Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 36
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Um næstu mánaðamót mun séra
Guðjón Skarphéðinsson láta form-
lega af starfi sóknarprests í Staða-
staðarprestakalli, en starfinu hef-
ur hann gegnt síðan 1996. Að
sögn Þorbjarnar Hlyns Árnason-
ar prófasts í Vesturlandsprófasts-
dæmi munu sóknarbörn í Staða-
staðarprestakalli njóta þjónustu ná-
grannapresta í sumar og fram til 1.
desember þegar ráðgert er að nýr
sóknarprestur taki til starfa, en
prestakallið verður auglýst laust til
umsóknar á næstunni. Séra Guðjón
hefur þó að eigin sögn bókað ýmis
prestsverk í sumar og mun standa
við gefin loforð þar að lútandi.
Hættir vegna aldurs
Blaðamaður sló á þráðinn til séra
Guðjóns á Staðastað. Hann segir
ástæðu starfsloka sinna vera aldur-
inn en lögboðið er að menn hætti
í síðasta lagi við sjötugt. Guðjón
kveðst þokkalega hafa náð sér af
veikindum sem hann hefur glímt
við. „Ég er víst orðinn sjötíu ára og
þá eiga kirkjunnar þjónar að draga
sig í hlé sem slíkir,“ segir Guð-
jón sem einmitt átti afmæli í gær,
19. júní á sjálfan kvenréttinda-
daginn. „En það var bara venju-
legur þriðjudagur og ýmsar annir
sem komu í veg fyrir hátíðarhöld
á sjálfan afmælisdaginn og bíða
því í nokkra daga.“ Guðjón verð-
ur með kveðjumessa á Kolbeins-
stöðum næstkomandi sunnudag,
23. júní klukkan 20:30. „Það mætti
kalla þá athöfn léttmessu. Það
verður svo kaffidropi og kleinur í
boði á eftir í Lindartungu. Síðan
er ráðgert að halda upp á afmæl-
ið í næsta mánuði og verður það
líklega 6. júlí á Lýsuhóli.“ Guð-
jón segir að töluvert hafi verið að
gera í prestakallinu að undanförnu
og ýmis prestsverk bókuð í sumar
og jafnvel einnig á næsta ári. „Það
er til dæmis mikið um giftingar á
Búðum. Þangað er vinsælt að út-
lendingar komi og láti pússa sig
saman. Þá eru að auki skírnir og
sitthvað annað fram í næsta mán-
uð,“ segir hann. Aðspurður seg-
ir Guðjón að ekki sé ákveðið hve-
nær þau hjón flytji frá Staðastað, í
síðasta lagi verði það á fardögum
næsta vor, en kannski fyrr. Þau eigi
íbúð í Reykjavík en hafa ekki tek-
ið ákvörðun um hvort þau flytji
þangað eða fari annað, en bæði
hann og Klara Bragadóttir eigin-
kona hans koma að norðan, Guð-
jón er Húnvetningur að uppruna
en Klara Þingeyingur.
Hefur tekist að verja
prestakallið
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason
prófastur segir að sem betur fer
hafi tekist að halda Staðastaðar-
prestakalli við þær breytingar sem
orðið hefðu á skipan prestakalla í
landinu síðustu áratugina, en þær
hafa verið á forræði Kirkjuþings
frá árinu 1997. Frá þeim tíma og
fram til dagsins í dag hafa, að sögn
Þorbjarnar Hlyns, 23 prestaköll
færst frá landsbyggðinni á suðvest-
ursvæðið og meðal annars kom til
tals að færa Staðastaðarprestakall.
Prestakallið samanstendur af sex
sóknum; Staðarhraunssókn, Kol-
beinsstaðasókn, Fáskrúðarbakka-
sókn, Staðastaðarsókn, Búðasókn
og Hellnasókn. mm/þá
Bergsveinn Reynisson bóndi á Gró-
ustöðum við Gilsfjörð og formað-
ur Skelræktar, samtaka kræklinga-
ræktenda, sótti um leyfi til kræk-
lingaræktar fyrir fimm árum. Enn
er hann ekki kominn með leyfið og
segir að ekki sé hægt að standa í því
fyrir einyrkja að reyna að komast í
gegnum eftirlits- og leyfisveitinga-
kerfið hér á landi. Bergsveinn hef-
ur áður vakið athygli á því hversu
flókið og dýrt það er að afla til-
skilinna leyfa. Það varð m.a. tilefni
umræðna á Alþingi í fyrra en Berg-
sveinn segir ástandið hafi ekkert
skánað síðan. Þvert á móti sé held-
ur eins og Umhverfisstofnun sé að
herða tökin.
Bergsveinn segist hafa sótt um
leyfi til Fiskistofu fyrir fimm árum
en umsóknin strandað á því að
hann lagði ekki fram endurskoðaða
rekstraráætlun til þriggja ára heldur
bara viðskiptaáætlun. Þegar hann
síðan sóttu um aftur voru komin ný
lög og málið í höndum Matvæla-
stofnunar. Hann segir starfsmenn
Matvælastofnunar hafa verið alla af
vilja gerða til að setja sig inn í mál-
in og vinna að málinu en þeir séu
greinilega að drukkna í verkefn-
um vegna mannfæðar. Bergsveinn
segist í síðasta tölvupósti sínum
til Matvælastofnunar hafa sagt að
það væri fínt að fá leyfið núna eft-
ir fimm ár áður en hann gæfist end-
anlega upp. „En það er þó ár í að
ég verði fimmtugur og ég er ekki
úrkula vonar að leyfið verði kom-
ið þá, alla vega áður en ég verð orð-
ið löggilt gamalmenni,“ segir Berg-
sveinn. þá
Séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað og Klara Bragadóttir eiginkona hans.
Ljósm. mm.
Guðjón að láta af störfum á Staðastað
Staðið í ströggli í fimm ár að fá
leyfi til kræklingaræktar
Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum og Guðrún Þórarinsdóttir líffræðingur með
sýni af kræklingnum í Króksfirðinum.
Vegabréf
sumar 2013
STIMPLAÐU
ÞIG INN Í SUMARIÐ
SAFNAÐU stimplum OG ELTU SÓLINA
ALLA LEIÐ TIL TENERIFE Í SUMAR
Fjöldinn allur af meiriháttar vinningum og heppin
fjölskylda stimplar sig í vikudvöl á suðrænni sólarströnd.