Skessuhorn - 21.08.2013, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2013
Starfs síns vegna þurfa bændur iðu-
lega að aka dráttarvélum á þjóð-
vegum. Í tilkynningu frá trygg-
ingafélaginu VÍS segir að þar sem
dráttarvélar komist ekki jafn hratt
og önnur ökutæki þurfi stjórnend-
ur þeirra að sýna sérstaka varkárni
í umferðinni. „Moksturstæki skal
ávallt hafa um 20-30 cm frá jörðu í
akstri því ella getur það slasað fólk
illa í árekstri við ökutæki sem kem-
ur á móti, sérstaklega ef gafflar eru
framan á ámoksturstækjum. Við
flutning á heyi og öðrum þunga-
vörum þarf að huga vel að hleðslu,
bremsubúnaði og tryggja sýnileika
tækjanna með ljósum og endur-
skini. Ökumaður þarf jafnframt að
sjá vel aftur fyrir sig og liðka fyr-
ir framúrakstri eftir föngum með
því að gefa öðrum vegfarendum
merki þegar aðstæður leyfa. Vert
er að minna alla á að gæta sín vel
þegar beygt er til vinstri út af að-
alvegi. Í slysum sem verða við þær
aðstæður er hraðinn oft mikill og
slysin alvarleg. Margir halda að öll
sökin liggi hjá þeim sem ætlaði að
taka fram úr, en oft liggur 2/3 sak-
ar hjá þeim sem hugðist beygja en
það getur m.a. oltið á vegmerking-
um,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir
sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS
í tilkynningu. mm
Á Snæfellsnesi eru fjölbreyttar
gönguleiðir um einstaka náttúru og
mikið af göngugörpum sem nýta sér
þær. Ferðafélag Snæfellsness fer með
fólk í fjölda gönguferða á ári og sum-
arið nú hefur ekki verið undantekn-
ing. Að fara með fólk í slíkar ferðir
er þó ekki eina verkefni ferðafélags-
ins, heldur vinnur það að merking-
um og stikun gönguleiða víða á Snæ-
fellsnesi. Gunnar Njálsson er for-
maður Ferðafélags Snæfellsness og
einn af stofnendum þess. Félagið var
stofnað 4. júní 2009 og er deild inn-
an Ferðafélags Íslands. Starfssvæði
þess er allt Snæfellsnes austur að
Geirhnjúk í Hnappadal. Blaðamað-
ur Skessuhorns ræddi við Gunnar
um félagið og starfsemi þess.
Tugir manna eru á póstlista ferða-
félagsins og fá þar upplýsingar um
gönguferðir sem í boði eru. „Það er
alltaf ávinningur í að fá sem flesta í
félagið og í vor hvöttum við yngra
fólk til að ganga í félagið og feng-
um við góð viðbrögð,“ segir Gunn-
ar. Ferðafélagið heldur úti heima-
síðunni www.ffsn.is þar sem hægt er
að fylgjast með dagskrá gönguferða,
sem og á Facebook síðu félagsins.
„Veðrið á Snæfellsnesi er þannig
að erfitt getur verið að skipuleggja
göngur langt fram í tímann og því
erum við oft með þriggja til fimm
daga fyrirvara og fólk fylgist með
á vefsíðunni okkar eða á Facebo-
ok. Það hefur reynst mjög vel,“ seg-
ir Gunnar.
Kort með gönguleiðum
„Ferðafélagið hefur hug á að vera í
samstarfi við sveitarfélög á Snæfells-
nesi um að merkja og stika göngu-
leiðir og hefur þegar skrifað öllum
um samstarf þar að lútandi. Við-
brögð eru mismunandi, en þar sem
er áhugi, þarf að fylgja honum eftir.
Okkur finnst það vera hlutverk okk-
ar að hvetja sveitarfélög og jafnvel
landeigendur til að huga að göngu-
leiðum og fleiru í þessum dúr og
vonandi rætist það á næstu árum og
fólk fær að sjá fleiri örnefnamerking-
ar, gönguleiðamerkingar og yfirlits-
skilti. Það hefur áhrif og auðveldar
aðkomu og umferð um Snæfellsnes-
ið,“ segir Gunnar.
Meðlimir ferðafélagsins hafa um
nokkurt skeið unnið að hönnun og
merkingu nýrrar gönguleiðar eft-
ir fjallagarðinum á Snæfellsnesi.
„Vinnuheitið á gönguleiðinni er
Miklabraut. Hún byrjar í Hnappadal
og endar vestur við Snæfellsjökul.
Hún er um 90 kílómetra löng og það
tekur marga daga að fara hana. Þó
er ekki nauðsynlegt að fara hana alla
heldur ræður göngufólk hvar það
byrjar og hvar það endar. Á heima-
síðu okkar er stórt kort þar sem hægt
er að skoða gönguleiðina eftir há-
fjallagarðinum og einnig ljósmynd-
ir,“ segir Gunnar.
Gengur illa að
fá fararstjóra
Gunnar hefur starfað sem land-
vörður fyrir Vatnajökulsþjóð-
garð á hálendinu á milli Hofsjök-
uls og Vatnajökuls í nokkur sumur.
„Þar er ég að stika gönguleiðir um
fjallaskörðin og ganga um svæðið
þvert og endilangt og veita upplýs-
ingar. Það er mikil æfing í að vera
með ferðafólki og þá reynsla sem
ég fæ, hlýt ég að geta notað hér á
Nesinu.“ Erlendir ferðamenn hafa
ekki farið í mikið af gönguferð-
um á vegum félagsins. „Þeir eru þó
duglegir að ganga sjálfir á fjöll eft-
ir að hafa aflað sér upplýsinga um
leiðir og slíkt, enda eru engir far-
arstjórar til að fara með fólkið og
það getur reynst dýrt. Við erum
nokkur sem förum með fólk í ferð-
ir um svæðið, en við erum fá sem
gefum okkur tíma í þetta. Við höf-
um auglýst eftir fararstjórum, en
það hefur ekki gengið vel að fá þá.
Þó væri hægt að hafa laun af þessu
ef vel gengi. Kostnaði við göngu-
ferðir er stillt í hóf en það kostar
um 800-1000 krónur í nokkurra
klukkutíma göngur,“ segir Gunnar
og bætir við: „Göngurnar eru oft
miðaðar við getu þeirra sem koma
í þær.“
Verkefni næstu ára
„Ferðafólk er að auka komur sín-
ar á Snæfellsnes. Það er greinilegt
og margir eru að byggja upp til að
taka á móti þeirri aukningu. Ef við
förum í útivistina, þá er eitthvað
til af sjálfstæðum gönguhópum og
hópar annarsstaðar frá koma hing-
að. Það kemur líka mikið af nýju
fólki í gönguferðirnar hjá okkur og
svo eru alltaf einhverjir sem koma
í næstum allar gönguferðir sem við
bjóðum upp á,“ segir Gunnar.
Gunnar vill að Ferðafélag Snæ-
fellsness vinni meira í samvinnu
við sveitarfélög á svæðinu. „Það
sem stendur oft upp úr er hver
stefna sveitarfélaga á Snæfells-
nesi er gagnvart félögum sem eru
að fara með ferðafólk. Við þurf-
um oft að minna á að við séum til
og tilbúin til að gera þetta í sam-
starfi við sveitarstjórnir í sambandi
við gönguleiðamerkingar og fá að
vera með í þróun ferðamála. Það
er gífurlegur fjöldi ferðamanna að
koma á Snæfellsnes á hverju ári og
við þurfum að bregðast við með
því að finna leiðir til að taka á móti
þessu fólki og bæta aðgengi. Það er
verkefni næstu ára,“ segir Gunnar
að endingu.
sko
Á heimili einu í Jörund-
arholti á Akranesi er
nýlega farið af stað lít-
ið fyrirtæki sem fram-
leiðir vöru sem vænt-
anlega á eftir að nýtast
mörgum vel, ekki síst
foreldrum skólabarna
núna þegar skólarn-
ir eru að byrja. Fram-
leiðsluvara fyrirtækis-
ins merkimidar.is, eru
einmitt merkimiðar til
að merkja ýmislegt, til
dæmis það sem fólk er
gjarnt að týna, svo sem
fatnað, skó, skólavör-
ur og tómstundavörur.
„Ég sjálf var gjörn á að
týna ýmsu þegar ég var
krakki. Það er mér enn
í fersku minni þeg-
ar ég týndi afskaplega
fallegri og góðri úlpu
sem ég var bara búinn
að eiga í eina viku. Ég
var mjög miður mín
út af því og ég man
hvað mamma mín var
sár. Þegar svo barnið
mitt hafði týnt hverjum hlutnum
á fætur öðrum fór ég virkilega að
leiða hugann að því hvort að væri
hægt að bregðast við þessu,“ segir
Elísabet Ingadóttir sem starfrækir
merkimidar.is ásamt manni sínum
Sigurði Dan Heimissyni.
Elísabet segir að þau hafi verið
búin að vinna mikið í því að merkja
ýmsa nytjahluti og fatnað á heim-
ilinu sem hætta var á að týndist,
en það hefði reynst tímafrekt fyrir
þau, enda bæði í fullri vinnu. „Mig
langaði til að finna eitthvað einfalt
út úr þessu, en gaf mér ekki tíma til
þess fyrr en ég fór í fæðingarorlof í
fyrra. Þá datt okkur í hug að leita að
límmiðum sem hentuðu í þetta og
þá merkimiðum sem
þyldu þvott og ent-
ust. Eftir talsverða leit
fundum við miða með
þessum eiginleikum,
og arkir og búnað til
að framleiða miðana.
Fyrirtækið og fram-
leiðslan fór svo af stað í
byrjun júní síðastliðinn
og við höfum þegar
fengið mjög góðar við-
tökur og viðbrögð við
þessu framtaki,“ seg-
ir Elísabet þegar hún
sýnir blaðamanni lím-
miðana sem láta ekki
mikið yfir sér á örk-
inni - eru úr pappír en
þola samt þvott. Elísa-
bet segir að miðarnir
séu til dæmis límdir á
miða sem eru gjarnan í
hálsmáli á flíkum. Hún
segir að áfram verði
unnið að því að útvega
til dæmis merkimiða
til að setja á ullarflík-
ur. „Við munum svo
þróa þetta áfram. Við
höfum til dæmis áhuga á að fram-
leiða miða til að merkja fyrir börn
með ofnæmi,“ segir Elísabet. Hún
er viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands og segir að með merkimid-
ar.is hafi henni tekist að samtvinna
menntunina, áhugamálið og hús-
móðurstarfið.
þá
Bændur hvattir til varúðar við
akstur dráttarvéla á þjóðvegum
Elísabet Ingadóttir með merkimiðana sem þola þvott og eru ótrúlega
notadrjúgir.
Merkimiðar á allt sem ekki á að týnast
Gunnar Njálsson formaður Ferðafélags Snæfellsness.
Margar gönguferðir farnar á hverju ári
Rætt við Gunnar Njálsson formann Ferðafélags Snæfellsness