Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
Margir vilja hafa
flugvöllinn um
kyrrt
RVK: Á föstudagsmorgun síð-
asta setti félagið „Hjartað í
Vatnsmýrinni“ af stað und-
irskriftasöfnun til stuðnings
Reykjavíkurvelli á vefnum
www.lending.is. Þar er skorað
á Reykjavíkurborg og Alþingi
að tryggja öllum landsmönnum
óskerta flugstarfsemi í Vatns-
mýri til framtíðar. Í fyrrakvöld
höfðu 25.000 manns ritað undir
áskorunina og þar af 10.000 fyr-
ir miðnætti á föstudaginn. „Ekki
er vitað til þess að undirskrifta-
söfnun hafi áður farið jafn hratt
af stað,“ segir í tilkynningu frá
Hjartanu í Vatnsmýrinni.
–mm
Aðalfundur
SSV verður í
Reykholti
VESTURLAND: Stjórn Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi
hefur ákveðið að aðalfundur
samtakanna fari fram dagana
12.-13. september nk. á Foss-
hótel Reykholti í Borgarfirði.
Sveitarfélögin í landshlutanum
eiga fulltrúa á aðalfundinum í
rétta hlutfalli við íbúafjölda og
eru það sveitarstjórnir kjósa þá.
Að auki sitja fundinn sveitar-
stjórnendur og starfsmenn SSV
auk annarra gesta úr opinberri
stjórnsýslu. –hlh
Sofnaði við
aksturinn
LBD: Útafakstur varð í Norð-
urárdal í Borgarfirði aðfarar-
nótt sunnudagsins. Ökumaður
á suðurleið taldi sig hafa sofn-
að við aksturinn. Bifreiðin fór
töluverðan spotta utan vegar og
hafnaði síðan á stórum steini.
Ökumaður og farþegi voru í
bílbeltum og sakaði ekki en
bíllinn var fluttur stórskemmd-
ur af vettvangi með kranabíl.
Alls urðu sjö umferðaróhöpp í
umdæmi lögreglunnar í Borg-
arfirði og Dölum í liðinni viku,
flest án teljandi meiðsla á fólki.
Um 20 ökumenn voru tekn-
ir fyrir of hraðan akstur í um-
dæminu í vikunni. Þá var ekið á
fimm kindur á vegunum.
–þá
Hagnast á
umframafla
LANDIÐ: Vegna umframafla
á strandveiðum mun Fiskistofa
innheimta rúmar 15 milljónir
króna sem renna í Verkefnasjóð
sjávarútvegsins. Afla umfram
þau 650 þorskígildiskíló sem
leyfilegt er að landa í hverri ferð
var landað 760 sinnum í sum-
ar, sem er töluvert sjaldnar og í
minna magni en síðasta sumar
þegar upphæðin var 26,5 millj-
ónir króna. Upphæðin í sum-
ar samsvarar því að 55 tonnum
af þorski væri landað sem VS-
afla svokölluðum, en almennt
má landa afla 5% umfram afla-
mark skips á hverju fiskveiðiári
og rennur 80% af virði hans í
Verkefnasjóðinn. Sjóðnum er
ætlað að veita styrki til verk-
efna sem heyra undir Hafrann-
sóknastofnun, fiskveiðieftir-
lits Fiskistofu og Matvælastofn-
unar, Veiðimálastofnun, Mat-
ís ohf. sem og Rannsóknasjóðs
um aukið verðmæti sjávarfangs.
–sko
Velja í vinningslið
BORGARBYGGÐ: Borgar-
byggð auglýsir á vef sínum eft-
ir áhugasömum íbúum til að taka
þátt í Útsvari Ríkissjónvarpsins
næsta vetur. „Þeir sem hafa áhuga
á að komast í lið Borgarbyggðar
eru beðnir um að senda tölvu-
póst til fræðslustjóra á netfang-
ið asthildur@borgarbyggd.is sem
allra allra fyrst. Einnig má gjarn-
an senda tilnefningar á sama net-
fang,“ segir í tilkynningu.
Betra að flýta
sér hægt
LBD: Bifreið á suðurleið lenti út
af Vesturlandsvegi við Galtarholt
um hádegi sl. föstudag og valt
rúmlega einn hring. Þetta gerð-
ist á beinum vegarkafla og veg-
urinn var þurr og sléttur. Öku-
mann sakaði lítið en hann var
til öryggis fluttur á heilsugæslu-
stöðina í Borgarnesi til skoðun-
ar. Hann kvaðst hafa ekið á eft-
ir hægfara vörubifreið og verið
að fara fram úr henni, séð þá að
fleiri bílar voru framan við vöru-
bifreiðina og umferð var einnig
að koma á móti úr gagnstæðri átt.
Ökumaðurinn hemlaði en bif-
reiðin snérist á veginum og fip-
aðist þá ökumaðurinn við akstur-
inn með fyrrgreindum afleiðing-
um. Bifreiðin var óökufær og var
flutt á brott með kranabíl. –þá
Ekki fyllt upp
við Steinsvör og
Skarfavör
AKRANES: Á fundi skipulags-
og umhverfisnefndar Akraness
í byrjun vikunnar var farið yfir
þau atriði sem rædd voru í kjöl-
far fundar sem nefndin átti með
bæjarfulltrúum um breytingar
á aðalskipulagi. Einnig var far-
ið yfir þau bréf og ábendingar
sem komið hafa út frá kynningu
á nýju aðalskipulagi. Bygging-
ar- og skipulagsfulltrúa var falið
að ræða við skipulagshönnuð og
skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna,
varðandi minnkun á landfyll-
ingu hafnarsvæðisins. Haft verði
að leiðarljósi að fylla ekki upp í
Steinsvör og Skarfavör. –þá
Sumarið 2012 beitti Markaðsstofa
Vesturlands sér fyrir því að upp-
skeru- og auðlindahátíðin Kræki-
berið var haldið á Vesturlandi þá um
haustið í samstarfi ferðaþjón-
ustuaðila, Símenntunarmið-
stöðvar Vesturlands og Land-
búnaðarháskólans, með stuðn-
ingi Menningarráðs Vestur-
lands. Markmið Krækibersins
voru m.a. að vekja athygli Ís-
lendinga á kostum Vesturlands
utan hefðbundins sumarleyfis-
tíma, skapa samstarfsgrundvöll
fyrir mismundandi svæði inn-
an Vesturlands, vekja athygli
almennings á haustnytjum og
vannýttum auðlindum eins
og berjum, villtum ætisvepp-
um og fjallagrösum auk þess að efla
umhverfisvitund, fræðslu og vitn-
eskju um reglur sem lúta að berja-
tínslu. Stefnan í fyrrahaust var síð-
an að halda hátíðina á hverju hausti.
Nú hefur verið horfið frá því í haust
og segir Rósa Björk Halldórsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Markaðsstof-
unnar, að ástæðan sé sú að ekki
hafi tekist að fjármagna hátíðina
í ár auk þess sem ekki hafi náðst
að virkja nægilega marga á hinum
ýmsu svæðum á Vesturlandi til þess
að vera með eitthvað þema í anda
hátíðarinnar. „Það gerist ekkert í
svona verkefnum nema að það ná-
ist þátttaka og Markaðsstofa Vest-
urlands getur ekki dregið vagninn
ein ef enginn stekkur á hann,“
segir Rósa Björk.
Hún segir að Markaðsstof-
an hafi því ákveðið að slá upp-
skeruhátíðina af þetta árið.
Rósa Björk segir að engu að
síður séu nokkur verðug verk-
efni í deiglunni sem byggi á
virku samstarfi við hagsmuna-
aðila á Vesturlandi. „Því mun-
um við setja af stað nokkra
verkefnavinnuhópa í haust
sem undirbúa vöruþróun og
framgang góðra hugmynda
sem vonandi skila okkur leng-
ingu ferðamannatímans og meiri
tekjum fyrir fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu. Við munum kynna þessi verk-
efni í byrjun haustsins og óska eftir
fólki sem gefur kost á sér.“ mm
Fimm lífeyrissjóðir hafa verið sam-
einaðir í einn sjóð sem rekinn verð-
ur innan vébanda Lífeyrissjóðs
starfsmanna sveitarfélaga (LSS).
Þetta tilkynnti LSS á mánudag-
inn. Lífeyrissjóður Akraneskaup-
staðar (LsA) er meðal þeirra sjóða
sem renna í nýja sjóðinn sem rek-
inn verður sem sérstök bæjarfélags-
deild, B-deild, innan LSS. Hinir
fjórir sjóðirnir eru Eftirlaunasjóð-
ur starfsmanna Hafnarfjarðarkaup-
staðar, Lífeyrissjóður starfsmanna
Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóð-
ur Neskaupstaðar og Lífeyrissjóð-
ur starfsmanna Vestmannaeyjabæj-
ar. Í tilkynningu LSS segir að all-
ir sjóðirnir séu með bakábyrgð við-
komandi sveitarfélags en þeim var
með lögum lokað fyrir nýjum sjóð-
félögum árið 1998. „Með sam-
einingunni næst fram umtalsverð
lækkun rekstrarkostnaðar auk þess
sem tryggt er að mikilvæg þekking
á rekstri sjóðanna verður áfram fyr-
ir hendi, en LSS hefur annast rekst-
ur þeirra um nokkurt skeið.“
Réttindi haldast óbreytt
Réttindi og réttindaávinnsla sjóðs-
félaga verður óbreytt, skuldbind-
ingum hvers launagreiðanda verður
haldið aðgreindum og bankábyrgð
viðkomandi sveitarfélags verður
óbreytt. Eignasöfn sjóðanna hafa
hins vegar verið sameinuð í eitt
safn, um fjórir milljarðar króna að
stærð. Sjóðsfélagar nýju B-deild-
ar LSS verða um 3.000 talsins eft-
ir sameininguna. Undirbúningur
að sameiningu sjóðanna hefur stað-
ið yfir frá árinu 2009 með tilheyr-
andi hagkvæmnigreiningu, und-
irbúningsvinnu og kynningu fyrir
stjórnum, starfsmannafélögum og
bæjarráðum viðkomandi sveitarfé-
laga. hlh
Haustverkefnið Krækiberið
slegið af þetta árið
Eignasöfn sjóðanna sem sameinast er um 4 milljarðar króna.
Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
sameinast fjórum lífeyrissjóðum