Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR
Önnur ytri einkenni kynþroska hjá drengjum, en
hér hafa verið nefnd eru mun síður fallin til
marktækra samanburðarrannsókna. I svissnesku
langtímarannsókninni fannst til dæmis að meðal-
aldur drengja með fyrstu raddbreytingar (mútur) var
14,60 ár (5). Mjög mikill breytileiki er þó í raddbreyt-
ingum drengja og erfitt að merkja hvænær þær byrja.
Skakkebæk og félagar í Danmörku gerðu tilraunir til
að meta fyrstu sæðisfrumuframleiðslu pilta (sper-
marche) og fundu að meðalaldur við fyrstu sæðis-
frumuframleiðslu hjá dönskum piltum var 13,70 ár
(11,70-15,00) (14).
Flestar rannsóknamiðurstöður benda til að
kynþroski og vöxtur unglinga á Norðurlöndum og'
Vestur-Evrópu fylgi svipuðu ferli og að íslenskir
drengir skeri sig ekki úr hvað varðar tímasetningu
eða hraða kynþroska.
Frávik í þroska geta oft verið einkenni um
sjúkdóma og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir
eðlilegum mörkum kynþroska í hverju samfélagi.
Með vaxandi flutningi fólks af ýmsum kynþáttum til
landsins er nauðsynlegt að hafa í huga að verulegur
munur er á upphafi kynþroska í hinum ýmsu heims-
hlutum. Til dæmis má nefna að á Norðurlöndum er
algengast að finna ótímabæran kynþroska hjá
stúlkum sem ættaðar eru frá Asíulöndum.
I samantekt hefur rannsókn okkar á líkamsþroska
íslenskra drengja sýnt, eins og raunar hefur verið lýst
í fyrri rannsóknum erlendis, að tímamörk eðlilegs
kynþroska eru víð og ennfremur er mikill breytileiki
í hraða kynþroskans milli einstaklinga. Mikilvægt er
að þeir sem starfa að heilsugæslu barna geri sér grein
fyrir þessum breytileika. Pannig má forðast óþarfa
áhyggjur, ef þroskaeinkenni barnsins eru innan
eðlilegra tímamarka, en jafnframt gera ráðstafanir til
rannsókna þegar þess gerist þörf.
Þakkir
Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði íslands.
Höfundar þakka sérlega öllum þeim skóla-
hjúkrunarfræðingum, víðs vegar um landið, sem
lögðu fram ómælda vinnu við framkvæmd og skipu-
lagningu rannsóknarinnar.
Heimildir
1. Marchall WA, Tanner JM. Variations in pattern of pubertal
changes in boys. Arc Dis Child 1970; 45:13-23.
2. Wheeler MD. Physical changes at puberty. In: Styne DM, ed.
Endocrinology and Metabolism Clinics of North America.
Philadelphia: W.B. Saunders; 1991; 20:1-14.
3. Tanner J, Whitehouse R, Clinical longitudinal standards for
height, weight, height velocity, weight velocity, and the stages
of puberty. Arch Dis Child 1976; 51:170-9.
4. Largo RH, Prader A. Pubertal development in Swizz girls.
Helv Paediatr Acta 1983; 38: 229-43.
5. Largo RH, Prader A. Pubertal development in Swizz boys.
Helv Paediatr Acta 1983; 38:211-28.
6. Taranger J, Engström I, Lichtensten H, Svenberg-Redegren I.
Somatic Pubertal Development. Acta Pediatr Scand Suppl.
1976; 258:121-35.
7. Roede MJ, van Wieringen JC. Growth Diagrams 1980.
Tijdschrift vor Sociale Gezondheidszorg 1985; Suppl. 63:1-34.
8. Harlan WR, Harlan EA, Grillo GP. Secondary sex
characteristics of girls 12-17 years of age: The U.S. Health
Examination Survey. J Ped 1980; 96: 1074-8.
9. Harlan WR, Grillo GP, Cornoni-Huntley J, Leaverton PE.
Secondary sex characteristics of boys 12-17 years of age: The
U.S. Health Examination Survey. J Ped 1979; 95: 293-7.
10. Dagbjartsson A, Þórsson ÁV, Pálsson G, Arnórsson VH. Hæö
og þyngd íslenskra barna og unglinga 6-20 ára. Læknablaðiö
2000; 86: 509-14.
11. Pórsson ÁV, Dagbjartsson A, Pálsson G, Arnórsson VH.
Kynþroski íslenskra stúlkna. Læknablaðið 2000; 86: 649-53.
12. Zachmann M, Prader A, Kind HP, Haflinger H, Budliger H.
Testicular volume during adolescence. Cross-sectional and
longitudinal studies. Helv Paediatr Acta 1974; 29: 61-72.
13. Magnússon ÞE. Meðalaldur íslenskra stúlkna við fyrstu tíðir.
Læknablaðið 1980; 66:110-3.
14. Marchall WA, Tanner JM. Variations in pattern of pubertal
changes in girls. Arc Dis Child 1969; 44: 291-303.
15. Tanner JM, Whitehouse RH, Marubini E, Resele LE The
adolescent growth spurt of boys and girls of the Harpenden
Growth Study. Ann Hum Biol 1976; 3:109-26.
16. Nielsen CT, Skakkebaek NE, Darling JA, Hunter WM,
Richardson DW, Jorgensen M, et al. Longitudinal study of
testosterone and luteinizing hormone (LH) in relation to
spermarche, pubic hair, height and sitting height in normal
boys. Acta Endocrinol Suppl 1986; 279: 98-10.
Læknablaðið 2000/86 659