Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 13

Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 13
Nú í ágúst setjast þúsundir nemenda leik,- grunn,- framhalds- og háskóla á Vesturlandi á skólabekk. Leikskólar eru þegar komnir úr fríi og grunnskólarnir hefja flestir formlega starf sitt í dag eða á næstu dögum. Starf háskólanna er einnig að hefjast. Þá hefur Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi brátt sitt árlega hauststarf með fjölda námskeiða og lengra námi. Skessuhorn er að þessu sinni að stórum hluta helgað skóla- byrjun og rætt við stjórnendur á fyrrgreindum skólastigum m.a. um helstu áherslur í skólastarfi, sérstöðu skólanna og for- vitnast um fjölda nemenda og starfsfólks svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt samantekt Skessuhorn verða nú 967 nemendur í leikskólum á Vesturlandi, en það er fækkun um 20 frá síðasta hausti. 2.381 er skráður í nám í grunnskólunum á Vesturlandi og er það fækkun um 147 frá síðasta hausti. 990 nemendur eru skráðir til náms í framhaldsskólunum þremur á Vesturlandi og er það nákvæmlega sami fjöldi og innritaður var haustið 2012. Fækkun er um fjögur hundruð nemendur í háskólum á Vesturlandi milli ára, en 1100 nemendur hefja nám á Bifröst og Hvanneyri í haust á móti 1500 haustið 2012. Vera kann að í tölum fyrir nemendafjölda í fyrrahaust hafi þá verið tald- ir með nemendur sem stunduðu styttri námskeið og endur- menntun, en bæði á Hvanneyri og Bifröst er stór hópur slíkra nemenda. Af framansögðu setjast á skólabekk á Vesturlandi í haust 5.291 nemandi í fullu námi, á skólastigum frá leik- skóla til háskóla. Auk þess er fjöldi sem mun stunda nám við endurmenntun hjá ýmsum menntastofnunum á Vesturlandi, svo sem Símenntunarmiðstöðinni og endurmenntunardeild- um háskólanna. Þess má geta að þessi fjöldi nemenda jafn- gildir yfir þriðjungi af íbúafjölda á Vesturlandi þar sem íbú- ar eru ríflega 15 þúsund. Skólafólki á öllum aldri; nemend- um og starfsfólki er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru. mm abc Nemendur í Grunnskóla Stykkishólms fara yfir verkefni ásamt kennara sínum. Ljósm. Eyþór Ben. Skólablað Skessuh orns VARÚÐ: Vel á fimmta þúsund nýir vegfarendur í umferðinni Skólar eru nú að hefja vetrar- starf sitt hver af öðrum með til- heyrandi umferð barna og for- eldra, gangandi eða akandi. Gert er ráð fyrir að um fjögur þús- und og fimm hundruð börn séu að fara í fyrsta skipti út í umferð- ina á leið til skóla í haust og því er brýn ástæða til að hvetja öku- menn til að hafa gætni að leið- arljósi í umferðinni framundan. Fjöldi barna á grunnskólaaldri er yfir 40 þúsund í landinu. Vegna þeirrar hættu sem börnunum getur stafað af umferðinni bið- ur Samgöngustofa að vakin sé at- hygli á eftirfarandi atriðum. Þetta eru atriði sem brýnt er að foreldr- ar og börnin sjálf hafi í huga. At- riði sem geta skipt sköpum varð- andi öryggi barnanna. Út í umferðina Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í umferðinni. Brýnum fyr- ir börnum að þó að þau sjái bíl þá sé ekki öruggt að bílstjórinn sjái þau. Höfum í huga að við erum fyrirmyndir barnanna. Hvern- ig hegðum við okkur í umferð- inni? Börn læra meira af því sem við gerum en því sem við segj- um. Munum því að ganga aldrei á móti rauðu ljósi, nota alltaf við- eigandi öryggisbúnað, t.d. örygg- isbelti, hjólreiðahjálma og endur- skinsmerki. Ekið í skólann Víða eru aðstæður þannig að aka verður börnum í skóla og skap- ar það mikla umferð í kringum grunnskólana. Nauðsynlegt er að gæta vel að því hvar barnið fer úr bílnum við skólana og stoppa ekki þar sem hætta getur skapast fyrir barnið og önnur börn. Því skal alltaf hleypt út þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á ak- braut. Tíu góð ráð Stysta leiðin í skólann er ekki allt- af sú öruggasta, miklu frekar leið- in þar sem sjaldnast þarf að ganga yfir götu. Þó aðstæður séu þann- ig að barnið geti gengið eitt í skól- ann er samt nauðsynlegt að fylgja því fyrstu dagana og fara vel yfir allar umferðarreglur. Kennið börn- um einfaldar og fáar reglur til að fara eftir. Sjálfir þurfa foreldrar að fara eftir þessu reglum, ekki síst til að sýna gott og skilmerkilegt for- dæmi. Hér eru tíu góð ráð sem mikil- vægt er að foreldrar hafi í huga og fræði börn sín um. 1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu. 2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endi- lega stystu. 3. Leggjum tímanlega af stað (flýtum okkur ekki). 4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir. 5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósa- stýringar. 6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki. 7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir. 8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir. 9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla. 10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu. mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.