Skessuhorn - 18.09.2013, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
Vilhjálmur Egilsson rektor Há-
skólans á Bifröst og formað-
ur verkefnisstjórnar tilraunverk-
efnis í Norðvesturkjördæmis um
hækkað menntunarstig kynnti
fyrir fundarmönnum stöðuna í
verkefninu og næstu skref í því.
Að sögn Vilhjálms er framkvæmd
könnunarinnar á lokastigi, búið
sé að taka öll viðtöl en eftir eigi
að ljúka úthringingum. Skessu-
horn hefur áður sagt frá könn-
unni en þátttakendur í henni eru
stjórnendur og forsvarsmenn fyr-
irtækja í kjördæminu auk íbúa á
svæðinu. Þá hafa viðhorf íbúa af
erlendu bergi brotnu verið sér-
staklega könnuð í könnuninni.
„Stóru línurnar liggja fyrir þó
að könnuninni sé ekki lokið. Yfir
heildina séð eru svarendur al-
mennt mjög jákvæðir fyrir að-
gerðum til þess að efla menntun
í kjördæminu og er því stóra nið-
urstaðan sú að mikil eftirspurn sé
eftir þeim. Það veitir framhaldi
átaksins byr í seglin,“ segir Vil-
hjálmur sem segir niðurstöðuna
koma þægilega á óvart. „Svarend-
ur eru spenntir fyrir framhaldinu
og eru því miklar vonir bundnar
við það.“
Fjölþættar aðgerðir
Meðal þess sem fram hefur kom-
ið í könnuninni er að drjúg-
ur meirihluti fyrirtækja á svæð-
inu eru tilbúinn að fjárfesta í auk-
inni menntun starfsmanna sinna
auk þess sem þau virðast vilj-
ug til þess að hækka laun þeirra
starfsmanna sem myndu mennta
sig frekar. Einnig kemur fram að
þörf sé á samráðsvettvangi fyrir-
tækja og menntastofnana í kjör-
dæminu. Vilhjálmur telur brýnt
að verkefninu verði haldið áfram
á grunni þessara upplýsinga sem
fram koma í könnuninni og sé
ljóst að menntastofnanir og sí-
menntunarmiðstöðvar þurfi að
tengjast miklu betur við atvinnu-
líf og fyrirtæki á svæðinu. „Meðal
þeirra aðgerða sem við ætlum að
leggja til er stofnun samráðsvett-
vangs fræðsluaðila og atvinnulífs
með aðkomu sveitarfélaganna, að
sérstakir erindrekar átaksins verði
ráðnir til starfa sem vinni mark-
visst að því með fyrirtækjunum að
þróun fræðslustefnu innan þeirra
svo dæmi sé tekið og að kom-
ið verði upp námsleið í náms-
tækni hjá fræðslumiðstöðvum. Þá
leggjum við til sérstakar aðgerð-
ir vegna iðnmenntunar og heild-
stæðar nálganir á öllum námsstig-
um hvað varðar framboð á námi í
þjónustu og matvælaiðnaði.“
Verkefnin útfærð
á næstunni
Að auki sé ríkur vilji að efla náms-
tækifæri fyrir íbúa af erlend-
um uppruna, meðal annars til að
efla færni fólks í íslensku. „Með-
al þess sem við erum að skoða er
að koma á fót kennaranámskeið-
um fyrir Pólverja, sem eru fjöl-
mennasti hópurinn af íbúum af er-
lendum uppruna á svæðinu. „Við
höfum líka huga á að taka samstarf
við pólskar menntastofnanir vegna
sérhæfðra námskeiða,“ sagði Vil-
hjálmur. Innan skamms verða til-
lögur verkefnahópsins lagðar fyr-
ir stýrihóp menntamálaráðuneyt-
is sem ákveður síðan fyrir sitt leyti
hvort hann sé tilbúinn að hleypa
málinu áfram. „Við eigum þó enn
eftir að útfæra verkefnin frekar
sem við hyggjumst leggja til við
stýrihópinn en það er verkefni
næstu daga og vikna.“
hlh
Eitt stærsta málið sem var til um-
fjöllunar á aðalfundi SSV voru til-
lögur starfshóps að nýju starfs-
skipulagi samtakanna, en hópur-
inn hafði verið skipaður í byrjun
mars á þessu ári af stjórn samtak-
anna. Markmið starfshópsins var að
skoða rekstrarfyrirkomulag á skrif-
stofu SSV og verkefnum samtak-
anna og leggja til úrbætur ef þess
væri þörf. Starfshópinn skipuðu
þau Ólafur Sveinsson, forstöðu-
maður atvinnuráðgjafar SSV, Ingi-
björg Valdimarsdóttir varaformað-
ur stjórnar SSV og Gísli Gíslason
hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem
leiddi vinnuna. Það var síðan Gísli
sem kynnti tillögur hópsins á aðal-
fundinum. Yfir það heila má segja
að tillögur hópsins felist í að hag-
ræða í rekstri SSV, einfalda og skýra
ábyrgð á einstökum verkefnum sem
eru á ábyrgð samtakanna, ná fram
betri nýtingu starfsmanna og að
tryggja betri yfirsýn stjórnenda og
aðildarsveitarfélaga á starfseminni.
Tilefnið þessara ráðagerða eru auk-
in umsvif á vegum SSV sem hafa
sérstaklega átt sér stað á allra síð-
ustu árum, m.a. vegna yfirtöku
samtakanna á ýmsum málaflokk-
um. Nefna má sem dæmi að heild-
arvelta verkefna sem SSV stend-
ur að nemur nú um 900 milljónum
króna á ári, en einungis þrjú sveit-
arfélög í landshlutanum eru stærri
að umfangi.
Horft til Austurbrúar
Róttækasta tillagan sem hópurinn
leggur til snýr að því hvort bjóða
eigi fleiri aðilum að samtökunum,
svo sem fyrirtæki, stofnanir, skóla
eða stéttarfélög, og stofna þannig
vettvang álíkan Austurbrú á Aust-
urlandi sem stofnað var til á síðasta
ári. Tillöguna kallar starfshópurinn
,,Vesturbrú“ í samantekt sinni og
leggur hann til að taka eigi sem fyr-
irmynd það skipulag sem Austurbrú
styðst við í dag, kjósi sveitarfélögin
að þróa SSV í þá átt. Starfshópur-
inn leggur þó einnig til að samtök-
in verði rekin með óbreyttu aðild-
arformi. Fleiri tillögur til breytinga
voru einnig lagðar til sem hópur-
inn leggur áherslu á að nái fram
að ganga óháð því hvernig stjórn-
skipulag og aðild að samtökun-
um verði háttað. Snerta tillögurnar
skipulag á bókhaldi og fjárreiðum
samtakanna, ábyrgð á verkferlum,
upplýsingastreymi og ýmsu öðru.
Bókhald einfaldað
Starfshópurinn leggur til að fjár-
reiður SSV og undirstofnana verði
færðar til bókar á einum miðlægum
stað á skrifstofu SSV en með þessu
telur hópurinn að ná ætti fram vissri
hagkvæmni í rekstri og betri yfirsýn
yfir stöðu mála. Að auki myndi ný
skipan í þessum efnum auðvelda
alla áætlanagerð hjá samtökunum.
Í þeim verkefnum sem gert er ráð
fyrir ráðningu starfsmanna, ýmist
til lengri eða skemmri tíma, telur
hópurinn að ákvörðun skuli verða
tekin af stjórn SSV. Þá leggur hóp-
urinn til að ákvarðanir nefnda sem
hafa í för með sér útgjöld skuli í
öllum tilvikum staðfesta á stjórn-
arfundi til að tryggja að kostnaður
falli innan fjárhagsáætlana og þess
samnings sem til grundvallar ligg-
ur um viðkomandi verkefni. Einn-
ig skuli þóknanir vegna stjórnar-
setu og setu í nefndum verða sam-
kvæmt samþykktum aðalfundar.
Starfshópurinn hvetur jafnframt
til aukins upplýsingaflæðis í tillög-
um sínum og nefnir í því sambandi
að auka útsendingu fundargerða til
sveitarstjórna og að framkvæmda-
stjóri skuli senda frá sér saman-
tekt um stöðu verkefna sem unnin
eru hverju sinni. Ennfremur er lagt
til að framkvæmd verði þjónustu-
könnun meðal aðildarsveitarfélaga
þar sem leitað verði eftir viðhorfum
þeirra til þjónustu SSV og ábend-
inga um það sem betur megi fara.
Þá vill hópurinn að aðalfundur
SSV fari fram í aprílmánuði, en sér-
stakt málþing um ýmis hagsmuna-
mál sveitarfélaganna, sem yrði öðr-
um þræði stefnumótunarvettvang-
ur, í staðinn haldið að hausti.
Markaðsstofan og
Menningarráð lögð
niður
Í samantekt sinni leggur hópur-
inn fram drög að tveimur skipurit-
um fyrir starfsemi SSV, annað fyr-
ir Vesturbrú en hitt fyrir óbreytt
aðildarform. Bæði skipuritin hafa
í för með sér tilfærslur á verkefn-
um og breytingar á formgerð sam-
takanna eins og hún er í dag. Þann-
ig er til dæmis lagt til í báðum út-
færslum að Markaðsstofa Vestur-
lands ehf. verði lögð niður í nú-
verandi mynd og starfsemi hennar
flutt undir atvinnuráðgjöf á skrif-
stofu SSV. Rekstur Markaðsstof-
unnar hefur ekki gengið vel og því
eðlilegra að mynda frekar samráðs-
vettvang undir atvinnuráðgjöfinni
með aðild fagaðila í sérstakri mark-
aðsnefnd. Þannig náist hagræð-
ing að mati starfshópsins auk þess
sem tengsl við fagaðila í greininni
myndu viðhaldast. Verkefni vegna
menningarsamnings við ríkisvaldið,
sem hingað til hafa verið á forræði
Menningarráðs Vesturlands, mælir
hópurinn með að verði færð undir
skrifstofu SSV og að stöðugildi sem
sinnti verkefninu verði lagt nið-
ur. Hópurinn leggur til að úthlut-
un fjár yrði falin sveitarfélögunum
á grundvelli samkomulags sem yrði
byggt á hlutfallsskiptingu. Tekið
skal fram að núgildandi menning-
arsamningur rennur út á þessu ári
og er óljóst hvort hann, eða Vaxtar-
samningur Vesturlands sem einnig
rennur út í árslok, verði endurnýj-
aður, en fyrri ríkisstjórn hafði boð-
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og formaður verkefnisstjórnar.
Fyrirtæki eru jákvæð
fyrir menntunarátaki
Tvær grundvallartillögur lagðar
fram um breytt skipulag SSV
að að samningarnir yrðu færðir á
vettvang sóknaráætlunar.
Landshlutasamtökin
verði skilgreind
Í máli Gísla á aðalfundinum kom fram
að ljóst sé að koma þurfi vissum skikk
á form og tilgang SSV, líkt og hjá
öðrum landshlutasamtökum í land-
inu, sem hafi vaxið töluvert á allra síð-
ustu árum. Ástæðurnar fyrir þessum
vexti eru ýmsar. Til dæmis vilji sveit-
arfélaganna til að leysa sameiginleg
verkefni á samvinnugrundvelli inn-
an landshlutanna og jafnvel áhuga-
leysi þeirra til að sameinast. Þá segir í
samantekt starfshópsins að ríkisvaldið
hefur í auknum mæli sett verkefni yfir
á landshlutasamtökin í stað þess að
leita til sveitarfélaganna sjálfra. ,,Án
vafa er þetta gert í hagræðingarskyni
fyrir ríkið, sem þarf þá aðeins að hafa
samband við þau átta landshlutasam-
tök sem heimilt er að starfrækja.“ Á
það er hins vegar bent af starfshópn-
um að löggjafinn þurfi að skýra bet-
ur hlutverk landshlutasamtakanna í
sveitarstjórnarlögum, ekki síst til þess
að skýra hvaða verkefni þau mega taka
að sér og hvaða verkefni ekki, hvers
konar rekstrarform megi vera á þeim
og hve umfangsmikil ábyrgð sveitar-
félaga á starfsemi þeirra er.
Ákvörðun tekin
í október
Á aðalfundinum var ekki tekin
ákvörðun um hvaða leiðir skuli fara
í skipulagsbreytingunum en þess í
stað var tillögum starfshópsins vís-
að til annars starfshóps sem kem-
ur til með að móta endanlegar til-
lögur fyrir framhaldsaðalfund SSV í
október. Hópurinn mun starfa und-
ir stjórn Páls S. Brynjarssonar sveit-
arstjóra Borgarbyggðar, en í honum
munu sitja oddvitar og framkvæmda-
stjórar sveitarfélaganna í landshlutan-
um. Í vinnu sinni mun hópurinn, auk
skýrslu Gísla-hópsins, styðjast við at-
hugsemdir sem borist hafa frá sveit-
arstjórnum í landshlutanum um mál-
ið. hlh
Gísli Gíslason leiddi vinnu starfshópsins sem vann tillögur að nýju starfsskipulagi SSV.