Skessuhorn - 04.12.2013, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
Berglind Gunnarsdóttir, starfs-
maður í Garðakaffi á Akranesi,
hefur ákveðið að standa fyrir svo-
kölluðum prjónakaffi-kvöldum á
kaffihúsinu. Þangað eru allir vel-
komnir og hvattir til að koma með
prjónana sína eða hvaða handa-
vinnu sem er. „Við ætlum að hitt-
ast og spjalla. Hægt verður að fá
sér kaffi og köku, sitja og hafa það
kósý saman. Kaka dagsins verð-
ur á tilboði. Það er um að gera að
mæta með handavinnuna sína með
sér,“ segir Berglind. Hún prjónar
sjálf og segist hafa vitað af alls kyns
handavinnuklúbbum sem eru í
gangi. Hún nefnir að margar stelp-
ur séu að byrja að prjóna en hafi
litla aðstoð. „Mömmur og ömm-
ur búa kannski ekki á svæðinu.
Þær vilja jafnvel ekki ónáða fólk
með heimsóknum, finnst þær vera
með átroðning ef þær eru að biðja
um hjálp. Þess vegna fannst mér
sniðugt að halda þessi kvöld. Þá
geta þær sem eru nýbyrjaðar feng-
ið hjálp frá þeim sem eru reynd-
ari. Auk þess langaði mig að auka
starfsemina hérna í Garðakaffi.
Það gæti verið gaman að vera hér
með virkan hóp.“ Berglind bæt-
ir því við að ef aðsókn verður góð
og vel gengur er möguleiki á fyr-
irlestrum og kynningum á vörum
tengdum handavinnu.
„Við ætlum að hafa þetta næst
fimmtudaginn 5. desember frá
klukkan 19:30 til 22. Við erum
búnar að hittast einu sinni og ég vil
endilega halda þessu áfram. Hugs-
unin er að hafa þetta tvisvar í mán-
uði, fyrsta og þriðja fimmtudags-
kvöld í hverjum mánuði. Við verð-
um þó bara með eitt kvöld í des-
ember og sleppum seinni dagsetn-
ingunni. Þá er svo stutt til jóla og
allir hafa nóg annað að gera.“ Að
lokum vill Berglind hvetja alla sem
hafa áhuga á prjónaskap eða ann-
arri handavinnu að kíkja í Garða-
kaffi á prjónakvöld. „Bara koma
og eiga notalega stund, skemmta
sér og hlæja. Handavinnufólk er
nefnilega mjög skemmtilegt,“ seg-
ir Berglind Gunnarsdóttir prjóna-
kona að lokum.
grþ
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
ákvað á fundi sínum í síðustu viku
að ráða Signýju Óskarsdóttur sem
nýjan skólastjóra Grunnskólans í
Borgarnesi. Signý kemur til starfa
í grunnskólann frá Háskólanum á
Bifröst þar sem hún hefur starfað
og stundað nám á liðnum árum,
nú síðast sem framkvæmdastjóri
kennslu og þjónustu. Ráðning
hennar markar tímamót í sögu
grunnskólans þar sem hún verð-
ur fyrsta konan til að stýra honum
frá upphafi. Skessuhorn setti sig í
samband við Signýju og ræddi við
hana um nýja starfið og skólann
sem hún segir vera á tímamótum
og eiga mörg sóknartækifæri.
Rætur liggja víða
Blaðamaður hitti Signýju á heim-
ili hennar að Helgugötu 13 í
Borgarnesi sem svo skemmtilega
vill til að var heimili skólastjóra-
hjónanna Guðmundar Sigurðs-
sonar og Hildar Þorsteinsdótt-
ur í marga áratugi. Guðmundur
stýrði skólanum í 20 ár en húsið
er við hlið grunnskólans. Signý,
sem er 41 árs, kveðst vera uppal-
inn Akureyringur þó hún viður-
kenni að sér finnist erfitt að festa
rætur sínar við eitt byggðarlag.
„Ég er fædd á Siglufirði en flutti
fljótlega til Akureyrar ásamt fjöl-
skyldu minni þar sem ég ólst upp.
Síðan lá leið mín í Hveragerði
þar sem ég bjó sem unglingur.“
Skömmu eftir stúdentspróf fór
hún til Ítalíu í tungumálanám og
síðan lá leiðin út á vinnumarkað-
inn. Hún á sterkar rætur á Djúpa-
vogi þar sem hún bjó í mörg ár,
stundaði nám við Kennaraháskól-
ann og starfaði m.a. sem kenn-
ari við grunnskóla bæjarins í sex
ár. Einnig starfaði hún í afleys-
ingum sem sveitarstjóri Djúpa-
vogshrepps og framkvæmdastjóri
heilsugæslunnar á Djúpavogi og
Breiðdalsvík.
Skólinn á Bifröst
mikilvægur
Signý söðlaði um árið 2004 og
flutti þvert yfir landið í Borgar-
fjörðinn þar sem hún hóf nám við
Háskólann á Bifröst. Í Borgarfirði
hefur hún síðan verið búsett allar
götur síðan. „Ég fann mikla þörf
fyrir að breyta til á þessum tíma og
hélt beinustu leið á Bifröst. Ég hóf
nám í viðskiptafræði en færði mig
yfir í HHS (heimspeki, hagfræði,
stjórnmálafræði) sem ég lauk árið
2007. Á Bifröst var vel tekið á móti
mér og námið uppfyllti sannarlega
væntingar mínar. Það er gaman
að horfa til baka og minnast þess
að ég kom einstæð með tvö börn í
nám og ákvað að láta reyna á þetta
í eina önn. En skólaumhverfið var
þægilegt og nemendahópurinn
fjölbreyttur. Ég er viss um að það
hefði verið erfiðara fyrir mig að
fóta mig í námi sem einstæð móðir
í höfuðborginni, fyrir utan þá stað-
reynd að ég hefði ekki getað stund-
að sama nám þar og ég gerði á Bif-
röst,“ segir Signý. „Við þurfum að
varðveita fjölbreytnina í háskóla-
umhverfi okkar þrátt fyrir kreppu-
ástandið og gera okkur grein fyrir
samfélagslegu hlutverki skólanna.
Fórnarkostnaðurinn getur verið
of mikill á móti óskýrum ávinningi
með sameiningu stofnana.“
Stýrði kennslumálum
á Bifröst
Eftir að hafa klárað nám í HHS
Berglind Gunnarsdóttir á kafi í bakstri. Í Garðakaffi eru allar kökur bakaðar á
staðnum. Hægt verður að gæða sér á nýbakaðri köku á prjónakvöldunum.
Koma saman með prjónana
í Garðakaffi
Er bjartsýn fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi
-segir Signý Óskarsdóttir nýráðinn skólastjóri grunnskólans
fór Signý í kennsluréttindanám í
Háskólanum í Reykjavík og hefur
réttindi sem grunn- og framhalds-
skólakennari. Í kjölfarið stund-
aði hún MA nám í menningar-
stjórnun frá Háskólanum á Bif-
röst sem hún útskrifaðist úr í fyrra.
„Ég byrjaði að vinna fyrir Háskól-
ann á Bifröst rétt áður en ég út-
skrifaðist úr grunnnáminu og
hélt áfram að vinna fyrir skólann
meðfram kennsluréttindanáminu
og meistaranáminu. Fyrst starf-
aði ég sem umsjónarmaður fjar-
náms í viðskiptadeild skólans árið
2007 og störf mín þróuðust síðan á
þann veg að ég varð gæðastjóri og
kennsluráðgjafi og nú síðast fram-
kvæmdastjóri kennslu og þjónustu.
Meðal þeirra verkefna sem ég hef
sinnt með mjög hæfileikaríku sam-
starfsfólki var að stýra samstarfi við
aðra háskóla um kennslu í sýndar-
heimum, kynna nýjungar í kennslu-
háttum, aðstoða kennara við inn-
leiðingu hæfniviðmiða í námskeið
og námskrár skólans og almenn
mannauðsstjórnun svo eitthvað sé
nefnt,“ segir hún og telur reynslu
sína frá Bifröst vera gott veganesti
í starf skólastjóra Grunnskólans í
Borgarnesi.
Góður grunnur
Samtalinu víkur þá að grunnskól-
anum. Signý segist hlakka veru-
lega til að setjast í stól skóla-
stjóra og segir hún starfið leggj-
ast einkar vel í sig. Fyrr um dag-
inn sem blaðamaður Skessuhorns
hitti hana hafði hún einmitt heim-
sótt skólann og kynnt sig þar fyrir
starfsfólki og nemendum. „Það var
ánægjulegt að koma í skólann og
það var vel tekið á móti mér. Mér
líst mjög vel á skólann og ég veit að
hann byggir á góðum grunni, enda
er þar að finna fjölbreyttan mann-
auð sem hefur á að skipa hæfileika-
ríku og reynslumiklu fólki. Sjálf hef
ég upplifað faglegt starf skólans á
mjög jákvæðan hátt sem foreldri
og er því afar bjartsýn á framhaldið
fyrir hans hönd. Ég vil byggja ofan
á þennan grunn.“
Víðtækur stuðningur
við uppbyggingu
Skólann segir hún vitaskuld á tíma-
mótum og muni hún setja gott
samstarf á oddinn í því uppbygg-
ingarstarfi sem framundan er. „Ég
vil stuðla að öflugum og góðum
tengslum á milli skólans, foreldra
og sveitarfélagsins og ekki síst við
nemendur. Gamla máltækið sem
segir að það þurfi heilt þorp til að
ala upp barn á því enn vel við,“ seg-
ir Signý sem finnur sterkan vilja hjá
öllum aðilum í skólaumhverfinu
til að taka þátt í uppbyggingunni
framundan. „Ég finn fyrir miklum
áhuga og stuðningi frá sveitarfé-
laginu til að styrkja innviði skólans,
hvort sem það felst í endurnýjun á
starfsaðstöðu eða eflingu á faglegu
starfi. Það þarf að nýta vel tæki-
færi sem bjóðast í gegnum hugsan-
leg samstarfsverkefni og ýta undir
virka og skapandi hugsun. Grunn-
skólinn er yfir 300 manna samfé-
lag kennara og nemenda sem koma
saman á hverjum degi og takast
á við verkefni dagsins í blíðu og
stríðu. Þar á öllum að líða vel og
því er það verkefni okkar allra að
vinna saman að því.“
Skólinn ekkert eyland
Að hennar mati á skólinn að hugsa
stórt og leitast við að vera í farar-
broddi í þróun kennsluhátta og
vera þannig óhræddur við að takast
á við nýjar áskoranir. „Ég hef tölu-
verðan áhuga á því að opna skólann
meira og gera starf hans sýnilegra
með ýmsum hætti. Ég vil einn-
ig efla tengslin við hina skólana í
Borgarbyggð og öðrum sveitarfé-
lögum. Það eru mörg tækifæri að
finna fyrir skólasamfélagið í Borg-
arbyggð. Skóli á ekki að vera neitt
eyland heldur virk og öflug eining í
samfélagsheildinni.“
Signý býst við því að hefja störf
strax eftir áramótin og mun mæta
til starfa full eldmóðs og bjartsýni.
„Ég tel mig vera bjartsýna, lausna-
miðaða og kærleiksríka manneskju
að eðlisfari og hef trú á því að þau
verkefni sem ég tek mér fyrir hend-
ur leysist farsællega. Minn stjórn-
unarstíll byggist á þeirri trú að til
þess að leiða samstarfsfólk að sett-
um markmiðum þarf að gefa því
tækifæri til þess að taka þátt í virkri
sköpun starfsumhverfisins og tæki-
færi til að eflast faglega í starfi. Það
mun ég hafa að leiðarljósi sem
skólastjóri Grunnskólans í Borg-
arnesi.“ hlh
Signý Óskarsdóttir, nýráðinn skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi.