Skessuhorn


Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 23

Skessuhorn - 21.08.2013, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013 abc FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram 26. ágúst til 4. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Skólahald Landbúnaðarháskóla Ís- lands er nú hafið. Að sögn Ágústar Sigurðssonar rektors er fjöldi nem- enda svipaður og síðustu ár en þó er ekki verið að taka inn nýja nemend- ur á allar námsbrautir þetta haust- ið. „Alls bárust okkur um 270 um- sóknir á þær námsbrautir sem við bjóðum upp á. Við erum að taka inn u.þ.b. helminginn af þeim en nýnemar dreifast svipað og ver- ið hefur á námslínur. Þó má segja að náttúrufræðin hafi tekið nokk- urn kipp auk þess sem búfræðin er alltaf vinsæl. Alls verða því um 500 nemendur hjá okkur í vetur og má reikna með að við fáum auk þess um 2.000 manns inn í endur- menntunina. Stærstur hlutinn er í staðarnámi en síðan er hluti sem nýtir sér fjarnámslausnir. Kennsla fer fram á þremur stöðum, flestir eru á Hvanneyri en kennsla í garð- yrkju fer fram á Reykjum í Ölfusi auk þess sem stærsti hluti meist- aranáms í skipulagsfræði og Land- græðsluskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna fer fram á Keldnaholti í Reykjavík.“ Vaxtarkippurinn á Hvanneyri skemmtilegur Fyrstu nýnemar haustsins mættu til náms á Hvanneyri á mánudag- inn. Ágúst segir að aðrir hópar nemenda tínist síðan inn fram til mánaðamóta. „Sumir eru auðvi- tað við nám yfir sumartímann líka, t.d. nemendur í framhaldsnámi og Landgræðsluskólanum, þannig að það er ekki um að ræða eiginlega skólasetningu – skólinn er í gangi allt árið hjá okkur. Nemendagarð- ar á Hvanneyri verða fullnýttir í ár og er alltaf jafn skemmtilegt þegar þorpið okkar hér á Hvanneyri tek- ur hinn árlega vaxtarkipp í lok sum- ars.“ Áherslur LbhÍ hvað kennslu varðar eru í nokkuð föstum skorð- um, námsbrautirnar eru þær sömu og verið hafa um nokkurt skeið. „Það er frekar að einhverjar breyt- ingar séu á námsgreinum sem ávallt eru í þróun auk þess sem valgreinar taka breytingum. Sömuleiðis koma nýir kennarar með sínar áherslur. Við leggjum metnað í að nemend- ur okkar hljóti vandaða og gagn- lega menntun sem byggir á gagn- rýnni hugsun, sjálfstæðum vinnu- brögðum og færni. Sérstaða skól- ans er auðvitað mjög mikil, við erum einbeitt á afmörkuðu fræða- sviði og finnum til ábyrgðar gang- vart því.“ Leiðandi afl í rannsóknum Ágúst segir að sífellt séu að koma upp ný verkefni og hugmyndir í rannsóknarstarfi skólans sem fylgja þarf eftir. „Okkar markmið er að vera leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun á sviði nátt- úruvísinda, auðlinda- og umhverf- isfræða auk landnýtingar. Auðvi- tað eru mest áberandi rannsókn- ir tengdar ræktun hverskonar á plöntum og búfé auk margvíslegra umhverfisrannsókna. Þess má geta að síðastliðið vor var undirritað- ur sérstakur rannsóknarsamning- ur til næstu fjögurra ára milli LbhÍ og ráðuneytis atvinnuvega- og ný- sköpunar. Þessi samningur er kjöl- festan í okkar rannsóknarstarfi og afar mikilvægur.“ Ágúst segir mannauð skól- ans einn af hans helstu styrkleik- um. „Skólinn nýtur þess að hafa á traustu og góðu starfsfólki að skipa. Í vetur verður sama fólk á vakt og verið hefur en fastir starfsmenn eru rétt um 100 talsins í dag.“ Aðstaðan bætt „Við erum stöðugt að vinna í því að bæta aðstöðu okkar og nú í haust er m.a. verið að vinna við aðalbygg- ingu skólans – Ásgarð,“ segir Ágúst um helstu framkvæmdir á Hvann- eyri að undanförnu. „Þar er verið að halda áfram við klæðningu ut- anhúss og eins er verið að undir- búa lokaáfanga í endurbótum inn- anhúss. Endurbætur fara fram m.a. á kjallarahæð hússins þar sem verða nokkrar kennslustofur, hluti bóka- safns og langþráð bætt aðstaða til líkamsræktar. Þá er einnig gam- an að geta þess að nú í haust verð- ur unnið að lagfæringum á okkar sögufræga aldargamla íþróttahúsi en nýlega fékkst svolítill styrkur úr Húsafriðunarsjóði til að hefja þær endurbætur.“ Skólanum gefin góð einkunn Ágúst segir starf skólans í góðum farvegi og hafi nýleg úttekt erlendr- ar sérfræðinganefndar á skólanum sýnt það. „Úttekt nefndarinnar fór fram í vor en um viðamikla gæðaút- tekt á starfi LbhÍ var að ræða. Nið- urstöður sérfræðinganefndarinnar liggja nú fyrir og í stuttu máli sagt getum við, starfsmenn og nem- endur, verið ákaflega stolt af skól- anum okkar. Úttektarnefndin gef- ur skólanum góða einkunn og lýs- ir yfir trausti á skólastarfinu. Í nið- urstöðum nefndarinnar koma einn- ig fram mjög gagnlegar ábendingar um þætti til úrbóta sem ætti að vera mögulegt að bregðast við þannig að gæði skólastarfsins geti aukist enn frekar.“ hlh Landbúnaðarháskóli Íslands Búfræðin er alltaf vinsæl en nám í náttúrufræðum tekur kipp Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála og prófessor leiðbeinir nemendum í vettvangsferð við Hvanneyri. Ljósm. Áskell Þórisson. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ. Nemendur í umhverfisskipulagi njóta hér leiðsagnar Ragnars Frank Kristjáns- sonar kennara.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.