Skessuhorn - 20.06.2013, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Venju samkvæmt var farin skrúðganga frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð á
17. júní hátíðarhöldum í Borgarnesi. Eins og sjá má fjölmenntu Borgnesingar í
gönguna. Ljósm. hlh.
Gestir fylgdust vel með Einari Mikael töframanni sem kom fram á hátíðarhöld-
unum í Skallagrímsgarði. Ljósm. hlh.
Fjallkonan í Borgarnesi að þessu
sinni var Svandís Guðmundsdóttir,
nýstúdent frá Menntaskóla Borgar-
fjarðar. Svandís las ónefnt kvæði fyrir
gesti eftir langömmu sína, Margréti
Guðjónsdóttur frá Dalsmynni. Hér er
Svandís ásamt Guðrúnu Jónsdóttir
(t.v.) og Jónínu Ernu Arnardóttir sem
klæddust þjóðbúningum í tilefni
dagsins. Ljósm. hlh.
Skátar og lögregla í broddi fylkingar í skrúðgöngu á Akranesi. Ljósm. fh.
Krakkarnir nutu leiktækja sem í boði voru á Skaganum á þjóðhátíðardaginn.
Ljósm. fh.
Þessi unga blómarós var mætt í morgunkaffi á þjóðlegu nótunum á
Safnasvæðinu á Akranesi. Ljósm. fh.
Mæðgurnar Hallgerður Gunnarsdóttir og dætur hennar Sigríður Erla og Elínborg
Sturludætur á hátíðarhöldunum í Stykkishólmi. Ljósm. Sumarliði.
Brugðið á leik í Hólminum. Ljósm. Sumarliði.
Í Reykholtsdal og Hálsasveit var að gömlum sið
riðið til messu í Reykholti. Hér fer Kristleifur Jónsson
á Sturlu - Reykjum fánaberi í broddi fylkingar. Í
Logalandi var svo framhald dagskrár; hangikjöts-
veisla Umf. Reykdæla og hátíðardagskrá þar sem
ungir íþróttamenn voru heiðraðir fyrir ástundun og
framfarir, ávarp fjallkonu og ræða dagsins, fjölda-
söngur og leikir. Ljósm. gó.