
en þá höfðu um 1.100 bílar verið
stöðvaðir. Einungis þurfti að gera
athugasemdir við ástand 14 þeirra.
Búast má við að átakið verði end-
urtekið á suðvesturhorninu á næstu
dögum, en sambærilegt átak var t.d.
framkvæmt í Keflavík, við flugstöð-
ina, í síðasta mánuði og sjónum þar
einkum beint að ástandi bílaleigu-
bíla. hlh
Komið hefur í ljós að áburður frá
breskum birgja Skeljungs, áburð-
arframleiðandanum Origin, hafi
innihaldið meira magn kadmíums
en leyfilegt er hér á landi. Skelj-
ungi barst tilkynning frá Matvæla-
stofnun þessa efnis sl. þriðjudag. Ís-
Björgunarbáturinn Björg í Rifi var kall-
aður út til að aðstoða vélarvana báti
um hádegisbil á þriðjudaginn í liðinni
viku. Kvika SH hafði verið á línuveiðum
fyrir sunnan Öndverðarnes þegar kalla
þurfti eftir aðstoð. Björgin dró Kviku
til lands í Rifi og voru bátarnir komnir
þangað um tvöleytið. Ágætis veður var
á miðunum og því lítil hætta á ferðum.
þa/ Ljósm. Sóley Jónsdóttir
Vélarvana bátur dreginn að landi
Áformað að dreifnám hefjist í
Búðardal í haust
Óleyfilegt kadmíum-magn í áburði hjá Skeljungi
Lögreglan athugaði ástand bíla á
hringveginum við Borgarnes
Frá eftirlitsátaki lögreglunnar á Sólbakka í Borgarnesi á fimmtudaginn.
lenskar reglur um magn kadmíums
heimila aðeins áburð með kadmí-
um-innihaldi undir 50 mg/kg P.
Sýni sem tekin voru á vegum Mat-
vælastofnunar reyndust innihalda
of mikið magn kadmíums – eða á
bilinu 53 til 111 mg/kg P.
„Skeljungur fékk fyrr á árinu nið-
urstöður mælinga óháðrar rann-
sóknarstofu í Bretlandi (NRM) um
að kadmíum-magn fosfórs sem nota
skyldi í áburð fyrir Íslandsmark-
að í ár væri langt innan leyfilegra
marka. NRM mældi kadmíum-
magn áburðar frá Skeljungi einn-
ig á síðasta ári og reyndust niður-
stöðurnar þá vera í fullu samræmi
við sjálfstæðar sýnatökur og mæl-
ingar Matvælastofnunar, þ.e. magn
kadmíums reyndist langt innan við-
miðunarmarka. Ósamræmið í nið-
urstöðum mælinganna nú kemur
Skeljungi því í opna skjöldu,“ segir
í tilkynningu frá fyrirtækinu. Einn-
ig kemur fram að tilkynning hafi
þegar verið send til viðskiptavina
sem keyptu umræddan áburð.
ákj