Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 38

Skessuhorn - 04.12.2013, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Af hverju ætti fólk að vera á Facebook eða öðrum samfélagsmiðlum? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Kristrós Erla Bergmann Baldursdóttir Til að vera í betri tengslum við vini sína sem búa annars staðar. Sigurður Heiðar Guðjónsson Því nú til dags er flestur félags- skapur á netinu. Karen Alda Þorvaldsdóttir Til að eiga samskipti við fólk sem býr langt í burtu. Sóley Lind Hilmarsdóttir Af því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í heiminum. Hlynur Sævar Jónsson Til þess að geta talað við ann- að fólk. Unglingar í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi standa fyrir ár- legu jólaútvarpi sínu í næstu viku í miðstöðinni. Útsending hefst sam- kvæmt venju kl. 10 mánudaginn 9. desember með ávarpi útvarpsstjóra sem að þessu sinni er Klara Ósk Kristinsdóttir. Útvarpið stendur yfir fram til föstudagsins 13. desember og er dagskráin og framkvæmd út- sendinga borin uppi af nemendum í 8.-10. bekk Grunnskólans í Borg- arnesi. Aðrir leggja einnig hönd á plóg. Í dagkránni er einnig að finna efni frá öllum bekkjum GB, frá unglingadeildum Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi, frá Laugargerðis- skóla og loks nemendum Mennta- skóla Borgarfjarðar. Á lokadegi út- varpsins verður síðan efnt til pall- borðsumræðna um sveitarstjórnar- mál í Borgarbyggð og verða í hljóð- stofu m.a. Páll S. Brynjarsson sveit- arstjóri og Björn Bjarki Þorsteins- son formaður byggðarráðs. Þetta er í 21. skipti sem jólaút- varpið fer fram og er mikill hug- ur í aðstandendum þess sem eru á fullu þessa vikuna að undirbúa út- sendingu, að sögn Sigurþórs Krist- jánssonar umsjónarmanns Óðals. FM tíðni útvarpsins er sem fyrr 101,3 en Sigurþór minnir á að út- sending fer einnig fram á vefnum í boði Nepals hugbúnaðar. Hlust- endur um víða veröld ættu því ekki að vera í vandræðum með að heyra í borgfirskum ungmennum í jóla- skapi. hlh Jólatónleikar Stórsveitar Snæfells- ness voru haldnir að kvöldi 1. des- ember sl. í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Stórsveitin fékk Karla- kórinn Kára og sjö einsöngvara til liðs við sig. Dagskráin samanstóð af sígildum jólalögum og dægur- jólalögum og því fengu allir, ung- ir og aldnir, að heyra sín uppáhalds jólalög. Öllu var til tjaldað í hljóð- kerfi, hljóðblöndun og ljósum og var því um stórkostlega hljóðræna og sjónræna upplifun að ræða. Við sama tækifæri var vígt nýtt svið í FSN, sem keypt hefur verið og sett upp fyrir gjafafé. Stórsveit Snæfellsness er skip- uð ungu fólki af Snæfellsnesi og er rekin í samstarfi við Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Baldur Orri Rafnsson hefur stjórnað sveitinni frá því hún tók til starfa. Á þeim stutta tíma hafa þessir ungu tón- listarmenn náð ótrúlegum árangri og tónleikar þeirra með flottustu menningarviðburðum á Snæfells- nesi. mm/ Ljósm. tfk Skagamenn léku sl. laugardag æfingarleik gegn annarrar deildar- liði Gróttu og fór leikur- inn fram við erfiðar aðstæð- ur á Seltjarnarnesinu, hvassviðri og rigningu. ÍA tefldi fram mjög ungu liði í leiknum þar sem nokkur for- föll voru í hópnum. ÍA var tveim- ur mörkum yfir í hálfleik og sigr- aði 5:1. Jón Vilhelm Ákason skor- aði þrennu og Eggert Kári Karsson tvö mörk. Eins og áður segir voru nokkur forföll í leikmannahópi ÍA. Ármann Smári, Garðar Gunnlaugs og Páll Gísli fengu frí. Albert Haf- steinsson var á æfingu með U19 ára landsliðinu, en Ólafur Valur Valdimarsson, Andri Adolphsson og Aron Ýmir eru meiddir. Hall- ur Flosason veikur og Gylfi Veig- ar Gylfason í prófi. Ný nöfn í leik- mannahópnum voru Steinar Æg- isson sem hefur verið til reynslu að undanförnu en hann er upp- alinn hjá Aftureldingu og á ættir að rekja til Akraness. Steinar Þor- steinsson sem fæddur er 1997 var að spila sinn fyrsta leik í byrjunar- liði með meistaraflokki og Arnór Snær Guðmundsson spilaði sinni fyrsta leik eftir að hafa gengið til liðs við ÍA frá Aftureldingu í byrj- un nóvember. Gunnlaugur Jóns- son þjálfari var mjög ánægður með leikinn, baráttuna og frammistöðu leikmanna, ekki síst þeirra sem voru að stíga sín fyrstu skref í meistara- flokki og ungrar varnarlínu. þá Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdótt- ir frá Akranesi er um þessar mundir að takast á við stærstu áskorun sem hún hefur tekið í íþróttinni og sínu lífi. Hún afsalaði sér áhugamanna- réttindum um miðjan september- mánuð síðastliðinn og hefur sett stefnuna á að verða atvinnumaður í golfi. Valdís Þóra er komin út til Marokkó þar sem úrtökumót fyr- ir Evrópumótaröðina hefjast í vik- unni. Á morgun, fimmtudaginn 5. desember, byrja fyrstu mótin og keppir Valdís Þóra á móti í borg- inni Rabat. Stendur mótið yfir í fjóra daga og endar á sunnudag- inn. Um 30 efstu á mótinu kom- ast áfram, en það fer eftir árangri stúlknanna í samanburði við kepp- endur á öðru úrtökumóti hve marg- ar fara áfram. Takist Valdísi Þóru að komast áfram fer hún á næsta stig úrtökumótanna sem fram fer í borginni Marrakech dagana 14.- 17. desember. Takist Valdísi Þóru að verða meðal 60 efstu á því móti kemst hún í lokahringinn sem fram fer næsta dag, 18. desember. Þrjá- tíu fyrstu eftir lokahringinn kom- ast beint í evrópsku mótaröðina en þeir sem verða í 31.-60. sæti fá tak- markaðan rétt, það er fá keppnis- rétt í ákveðnum mótum. Valdís æfði við frábærar aðstæð- ur í Orlando í Bandaríkjunum í tvo mánuði í haust og byrjun vetrar og var nýkomin þaðan þegar hún hélt til Marocco um síðustu helgi. Þar æfði hún undir leiðsögn þjálfara frá Dallas í Texas Jake Sandusky og þá hafi Nökkvi Gunnarsson golfþjálf- ari verið henni innan handar. Val- dís sagðist í samtali við Skessu- horn vera vel undirbúin og teldi sig eiga ágæta möguleika að ná stóra takmarkinu að komast í Evrópu- mótaröðina. „Ég hef æft mjög vel og hef spilað vel á æfingum. Leik- formið virðist vera gott og ég fer full sjálfstrausts til Marocco. Fyrsta takmarkið hjá mér verður að kom- ast áfram úr fyrsta mótinu og þá gefst tími til að undirbúa sig fyrir næsta takmark,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir. Hún vill koma á fram- færi kæru þakklæti til allra þeirra sem styrkt hafa hana í undirbún- inginum, ekki síst félaganna í Golf- klúbbnum Leyni og fyrirtækja á Akranesi og víðar. þá Ungt Skagalið með góðan sigur á Gróttu Stórsveit Snæfellsness hélt jólatónleika Valdís Þóra á úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina Jólaútvarp Óðals í loftið í næstu viku Útsendingar FM Óðals fara fram í Félagsmiðstöðinni Óðal við Gunnlaugsgötu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.