Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Qupperneq 35

Skessuhorn - 04.12.2013, Qupperneq 35
35MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Fjölmenni var og nánast hvert sæti skipað í Snorrastofu í Reykholti þriðjudagskvöldið 26. nóvember sl. þegar Óskar Guðmundsson rithöf- undur flutti erindi sitt „Dætur dals- ins“. Óskar fjallaði þar um ævi og örlög tíu kvenna á tíu alda skeiði. Elsta konan var uppi á tíundu öld en flestar þeirra sem Óskar greindi frá lifðu á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta 20. aldar. All- ar áttu það sameiginlegt að hafa átt heima um lengri eða skemmri tíma í Reykholtsdal: Reykholti, Deildar- tungu, Hurðarbaki, Breiðabólsstað, Hofsstöðum og fleiri bæjum í ná- grannasveitum. Á eftir fyrirlestri Óskars voru kaffiveitingar og síðan fjörugar um- ræður þar sem hann svaraði fyrir- spurnum áheyrenda. „Þetta voru konur sem buðu aðstæðum sínum birginn. Þær sýndu alúð og hlýju í umhverfi sem var á köflum karl- lægt og hráslagalegt. Sumar þeirra fluttust til Ameríku á þrenginga- tímum í sögu þjóðarinnar. Þær fæddu börn við erfiðar aðstæð- ur og ólu bæði upp eigin börn og þau sem voru vandalaus. Konurnar voru að ýmsu leyti brautryðjendur. Þegar æviferlar þeirra eru skoðaðir kemur fram að þær komu að ótrú- lega fjölbreyttum verkefnum. Þær unnu að ritstörfum, félagsmálum svo sem í hreyfingum ungmenna- félaga og góðtemplara, þær störf- uðu að skógrækt, fræðslumálum og kennslu, hannyrðum, hreinlæt- is- og heilbrigðismálum og ýmis konar atvinnumálum,“ sagði Ósk- ar. Allar þessar borgfirsku konur skiluðu þannig drjúgum dagsverk- um og mörkuðu tvímælalaust sín spor í sögu héraðs og þjóðar. Marg- ar þeirra hafa síðar átt afkomendur sem hafa orðið þjóðþekkt fólk. Það setti skemmtilegan svip á fyrirlestur Óskars í Snorrastofu þetta kvöld að mörg þeirra sem sátu í salnum voru einmitt afkomendur þeirra kvenna sem erindið fjallaði um. „Saga þessara kvenna er mjög merkileg og ætti að geta orðið inn- blástur fyrir ýmsar hugmyndir á sviði menningarmála, hvort held- ur það væru ritverk, útvarpsþættir, heimildamyndir eða jafnvel leikn- ar kvikmyndir. Það er af nægu að taka,“ segir Óskar Guðmundsson. mþh Sigríður Þórarinsdóttir á Hofs- stöðum í Hálsasveit. Giftist Illuga rauða Hrólfssyni. Sigríður hengdi sig í hofinu á Hofsstöðum því hún sætti sig ekki við að maður hennar vildi hafa skipti á konum við annan mann. Dóttir þeirra Illuga var Þur- íður sem giftist Snorra goða Þor- grímssyni. Þórlaug Pálsdóttir í Deildar- tungu. Giftist Þóri hinum auðuga í Deildartungu um 1165. Þau áttu fjölda barna en ekkert þeirra komst til fullorðinsaldurs. Dó í Róm- arför erlendis ásamt manni sín- um og einkasyni, eina barninu sem þau áttu þá á lífi. Af því risu mikl- ar erfðadeilur, svokölluð Deildar- tungumál sem margir telja kveikj- una að íslensku borgarastyrjöldinni sem kölluð er Sturlungaöld. Það var vegna Deildartungumála að Snorra Sturlusyni var komið í fóst- ur að Odda sem mótaði hann mjög. Það leiddi síðan til búsetu hans í Reykholti. Hólmfríður Hannesdóttir, Reyk- holti. Lifði 1641-1731. Prestfrú í Reykholti. Kölluð prófastamóðir því þrír synir hennar urðu prófast- ar, þar af einn þeirra í Reykholti. Mikill skörungur og hannyrðakona sem lést í Reykholti níræð eftir ára- tuga líf sem ekkja. Ragnheiður Eggertsdóttir. Hún ólst upp í Reykholti og bjó síðar á Fitjum í Skorradal. Fædd 1803 á Gilsbakka. Tvígift, ekkja frá ást- ríku fyrra hjónabandi en fráskil- in í seinna hjónabandi. Fjölhæf og skrifaði einna fyrst kynsystra sinna sögur hér á landi. Eftir hana liggja „Sagan af Fertram og Ísól björtu,“ og „Ævintýrið Bangsímon.“ Lést 1878. Um legstað hennar á Suður- landi stendur skrifað: „En þar hvíl- ir í grafarró glæsileg kvenhetja, ein allra nafnkenndasta dóttir Borgar- fjarðar.“ Steinunn Ásmundsdóttir á Hurðarbaki. Fædd 1796. Stein- unn var af hinni þýsku Klingenberg ætt á Akranesi. Þorsteinn Þiðriks- son eiginmaður hennar hvarf 1858 eftir erfisdrykkju og rifrildi við fé- laga sína um fjárkláðann og fannst drukknaður í Hvítá. Hún bjó á Hurðarbaki 1838-1860, átti fjölda barna og er af henni mikill ættbogi á Vesturlandi. Steinunn lést árið 1879. Sigríður Þorsteinsdóttir á Breiðabólsstað. Lifði 1833-1920. Missti fyrri mann sinn Jón Pálsson frá Húsafelli er hann lést úr tauga- veiki. Skapmikil kona sem gust- aði af en var hjálpfús. Flutti svo til Vesturheims með seinni manni sín- um, skáldinu „Þorskabít“ sem var kynslóð yngri en hún. Þrjú barna hennar fóru einnig til Ameríku en tvær dætur urðu eftir hér á landi og eignuðust marga afkomendur. Önnur þessara dætra var Jórunn sem næst greinir frá. Jórunn Jónsdóttir frá Breiða- bólsstað. Fædd 1867. Átti fimm börn með fimm barnsfeðrum sem þótti fáheyrt. Mikil dugnaðarkona og formóðir margra sem síðar hafa reynst skáldmælt fólk og mörg þjóðþekkt. Jórunn lést 1921. Vigdís Jónsdóttir í Deildar- tungu. Hún fæddist 1843 og þótti flestum konum glæsilegri; greind, glaðleg, örlynd og fljóthuga. Hún stjórnaði búi í Deildartungu í yfir 40 ár, fyrst með Hannesi Magn- ússyni bónda sínum en síðar með Jóni syni þeirra – bændahöfðingja á fyrri hluta 20. aldar. Búið efldist mjög í hennar tíð, þar þótti eftir- sótt að komast í vinnumennsku og fátækir fengu ölmusu. Vigdís eign- aðist 11 börn með Hannesi manni sínum. Fjögur dóu í bernsku og tvö á unga aldri. Vigdís í Deildartungu lést 1914. Helga Hannesdóttir á Skáney, dóttir Vigdísdar í Deildartungu. Hún var þekkt ræktunarkona, fædd 1878 og lést 1948. Meðal fyrstu kvenna í héraðinu til að stunda skógrækt og kom í því skyni upp trjáreit ofan við bæjarhúsin á Skán- ey. Hún var einnig mjög áhuga- söm um garðrækt og mikil hann- yrðakona. Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún hafði mikinn áhuga á öllum framfaramálum, var meðal stofnenda Ungmennafélagsins og Kvenfélags Reykdæla. Helga beitti sér meðal annars fyrir því að kom- ið yrði upp vatnssalernum á hverj- um bæ í Reykholtsdalshreppi. Maki hennar var Bjarni Bjarnason organ- isti og bóndi (1884-1979) og eiga þau fjölda afkomenda í dag. Frú Anna Bjarnadóttir í Reyk- holti. Hún var gift séra Einari Guðnasyni prófasti í Reykholt. Anna var fædd 1897, dóttir Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings og konu hans Steinunnar Sveinsdótt- ur. Anna var brautryðjandi á sviði mennta og kennslu. Hún varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1916 og lauk BA prófi í ensku frá Westfield College í Lund- únum árið 1922. Þá var nánast eins- dæmi að íslenskar konur sæktu nám við erlenda háskóla. Hún kenndi við Menntaskólann í Reykjavík, Flensborgarskóla og síðan í Reyk- holtsskóla í 31 ár frá 1933 til 1964. Hún samdi margar kennslubækur á ensku. Hún var elsti stúdent lands- ins þegar hún lést 1991, þá orðin 94 ára gömul. Anna og Einar áttu fimm börn en tvö þeirra dóu á unga aldri. mþh Konurnar sem Óskar fjallaði um Frú Anna Bjarnadóttir í Reykholti (1897-1991). Sigríður Þorsteinsdóttir á Breiðabóls- stað (1833-1920). Jórunn Jónsdóttir frá Breiðabólsstað (1867-1921). Hjónin Vigdís Jónsdóttir (1843-1914) og Hannes Magnússon í Deildartungu (1839-1903). Helga Hannesdóttir á Skáney (1878- 1948). Fullsetin Snorrastofa á fyrirlestri Óskars Guðmundssonar um Dætur dalsins Að loknu erindi voru fyrirspurnir og umræður. Hér ber Bjarni Guðráðsson í Nesi fram fyrirspurn. Eiginkona hans Sigrún Einarsdóttir er við hlið hans. Óskar Guðmundsson flytur fyrirlestur sinn í Snorrastofu. Snorrastofa fullsetin undir fyrirlestri Óskars.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.