Skessuhorn - 04.12.2013, Side 39
39MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.ALLT AÐKG45
Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu.
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og
hámarksþyngd 45 kg.
ALLT
AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5 m
KG45
Skallagrímsmenn náðu
loksins að sýna sitt rétta
andlit sl. fimmtudags-
kvöld þegar þeir sigr-
uðu Valsmenn í 8. umferð
Dominos deildar karla í körfubolta.
Lokatölur urðu 83:102 og lyftu
Borgnesingar sér þar með úr fallsæti
í deildinni. Leikurinn fór hressilega
af stað og var nokkuð ljóst að bæði
lið voru tilbúin í slaginn. Borgnes-
ingar voru þó ívið betri og leiddu
þeir með einu stigi eftir fyrsta leik-
hluta og síðan sex stigum í hálfleik,
44:38. Engu breytti þó að Banda-
ríkjamaðurinn Oscar Bellfield hafi
orðið að fara meiddur af velli í
fyrsta leikhluta hjá Skallagrími eftir
tognun í læri, maður kom í manns
stað.
Borgnesingar mættu síðan
sprækir til leiks í seinni hálfleik og
náðu fljótlega tíu stiga forskoti um
miðjan þriðja leikhluta. Valsmenn
bitu í skjaldarrendur og söxuðu
muninn á nýjan leik niður í fimm
stig undir lok leikhlutans; 64:69. Í
fjórða leikhluta sýndu Skallagríms-
menn frábæra takta og var frammi-
staða þeirra ein sú besta á leiktíð-
inni til þessa. Munaði sérstaklega
um framlag Páls Axels Vilbergsson-
ar sem skoraði alls 15 stig í leikhlut-
anum. Lokatölur því 83:102 fyrir
Skallagrím.
Stigahæstur í liði Skallagríms var
Grétar Ingi Erlendsson sem átti
frábæran leik með 21 stig og 13 frá-
köst. Næst á eftir komu þeir Eg-
ill Egilsson og Páll Axel Vilbergs-
son með 18 stig hvor. Orri Jóns-
son kom næstur með 16 stig og 7
stoðsendingar, Trausti Eiríksson
var með 11 stig, Davíð Ásgeirsson
9, Oscar Bellfield 5, Ármann Örn
Vilbergsson 3 og Sigurður Þórar-
insson 1.
Skallagrímsmenn verma eft-
ir leikinn 10. sæti deildarinnar
með fjögur stig. Næsti leikur liðs-
ins í Dominos deildinni er á morg-
un, fimmtudag gegn toppliði KR
heima í Borgarnesi.
hlh
Inga Elín Cryer sund-
kona frá Akranesi keppti
á Íslandsmeistaramótinu
í 25m laug sem fram fór
nýverið. Þar synti hún
í 400m og 800m skrið-
sundi, 200m og 50m
flugsundi ásamt því að
vera í fimm boðsund-
ssveitum. Inga Elín sigr-
aði í 400m / 800m skrið-
sundi og 200m flugsundi,
varð í öðru sæti í 50m
flugsundi. Samtals vann
hún til sex gullverðlauna
og þriggja silfurverð-
launa á mótinu. Inga Elín
náði lágmörkum á EM
(Evrópumeistaramótið)
í 400m og 800m skrið-
sundi en mótið verður
haldið í Herning í Dan-
mörku dagana 11.-15.
desember nk. Spenn-
andi verður að sjá hvern-
ig henni á eftir að ganga
þar, en Inga Elín kveðst
staðráðin í að gera sitt
besta og verða landi og
þjóð til sóma.
Inga Elín fór í tvær
mjög stórar og erfið-
ar kjálkaaðgerðir á liðnu
ári. Þá fyrri 29. nóvem-
ber 2012 og aftur í byrjun
febrúar 2013. Ekki síst í
ljósi þessa telst þetta vera
frábær endurkoma hjá
þessari flottu sundkonu.
mm
Snæfell og Skallagrímur eru úr
leik í Powerade bikarkeppni karla í
körfubolta eftir að liðin biðu lægri
hlut í leikjum sínum á sunnu-
dagskvöldið, þegar 16 liða úrslit
bikarsins fóru fram. Snæfell lék
gegn spútnikliði Hauka á útivelli í
Hafnarfirði. Hólmarar höfðu yfir-
höndina í fyrri hálfleik og komust
mest 13 stigum yfir í miðjum öðr-
um leikhluta. Hafnfirðingar létu
ekki deigan síga og söxuðu á for-
skot Hólmara fyrir hálfleik og var
staðan þá 45:51. Haukar bættu svo
um betur og komust yfir í þriðja
leikhluta og var staðan í lok leik-
hlutans 66:65 fyrir heimamenn.
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu
til að ná forystunni á nýjan leik í
lokaleikhlutanum en án árangurs.
Lokatölur því 87:84 fyrir Hauka.
Stigahæstur í liði Snæfells í leikn-
um var Bandaríkjamaðurinn Vance
Cooksey með 27 stig. Á eftir hon-
um komu síðan Pálmi Freyr Sig-
urgeirsson með 15, Stefán Kar-
el Torfason 13, Sigurður Á. Þor-
valdsson 12, Finnur Atli Magnús-
son 9, Sveinn A. Davíðsson 5 og
Kristján P. Andrésson 3.
Heillum horfnir
án Páls Axels
Í Borgarnesi tóku Skallagrímsmenn
á móti liði Þórs frá Þorlákshöfn.
Nokkuð jafnt var með liðunum í fyrri
hálfleik en Skallagrímsmenn voru þó
skrefinu framar og leiddu lengst-
um. Undir lok annars leikhluta sigu
Sunnlendingar hins vegar fram úr og
höfðu yfir í hálfleik 51:48. Borgnes-
ingar komu heillum horfnir til leiks í
seinni hálfleik og fylgdust með Þórs-
urum raða niður hverri körfunni á
fætur annarri. Ráðaleysi var í vörn
og sókn heimamanna sem gestirnir
nýttu sér óspart. Staðan að loknum
þriðja leikhluta var 83:66. Sama lán-
leysi var allsráðandi í lokaleikhlutan-
um hjá heimamönnum og urðu loka-
tölur 108:80.
Orri Jónsson var stigahæstur í liði
Borgnesinga í leiknum með 16 stig
en á eftir honum kom Grétar Ingi
Erlendsson með 14. Þá skoruðu Eg-
ill Egilsson 12, Oscar Bellfield 11,
Trausti Eiríksson og Davíð Guð-
mundsson 9 hvor, Sigurður Þórar-
insson 5, Ármann Vilbergsson 3 og
Davíð Ásgeirsson 1. Liðið lék án Páls
Axels Vilbergssonar í leiknum. hlh
Taphrina Skallagríms-
manna í Dominos deild
karla í körfubolta hélt
áfram í gær þegar liðið
beið lægri hlut gegn Þór
frá Þorlákshöfn 110:91 á heimavelli
Þórs. Borgnesingar sáu vart til sól-
ar í leiknum sem Þórsarar stýrðu
með umtalsverðum yfirburðum.
Fyrsti leikhluti var þó fremur jafn
en staðan að honum loknum var
28:22 fyrir heimamenn. Allt öðru
máli gegndi um annan leikhluta þar
sem Þórsarar gjörsamlega kjöld-
rógu Borgnesinga. Gestirnir skor-
uðu einungis 11 stig í leikhlutan-
um á móti 36 stigum heimamanna.
Staðan í hálfleik var því 64:33 fyr-
ir Þór. Heimamenn héldu upp-
teknum hætti í þriðja leikhluta,
bættu við forskot sitt og var stað-
an 91:56 þeim í vil eftir leikhlutann.
Borgnesingar náðu hins vegar að
rétta sinn hlut í lokaleikhlutanum,
skoruðu 37 stig á móti 19 stigum
heimamanna sem dugði hins vegar
ekki til þar sem munurinn á liðun-
um var orðinn alltof mikill. Loka-
staðan því 110:91.
Atkvæðamestur í liði heima-
manna í gær var Páll Axel Vil-
bergsson sem skoraði 35 stig og
hirti 8 fráköst. Grétar Ingi Er-
lendsson kom næstur með 19 stig
og þá skoraði Oscar Bellfield nýj-
asti leikmaður liðsins 18 stig en
hann gaf einnig 9 stoðsendingar.
Einnig skoruðu Egill Egilsson 7,
Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ás-
geirsson 4, Trausti Eiríksson 2 og
Orri Jónsson 1.
Borgnesingar vilja vafalaust
gleyma þessari sneypuför til Þor-
lákshafnar sem allra fyrst. Lið-
ið mun þó þurfa að mæta Þórs-
urum aftur á sunnudaginn kem-
ur þegar liðin mætast í 16-liða úr-
slitum Powerade bikarsins í Borg-
arnesi. Í Dominos deildinni sitja
Skallagrímsmenn áfram í 10. sæti
með einungis 2 stig og er jafnt
KFÍ og Val sem eru í 11. og 12.
sæti. Næsti leikur liðsins er gegn
Val á fimmtudaginn í Reykjavík og
verður um afar mikilvægan leik að
ræða fyrir bæði liðin sem eru orð-
ið langeyg eftir sigri.
hlh
Snæfellskonum fataðist flugið í
toppbaráttunni sl. miðvikudags-
kvöld þegar þær töpuðu naumlega í
Hólminum 60:64 fyrir KR í Dom-
inosdeildinni. Á sama tíma vann
Keflavík nágranna sína í Njarðvík
og Haukar lögðu Val. Keflavík er
á toppnum með 20 stig, Snæfell í
öðru sæti með 18 stig og Haukar í
því þriðja með 16 stig.
Leikurinn byrjaði rólega í Hólm-
inum og var jafn allan fyrri hlutann.
Gestirnir voru einu stigi yfir í hálf-
leik 27:28. KR stúlkurnar komu bet-
ur inn í seinni hálfleikinn og náðu
sjö stiga forskoti, 29:36. Snæfells-
stúlkur reyndu að bregðast við en
virtust ekki hafa árangur sem erfiði
því áfram var KR með frumkvæð-
ið og náði stöðunni 35:43. Forskot
KR var sjö stig eftir þriðja leikhluta
41:48. Snæfellsstúlkur reyndu hvað
þær gátu í fjórða hluta að saxa á en
lítt gekk lengst af. Þegar 49 sek-
úndur voru eftir tókst heimastúlk-
um að minnka muninn í þrjú stig,
57:60. KR átti boltann og settu nið-
ur tvö stig 57:62 en þá kom Helga
Hjördís með stóran þrist fyrir Snæ-
fell 60:62 og 21 sekúnda eftir. Snæ-
fellsstúlkur brutu og KR setti niður
tvö stig 60:64 sem urðu úrslit leiks-
ins. Sanngjarn sigur KR og Snæ-
fellsstúlkur ekki líkar sjálfum sér
frá síðustu leikjum. Hjá Snæfelli
var Chynna Brown stigahæst með
21 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta.
Hildur Sigurðardóttir skoraði 14
stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoð-
sendingar. Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir skoraði 8 stig og tók 8
fráköst, Guðrún Gróa Þorsteins-
dóttir 6 stig og 7 fráköst, Hugrún
Eva Valdimarsdóttir 5 stig og 7
frák., Eva Margrét Kristjánsdóttir 5
stig og Rebekka Rán Karlsdóttir 1.
Hjá KR var Ebone Henry atkvæða-
mest með 27 stig og 19 fráköst.
Í næstu umferð fá Snæfellskonur
Hauka í heimsókn sunnudaginn 8.
desember. þá
Ekki tókst Snæfelling-
um að fylgja eftir góðu
gengi í Dominosdeild-
inni að undanförnu þeg-
ar Stjörnumenn komu í
heimsókn í Hólminn sl. fimmtu-
dagskvöld. Stjörnumenn reyndust
þar talsvert sterkari og unnu góðan
107:85 sigur. Með sigrinum höfðu
þeir sætaskipti við Snæfellinga í
deildinni, en bæði liðin eru með 8
stig og eru í 7. og 8. sæti. Leikur-
inn byrjaði fjörlega og allt útlit fyr-
ir jafnan og spennandi leik, svo sem
í stöðunni 12:12 og 16:16. Stjarnan
var yfir eftir fyrsta leikhluta 26:19
og komst síðan í tíu stiga mun strax
við upphaf annars leikhluta, 31:21.
Þrátt fyrir að Snæfelli tækist aðeins
að kroppa í það voru Stjörnumenn
sterkari og höfðu 16 stiga forskot í
hálfleik 54:38.
Snæfellingar byrjuðu seinni hálf-
leikinn ágætlega og virtust á góðri
leið með að komast vel inn í leik-
inn og jafnvel gera hann að sínum.
Þeir komust nær í 60:69 með Finn
Atla og Pálma Frey ansi einbeitta
og liðsfélagarnir voru með á nótun-
um. Hafþór Ingi lagði inn þrist og
Sigurður Þorvaldsson fór á línuna
og kláraði tvö víti. Þvílík innkoma
Snæfells og staðan orðin 67:69 fyrir
Stjörnuna. Gestirnir voru ekki á því
að leyfa heimamönnum að ná yfir-
höndinni og komst í níu stiga forskot
fyrir lokakaflann, 76:67. Stjörnu-
menn komu síðan einbeittir á loka-
sprettinn með sömu baráttu og fyrr í
leiknum. Þeir komu sér strax í þægi-
legt forskot 69:85 og síðan 71:92. Þá
var orðið formsatriði að klára leik-
inn og lokatölur eins og áður segir
107:85 fyrir Stjörnuna.
Hjá Snæfelli var Vance Cook-
sey langatkvæðamestur með 30 stig,
Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sig-
urður Þorvaldsson 12, Sveinn Arnar
Davíðsson 11, Hafþór Ingi Gunn-
arsson 6, Finnur Atli Magnússon
5, Stefán Karel Ólafsson 4 og Jón
Ólafur Jónsson 2. Hjá Stjörnunni
voru Matthew James Hairston með
31 og Marvin Valdimarsson 29.
Næst mætir Snæfell Ísfirðingum
vestra nk. föstudagskvöld, 6. des-
ember. þá
Sneypuför hjá
Skallagrímsmönnum
Orri Jónsson var stigahæstur í liði Skallagríms í gær.
Karlaliðin úr leik í
Powerade bikarnum
Snæfellskonur féllu af toppnum
Snæfellingar lágu fyrir sterkum Stjörnumönnum
Borgnesingar aftur á sigurbraut
Inga Elín náði lágmörkum á EM