Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 26

Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Aðventan hefst á Vesturlandi Rótarýklúbbur Borgarness hyggst í annað sinn efna til at- vinnusýningar í Borgarnesi. Rótarýmenn héldu atvinnusýn- ingu í febrúar 2012 í Hjálma- kletti sem tókst vonum fram- ar. Þar kynntu 49 fyrirtæki í Borgar byggð og nágrenni starf- semi sína en alls sóttu um þús- und gestir sýninguna. Í tengslum við hana stóðu Rótarýmenn einnig fyrir fjölmennri málstofu þar sem þemað var fyrirtækja- rekstur á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að halda álíka málstofu á sýningunni sem fer fram laugar- daginn 22. febrúar á næsta ári. Sýningin verði að hefð Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðs- sonar forseta Rótarýklúbbs Borg- arness er markmið atvinnusýning- arinnar fjölþætt. Fyrst og fremst er ætlun Rótarýmanna að efla sam- stöðu rekstraraðila í héraðinu, gefa þeim færi á að kynna starfsemi sína á heimavettvangi og skapa jákvætt viðhorf. Hann segir að móttökur síðustu sýningar hafi farið fram úr björtustu vonum Rótarýmanna og þátttakenda og hafi verið mik- il ánægja með framtakið. „Rótarý eru samtök sem vilja fyrst og fremst láta gott af sér leiða og eru áhugasöm um að efla nærsamfélag- ið,“ segir Kristján sem telur sýninguna nauðsyn- legt til að efla samstöðu heimamanna og fyrir- tækja. „Markmið okkar er síðan að sýningin verði sjálfbær og verði að hefð í héraðinu.“ Kristján Rafn vildi að lokum koma á framfæri að áhugasamir þátttakendur eru beðn- ir um að hafa samband við Daníel Inga Haraldsson í síma 897-1090, netfang dih@simnet.is fyrir 20. desember nk. til að tilkynna þátt- töku. Framhald málsins ræðst síðan af viðbrögðum þátttakenda. Boðað verður til fundar og nánari kynn- ingar í byrjun janúar 2014. hlh Slökkvilið Grundarfjarðar fór í sína árlegu heimsóknir í 3. bekk Grunnskólans í Grundarfirði og til elsta árgangs Leikskólans Sól- valla í liðinni viku. Þar frædd- ust krakkarnir um eldvarnir og það sem ber að varast nú þeg- ar að hátíð ljóss og friðar geng- ur í garð. Eflaust fengu einhverjir foreldrar fyrirlestur um eldvarnir frá áhugasömum krökkum þegar heim var komið. Var slökkviliðs- mönnunum vel tekið af krökkun- um. tfk Freisting vikunnar Freistingu vikunnar fengum við að þessu sinni frá Hrönn Ríkharðsdóttur, skólastjóra í Grundaskóla. Hrönn er mikill matgæðingur og var á sínum tíma með bloggsíðu þar sem hún deildi góðum uppskriftum með lesendum. Blaðamaður Skessuhorns hafði einhverju sinni leit- að að uppskrift að heims- ins bestu kjúklingasúpu á veraldarvefnum og fund- ið eina slíka á bloggsíðu Hrannar. Eftir nánari athugun kom í ljós að um var að ræða sömu uppskrift og blaðamaður hafði fengið annars staðar frá en þar gekk hún undir nafninu „Skólastjórasúpa.“ Hrönn fékk uppskriftina upphaflega hjá Einari Viðarssyni, samkennara sínum. Spurningin er hvort nafn- giftin á súpunni góðu hafi breyst eftir að skólastjórinn deildi henni með öðrum? Því verður ekki svar- að hér en við mælum svo sannar- lega með því að þeir sem ekki hafa smakkað Skólastjórasúpu, prófi hana sem fyrst. Auðvelt er að gera súpuna, hún er fljótleg og dásam- leg á bragðið og Hrönn var tilbúin að deila uppskriftinni með lesend- um Skessuhorns. Kjúklingasúpa fyrir 10 – 12 manns 3-4 msk olía 1,5 msk karrý 1/2 - 1 hvítlaukur - marinn 1 púrrulaukur, skorinn smátt 3 paprikur (ein af hverjum lit) Þetta er allt steikt saman í potti en best er að svissa karrý og hvítlauk áður en hinu er bætt út í. 1 dós rjómaostur 1 flaska Heinz chilisósa (verður að vera Heinz) 1 grænmetisteningur 3 súputeningar 1/2 lítri rjómi 1,5 - 2 lítrar vatn salt og pipar Þessu er blandað út í pottinn og látið malla í góðan tíma. Að lokum er bætt í pottinn 6-8 kjúklinga- bringum sem skornar hafa verið í bita, steiktar og kryddaðar vel. Gott er að hafa nýtt brauð með. Við bendum á að brauðbollurnar, sem Hjördís Grímarsdóttir deildi með okkur í Freistingu vikunnar nýlega, eru einstaklega góðar með súpunni. Einnig er gott að hafa mulið Dorritos snakk, rifinn ost og sýrð- an rjóma sem meðlæti og strá því ofan í hverja skál, eftir smekk. Skólastjórasúpan góða Rótarýmenn efna til atvinnusýningar á nýjan leik Frá atvinnusýningu Rótarýklúbbs Borgarness 2012 sem fjöldi fólks skoðaði. Slökkviliðsmenn fræddu börnin um eldvarnir Hefðbundinn jólamarkaður var haldinn í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi, sunndaginn 1. desember. Ingibjörg Gestsdóttir bregður hér á leik við eitt sölu- borðanna. Ljósm. Safnasvæðið Akranesi Laugardaginn 7. desember klukkan 16:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Akratorgi á Akranesi. Jólasveinarnir úr Akrafjalli ætla að mæta ásamt fleiri góðum gestum. Vegna framkvæmda við endurbætur á Akratorgi stóð til að jólatréð yrði á safnsvæðinu á Görðum. Framkvæmdir á torginu hafa hins vegar gengið vel og því hefur verið ákveðið að hafa tréð á sínum hefðbundna stað. Eins og síðustu árin er jólatréð fengið úr Hvammsskógi í Skorradal. Þeir Kristófer Ernir Stefánsson og Guðmundur Antonsson, starfsmenn hjá Gísla Jónssyni ehf., unnu að því í vikunni að reisa tréð á torginu og ganga tryggilega frá því fyrir laugardaginn. Ljósm. mþh Nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar héldu jólatónleika sína 2. og 3. desember. Nemendur skólans á Lýsuhóli halda svo sína tónleika þann 19. desember. Þema tónleikanna að þessu sinni var íslensk jólalög. Valentína Kay skólastjóri bauð gesti velkomna. Nanna Þórðardóttir kennari sá svo um að kynna nemendur sem spiluðu og sungu af hjartans list. Hljómsveit skólans flutti einnig nokkur lög. Einnig var flutt lagið Jólafrí af Hlöðver Smára Oddssyni en hann samdi sjálfur lag og texta. Ljósm. þa. Jólamarkaður kvenfélagsins Gleym mér ei í Grundarfirði var með hefðbundnu sniði fyrstu helgina í aðventu þar sem handverkskonur bæjarins slógu upp sölu- borðum og tóku á móti gestum og gangandi. Hér er Steinunn Hansdóttir. Ljósm.tfk

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.