Skessuhorn - 21.08.2013, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
abc
SKÓLAVÖRUR
Bækur • Ritföng • Tölvuvörur • Blekhylki
Tónerar og margt fleira
S
ke
ss
u
h
o
rn
2
01
3
Smáralind og Kringlunni
Verið velkomin
Við tökum vel á móti ykkur
Sími 544-4220 - 568-4344
FULL BÚÐ AF FLOTTUM SKÓLAFÖTUM
Á O K K A R F R Á B Æ R A V E R Ð I !
Grunnskólinn í Borgarnesi verð-
ur settur mánudaginn 26. ágúst og
kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
daginn eftir. Er þetta tveimur dög-
um á eftir áætlun, að sögn Krist-
jáns Gíslasonar skólastjóra. Farið
var í miklar framkvæmdir innan-
húss í kjölfar þess að myglusveppur
greindist í nokkuð mörgum rým-
um skólans. Verið er að skipta um
gólfefni og glugga og hefur fram-
kvæmdin verið umfangsmeiri en
áætlað var í fyrstu. Þá hefur skól-
inn að mestu verið málaður, eink-
um eldri hlutinn. Þannig hef-
ur skólabyggingin tekið miklum
stakkaskiptum. Mun skólabyrjunin
þó bera þess nokkur merki að ekki
verður allt tilbúið, að sögn Krist-
jáns. Í tengslum við framkvæmdir
verður frístundaaðstaða eldri nem-
enda bætt, sófum fjölgað og tveim-
ur 50“ sjónvörpum bætt við.
Nemendur skólans verða 285 á
næsta skólaári sem er örlítil fjölg-
un frá því í vor. Nokkrar manna-
breytingar hafa orðið við skólann.
Sex nýir kennarar koma til starfa og
fimm stuðningsfulltrúar og skóla-
liðar. Þessa dagana er verið að
vinna að innleiðingu nýrrar skóla-
námskrár og gengur sú vinna vel,
að sögn Kristjáns. Margt er þar að
baki og núna er verið að fara yfir
námsgreinakaflana. Grunnskólinn í
Borgarnesi kom illa út úr foreldra-
og starfsmannakönnun Skólapúls-
ins í vor í nokkrum þáttum. Segir
Kristján skólastjóri að áhersla verði
lögð á að bæta þá þætti sem foreldr-
ar og starfsmenn voru óánægðastir
með svo sem úrvinnslu eineltis- og
agamála. Eineltisteymi verður starf-
andi við skólann líkt og verið hef-
ur en þó með breyttu sniði. Einn-
ig verður lögð áhersla á uppbygg-
ingu sjálfsmyndar og sjálftrausts
nemenda. „Skólinn starfar eftir
áherslum og hugmyndafræði upp-
byggingarstefnunnar, er heilsuefl-
andi grunnskóli og grænfánaskóli.
Á þessa þætti verður lögð áhersla
en skólinn sækir um grænfánann í
sjötta sinn næsta vor. Hvað varð-
ar viðburði á skólaárinu verður það
nokkuð hefðbundið. Ungmenna-
og tómstundabúðir á Laugum fyrir
9. bekk, skólabúðir á Reykjum fyr-
ir 7. bekk og síðan ýmsar fræðslu-
og skemmtiferðir. Jólaskemmtunin
verður á sínum stað sem og árshá-
tíðin. Vera kann að hún taki ein-
hverjum breytingum,“ segir Krist-
ján Gíslason skólastjóri.
þá
Laugargerðisskóli hefur verðið starf-
andi síðan 1965. Eitt af einkennum
skólans er að hann er skóli í strjálbýli,
nemendur koma af þremur svæðum í
jafn mörgum skólabílum. Fámenni og
mikil breidd einkennir skólann en þar
koma saman börn frá tveggja til sextán
ára. Einnig eru í skólanum mörg tví-
tyngd börn, það er af erlendu þjóð-
erni, sem eykur fjölbreytileika mann-
lífsins.
Kristín Björk Guðmundsdóttir er
skólastjóri Laugargerðisskóla. Skól-
inn verður settur í dag miðvikudaginn
21. ágúst en starfsárinu lýkur í lok maí.
Kristín Björk segir áætlað að 33 börn
verði í skólanum í vetur, 21 á grunn-
skólaaldri og 12 í leikskóladeild. Þrír
nemendur útskrifuðust úr 10. bekk í
fyrra, en tvö byrja nú í 1. bekk. Vegna
fjölgunar í leikskóladeild var bætt við
starfsmanni þar en kennaratímum í
grunnskóladeild er fækkað á móti.
Eru því ekki allir kennarar í fullri
stöðu þetta árið. Kristín Björk skóla-
stjóri segir að skólinn leggi áherslu á
að vinna með heimabyggð nemenda;
umhverfi og búskaparhætti. Göngu-
ferðir eru að haustinu og vordagar
haldnir í samráði við foreldra. Slátur-
dagur var haldinn í fyrra þar sem allir
bjuggu til slátur sem borðað var í skól-
anum. Áætlað er að halda annan slík-
an í haust. Berjatínsla er líka fastur lið-
ur þar sem nemendur búa til eitthvað
úr berjum í heimilisfræði. Allflestir
grunnskólanemendur stunda tónlist-
arnám sem er fléttað inn í stundatöflu
tvo daga í viku.
Traust, virðing, vinátta
Laugargerðisskóli starfar í fjór-
um deildum; leikskóladeild, yngsta
stigi, miðstigi og elsta stigi. Kennar-
ar eru fjórir að meðtöldum íþrótta-
kennara, allt réttindakennarar. Skóla-
stj\óri er menntaður sérkennari og
sér um sérkennslu og lestrargreining-
ar. Tónlistarkennari og smíðakenn-
ari koma einnig til viðbótar í stunda-
kennslu. Tveir starfsmenn verða alltaf
til staðar á leikskóla, en auk þess kenna
kennarar á leikskólastigi. Fjórir skóla-
liðar eru í hlutastörfum og matráð-
ur í fullu starfi. Námskrá skólans hef-
ur verið í endurskoðun síðasta skóla-
ár og sú vinna heldur áfram í vetur.
„Þetta skólaár verður miðstig og elsta
stig mikið saman í hópi en kennar-
ar skipta með sér verkum. Í vetur er
líka áætlaður tími í áhugasviðsval fyrir
nemendur. Ný námskrá og nýtt form
að námsmati, þar sem hæfni einstak-
linga verður meira metin, mun stuðla
að fjölbreyttara námi. Þróunarstarf
verður unnið í samstarfi við Árskóla í
Skagafirði sem á að auka virkni nem-
enda í frímínútum. Verkefnið heit-
ir Vinaliðar og er það norskt að upp-
runa. Þetta tengist einnig vinnu okk-
ar með einkunnarorð skólans; traust,
virðing, vinátta,“ segir Kristín Björk
skólastjóri.
þá
Grunnskólinn í Borgarnesi
Unnið að því að bæta einstaka
þætti skólastarfsins
Stúlkur úr 7. bekk á árshátíð.
Frá vorhátíð 1.-3. bekkja í Skallagrímsgarði í maí síðastliðnum.
Laugargerðisskóli á Snæfellsnesi
Fámenni og breidd í aldri og
þjóðerni einkennir skólann
Nemendur byggja turna úr dagblöðum.
Úr leikskóladeild á síðasta skólaári.