Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Náðir þú þér í hvalkjöt um daginn? Þórhalla Baldursdóttir Nei, ég gerði það ekki. Arnar Laxdal Nokkra bita já. Gunnar Helgi Baldursson Já, ég náði í kjöt. Heiðar Magnússon Nei ég fór ekki. Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Sigurgeir Freyr Pálmason Ég gerði það reyndar ekki, því ég var of seinn á svæðið. Íþróttadagur fjölskyldunnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæj- ar í Ólafsvík síðastliðinn fimmtu- dag. Þar með hefst formlega að hausti íþróttastarf Víkings/Reyn- is. Fjölmenni var saman komið í íþróttahúsið af þessu tilefni. Þjálf- arar voru á staðnum til að kynna starf vetrarins. Í vetur verður boð- ið upp á fótbolta, fimleika, sund og þá nýbreytni að hefja æfingar fyrir Skólahreysti. Einnig verður hald- ið námskeið í karate, fyrir þá sem hafa áhuga, en það verður kynnt síðar. af Lið landsbyggðarinnar í golfi bar sigurorð af liði höfuðborgarinn- ar í KPMG Bikarnum sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 12. – 14. september. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin er haldin. Keppt var í holukeppni og sigruðu landsbyggð- armenn nokkuð örugglega með 18,5 vinningum gegn 5,5. Meðfram keppninni fór fram áheitagolf sem er nýjung en að þessu sinni söfnuðu kylfingarnir áheitum fyrir Ljós- ið; endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð. KPMG lagði 20.000 kr á hvert högg sem endaði á 16. flöt í keppninni og söfnuðust 540 þús- und krónur sem renna óskiptar til Ljóssins. Tveir Vestlendingar voru í sig- ursveit landsbyggðarliðsins, þau Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borg- arness og Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni Akranesi. hlh Golfklúbbarnir Vestarr í Grund- arfirði og Mostri í Stykkishólmi hafa í yfir tíu ár háð holukeppni sín á milli vor og haust, sem gjarn- an er kölluð „Ryderinn“ eftir sam- nefndri stórkeppni í golfi úti í heimi. Tímabilið byrjar og end- ar hjá klúbbunum með keppninni og í vertíðarlok grilla klúbbfélag- ar þeirra saman. Seinni hluti Ry- derkeppninnar fór fram á golfvell- inum við Suður-Bár í Grundar- firði sl. laugardag. „Mostramenn unnu með sex vinningum í vor og héldu því forskoti í keppninni núna, þar sem jafnt var í mótinu á laugardaginn. Skemmtileg stemn- ing er í þessum keppnum og góð samskipti á milli klúbbanna,“ sagði Dagbjartur Harðarson formað- ur Vestarr í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Um 40 kylfingar tóku þátt í mótinu að þessu sinni og fór það fram við ágætar að- stæður. Dagbjartur segir að golf- áhugi sé talsverður í Grundarfirði. Félagsmenn í Vestarr eru um 120 og þar af er á fimmta tug kvenna í klúbbnum. Létu þær ekki sitt eft- ir liggja í að taka vel á móti gesta- klúbbnum á laugardaginn. þá/ Ljósm. sk. Karlalið Snæfells átti ekki í vand- ræðum með lið ÍR þegar liðin mættust í Stykkishólmi í þriðju um- ferð Lengjubikars karla í körfubolta sl. þriðjudagskvöld. Lokatölur urðu 97:72 og hafa Hólmarar þar með styrkt stöðu sína á toppi D-riðils bikarsins með sex stig. Heldur jafnt var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á um að hafa forystu í fyrsta leikhlutanum sem gestirn- ir leiddu með einu stigi að honum loknum, 21:22. Áfram var jafnfræði með liðunum í öðrum leikhluta en þegar leið á hann sigu Snæfelling- ar nokkrum stigum framúr með góðum leik og leiddu að endingu í hálfleik með sjö stigum, 45:38. Síð- ari hálfleikur var hins vegar eign heimamanna sem réðu lögum og lofum á báðum helmingum vallar- ins. Forskot þeirra var komið í 20 stig að afloknum þriðja leikhluta og varð lokaleikhlutinn einungis formsatriði fyrir liðið klára. Sigurður Þorvaldsson var stiga- hæstur í liði Snæfells með 23 stig, en á eftir honum kom Bandaríkja- maðurinn Zachary Jamarco Warren með 20 stig. Aðrir sem skoruðu fyr- ir Snæfell í leiknum voru Jón Ólafur Jónsson, sem skoraði 13 stig, Stef- án Karl Torfason, einnig með 13, Kristján Andrésson með 10, Sveinn Davíðsson 7, Finnur A. Magnússon 4 og 12 fráköst að auki, Þorbergur Sæþórsson 3, Snjólfur Björnsson 2 og Viktor Alexandersson 2. Snæfell mætti KR í gærkvöldi í Stykkishólmi og lágu úrslit ekki fyr- ir áður en blaðið fór í prentun. hlh S k a l l a g r í m s m e n n þurftu að lúta í lægra haldi gegn öflugu liði Stjörnunnar á úti- velli í Garðabæ sl. mið- vikudag, þegar liðin mættust í þriðju umferð C-riðils Lengjubik- ars karla í körfubolta. Stjörnumenn voru mun öflugri en Borgnesing- ar í leiknum og leiddu hann nán- ast allan tímann. Helst var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta, sem heimamenn þó leiddu að hon- um loknum 29:18. Staðan í hálfleik var síðan 57:41 fyrir heimamenn. Hvorki gekk né rak hjá Borgnes- ingum í seinni hálfleik að minnka muninn og urðu lokatölur 94:77 fyrir Garðbæinga. Nýjasti leikmaður Skallagríms, Grétar Ingi Erlendsson, var stiga- hæstur í liði Skallagríms ásamt Davíð Ásgeirssyni, en þeir skor- uðu báðir 13 stig. Einnig tók Grét- ar 10 fráköst. Næstir komu þeir Egill Egilsson og Sigurður Þór- arinsson með 10 stig hvor. Á eftir þeim komu Valur Sigurðsson með 9 stig, Davíð Guðmundsson með 8, Orri Jónsson og Trausti Eiríks- son með 6 hvor og Kristján Ingi Ómarsson með 2. Með sigrinum komst Stjarnan fram fyrir Skalla- grím í C-riðli og voru Borgnes- ingar fyrir leik sem fara átti fram í gærkvöldi, þriðjudag, í öðru sæti á meðan Garðbæingar vermdu topp- sætið. Skallagrímur spilaði í gær gegn Hamri í Borgarnesi. Leiknum var ekki lokið þegar Skessuhorn var sent í prentun. hlh Svipmynd frá fjölskyldudeginum. Íþróttadagur fjölskyld- unnar í Snæfellsbæ Tap hjá Borgnesingum í Garðabæ Lið Snæfells stillti sér upp til myndatöku eftir leikinn. Ljósm. Sumarliði Ásgeirs. Öruggt hjá Snæfelli gegn ÍR Sigurreifir Mostrafélagar. Mostri vann „Ryderinn“ þetta árið Þátttakendur á mótinu. Lið landsbyggðarinnar fagnar sigri sínum á 18. flötinni í Leirunni. Ljósm. Golfsam- band Íslands. Landsbyggðin sigraði höfuðborgina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.