Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Page 20

Skessuhorn - 21.08.2013, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 vægi, einfaldleiki og gagnsæi er ráð- andi í dagskrá, umhverfi og búnaði. Að bjóða upp á leikefnivið og ein- föld námsgögn þar sem sköpun og ímyndun er í fyrirrúmi í fjölbreyttri reynslu hvers barns. Þá er börn- um kennt að skynja og njóta nátt- úrulegs umhverfis og virða náttúr- una með nýtni, nægjusemi og hóf- semi svo og með umhirðu og end- urvinnslu. Að lokum er Hjallastefn- unni ætlað að þjálfa aga og hegðun á jákvæðan og hlýlegan, en um leið ákveðinn og hreinskiptinn hátt. Auk þess að vera Hjallastefnu- skóli mun Hraunborg verða Græn- fánaskóli. „Vinna stendur nú yfir í Hraunborg að því að sækja um Grænfánann og svo fengum við fjórar hænur í vor. Það tengist verk- efni í sjálfbærni og krakkarnir hafa mjög gaman af því,“ segir Ásrún. Klettaborg Í vetur verða um 60 nemendur á leikskólanum Klettaborg í Borg- arnesi og þar eru 18 mánaða göm- ul börn tekin inn líkt og á flest- um öðrum leikskólum í sveitarfé- laginu. Börnunum er skipt niður í þrjár aldursskiptar deildir sem heita Sjónarhóll, Kattholt og Ólátagarð- ur. Leikskólinn opnaði 8. ágúst eft- ir sumarfrí og starfsmenn eru 19 talsins. „Við erum með ellefu leik- skólakennara og einn af styrkleik- um skólans er stöðugleiki í starfs- mannahaldi. Við erum með leið- beinendur með mikla reynslu og meðalstarfsaldur á Klettaborg er 16 ár. Þannig að við vinnum mjög vel saman og það er mikill þroski í starfsmannahópnum,“ segir Stein- unn Baldursdóttir leikskólastjóri. Á Klettaborg er starfað eftir hug- myndafræði John Dewey. „Áherslu- atriðin eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Það geng- ur út að börnum með sérþarfir er sérstaklega vel sinnt og við leggj- um mikinn metnað í að þau hafi sömu tækifæri og önnur börn. Við erum einnig með ákveðið dags- skipulag þar sem hver dagur geng- ur í stórum dráttum fyrir sig eins og aðrir dagar. Með því teljum við að börn öðlist traust og grundvallar öryggi,“ segir Steinunn. Einkunn- arorð Klettaborgar eru; sjálfstæði, virðing og gleði. Ugluklettur Leikskólinn Ugluklettur er í Borg- arnesi og þar verða 60 nemend- ur í vetur í þremur aldursskipt- um deildum. Skólastarfið hófst 8. ágúst og yngstu börnin sem tekin eru inn á Ugluklett eru 18 mánaða gömul. Starfsmenn leikskólans eru 18 talsins og þar af eru sex faglærð- ir. „Einkunnarorð leikskólans eru leikur, virðing og gleði. Í samræmi við þau er markmiðið með opnu dagsskipulagi að ná fram mikil- vægi leiksins og að gefa börnunum tíma til þess að þróa hann, styðja við, og efla frjálsan leik barnanna, bera virðingu fyrir fjölbreytileik- anum innan hópsins og stuðla að gleði og frjálsræði í starfinu öllu,“ segir Kristín Gísladóttir leikskóla- stjóri. „Á Uglukletti ríkir sú trú að leik- urinn sé aðal námstæki barnanna og að í gegnum hann aukist sjálf- stæði þeirra og að þau fái tækifæri til þess að koma sínum hugmynd- um á framfæri í gegnum hann. Opið dagsskipulag gefur börnun- um tækifæri til þess að finna við- fangsefni án utanaðkomandi stýr- ingar og velja því eftir áhuga sín- um hverju sinni. Virðing er borin fyrir þeim fjölbreytileika sem ríkir í barnahópnum og börnin læra að stjórna eigin athöfnum og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðr- um. Gleðin er mikilvægur þáttur í námi barna og með opnu dags- skipulagi næst fram jákvætt and- rúmsloft þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að vinna að sínum verkefnum. Með gleði og vellíðan að leiðarljósi verður nám barnanna jákvæð upplifun,“ segir Kristín. Ugluklettur er flæðiskóli þar sem mikil áhersla er lögð á að börnin finni sér sjálf viðfangsefni. „Við viljum að börnin séu sjálf- stæð og sterk og viti hvað þau vilja í lífinu,“ segir Kristín. Vinna við flæðið hófst árið 2008, en það er ástand þar sem einstaklingurinn er svo niðursokkinn í athöfn að ekk- ert annað kemst að. Starfsfólkið spilar stórt hlutverk í að skapa þær aðstæður svo barnið hafi mögu- leika til að ná flæði. „Flæðið hefur reynst mjög vel og allir hafa ver- ið mjög ánægðir með þetta fyr- irkomulag. Það krefst mikils af starfsfólki en hefur reynst vel og er mjög skemmtilegt,“ segir Krist- ín að endingu. Snæfellsbær Í Snæfellsbæ eru tveir leikskól- ar starfræktir. Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi. Í heild- ina eru 103 börn í leikskólum Snæ- fellsbæjar. Krílakot Á Krílakoti í Ólafsvík verða 67 börn í vetur, 60 á leikskólanum sjálfum og 7 á Bangsakoti sem er ný deild sem opnuð var í mars á þessu ári í fjölbýlishúsi hinum megin við göt- una við Krílakot. Starfsmenn eru 20 talsins og þar af sjö faglærðir. Skól- anum er skipt niður í þrjár deild- ir; Rauðu deildina, Gulu deildina og Stubbakot sem Bangsakot til- heyrir. Yngstu börnin sem tekin eru inn á Krílakot eru tveggja ára gömul. Starfsemi leikskólans hófst 15. ágúst sl. „Aðal hugtök okkar eru virð- ing, vinátta og gleði og okkar meg- in áhersla í starfinu í gegnum þessa þætti er stærðfræði og málþroski,“ segir Hermína K. Lárusdóttir að- stoðarleikskólastjóri Krílakots. „Í málþroska leggjum við mikla áherslu á málörvun og hljóðkerfis- vitund barna. Við þróum læsi og í vetur ætlum við að vera með aukinn skiltalestur þar sem flest í skólanum verður merkt. Við ætlum jafnvel að senda bækur heim með börnunum sem þau geta lesið. Í stærðfræði- kennslunni notumst við mikið við Numicon kubba. Nokkrir kennar- ar frá Krílakoti fóru til Brighton í Englandi í júní til að fræðast meira um Numicon kennslu og verður hún aukin í vetur,“ segir Hermína. Í vetur verður nemendum Kríla- kots boðið upp á aukið val. „Við setjum upp leikstöðvar um leikskól- ann sem börnin geta valið á milli. Einu sinni til tvisvar í viku er valið á milli deilda, en tvisvar í viku nær valið á milli allra stöðva í skólanum. Þá fara börn af yngstu deild kannski inn á miðdeildina. Þetta hefur gef- ið börnunum mikið og þeim finnst þetta skemmtilegt,“ segir Hermína að endingu. Kríuból Á leikskólanum Kríubóli á Hellis- sandi verða 36 börn í vetur í tveim- ur aldursskiptum deildum; Hóli þar sem yngri nemendur eru og Garði þar sem þau eldri eru. Á síðasta ári voru deildirnar þrjár en nú hefur börnum fækkað og tilfærsla ver- ið á starfsfólki. Starfsmenn skól- ans eru tíu og þar af fimm faglærð- ir. Yngstu börnin sem tekin eru inn eru tveggja ára og starfsemi skólans hófst 15. ágúst síðastliðinn. Frjáls tími á Kríubóli er frá klukkan átta til tíu og eitt til þrjú þar sem börnin hafa að segja um hvað þau taka sér fyrir hend- ur. „Leiknum er gefið mikið rými í starfi okkar og börnin hafa þar frjálst val til að velja sér leiksvæði, efnivið og leikfélaga. Þá erum við með fimm innileiksvæði og eitt úti- leiksvæði og hefur hvert svæði sín sérkenni. Á þessum tímum bland- ast deildirnar og þannig geta systk- ini á mismunandi aldri leikið sam- an,“ segir Steinunn Dröfn Ingi- björnsdóttir. „Við leggjum einnig mikla áherslu á stærðfræðikennslu og Numicon kubba. Það er líka hluti af vali barnanna.“ Sólvellir í Grundarfirði Á leikskólanum Sólvöllum í Grund- arfirði verða 55 börn í vetur og þau yngstu ársgömul. Nemendum er skipt niður eftir aldri í þrjár deild- ir. Alls starfa 19 manns á Sólvöllum og þar af eru fjórir leikskólakenn- arar. Eldhús leikskólans sér um mat fyrir leikskólann en einnig mat fyrir Grunnskóla Grundarfjarðar. „Það eru mörg yngri börn núna í skólanum,“ segir Matthildur Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri. Mikill vinskapur virðist hér hafa myndast á Hraunborg. Þessar stelpur hafa hér reist mikið mannvirki í úr kubbum. Mikil áhersla er lögð á útivist barna á Uglukletti í Borgarnesi. Börnin á Krílakoti læra stærðfræði með Numicon kubbum. Hér eru tvær stelpur að bera á kofa á leiksvæði Kríubóls í Snæfellsbæ. abc

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.