Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 26

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 26
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN r Tafla 1. Staðsetning frumæxlis hjá 55 sjúklingum með lifrarmeinvörp sem voru af óþekktum uppruna við greiningu. Staösetning æxlis Karlar Konur Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutfall (%) Bris 9 (29) 6 (25) Ristill/endaþarmur 8 (26) 4 (17) Lunga 7 (23) 6 (25) Gallblaðra/gallvegir 1 (3) 4 (17) Magi 3 (10) 0 (0) Brjóst 0 (0) 2 (8) Lifur 2 (6) 0 (0) Smáþarmar 1 (3) 1 (4) Nýrnaskjóða 0 (0) 1 (4) Samtals 31 (100 24 (100) Staósetning frumæxlis Nýrnaskjóða Smáþarmar Lifur Brjóst Magi Gallblaöra/gallvegir Lunga Ristill/endaþarmur Bris 0123456789 10 Fjöldi sjúklinga □ Konur “Karlar Mynd 1. Staðsetning frumœxlis hjá 55 sjúklingum sem greindir voru með lifrarmeinvörp af óþekktum uppruna. Upplýsingar um staðsetningu frumœxlis voru fengnarfrá Krabbameinsskrá. Bris, ristill/endaþarmur og lunga eru þrír algengustu upprunastaðirnir. sjúklinga með lifrarmeinvörp eru kviðverkir, þaninn kviður og gula auk almennra einkenna um illkynja sjúkdóm (4). Oft eru lifrarensím í blóði hækkuð, sérstaklega ALP (4), og myndgreiningarrannsóknir sýna hnúta í lifur. Þegar sjúklingur greinist með meinvörp í lifur er yfirleitt gerð tilraun til þess að finna frumæxlið. Mælt hefur verið með að taka fljótlega grófnálarsýni úr hnútunum til vefjagreiningar (5,6). Til Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði berst árlega nokkuð af sýnum frá meinvörpum í lifur þar sem óskað er aðstoðar meinafræðinga við að finna upprunastað æxlisins. Erfitt getur reynst að spá fyrir um staðsetningu frumæxlis út frá vefjagerðinni einni, því krabbamein frá mismunandi líffærum geta haft svipað vefjafræðilegt útlit. A þetta sérstaklega við um kirtlakrabbamein (adenocarcinoma) (5,7). Því einskorðast svar frá meinafræðingi í flestum tilfellum við greiningu á æxlisgerð, auk þess sem stungið er upp á líklegum upprunastöðum. Rannsóknir á þessu efni eru fáar og yfirleitt smáar í sniðum, auk þess að vera margar komnar til ára sinna. Því vaknaði áhugi á að taka saman upplýsingar um sýni frá lifrarmeinvörpum af óþekktum uppruna sem borist hafa til Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Megintilgangurinn var að kanna hve oft hefði tekist að finna frumæxlið, en ekki síður að athuga hvaða frumæxli væru algengust. Einnig var athugað hvaða vefjagerðir væru algengastar. Efniviður og aðferðir 1. Leitað var í skrám Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði að öllum skráðum grófnálarsýnum frá meinvörpum í lifur frá 10 ára tímabili, 1987-1996. Alls fundust grófnálarsýni frá 176 sjúklingum frá þessu 10 ára tímabili. 2. Útilokaðir voru 92 sjúklingar þar sem fram kom í beiðni læknis að frumæxli var þekkt, eða klínísk vísbending um upprunastað lá fyrir. Þeir sjúk- lingar sem eftir voru, 84 talsins, töldust hafa meinvörp af óþekktum uppruna. 3. Varðandi þessa 84 sjúklinga var könnuð niðurstaða vefjagreiningar í gögnum Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði. Sömuleiðis var skráður aldur sjúklinga og kyn samkvæmt upplýsingum á vefjasvörum. 4. Leitað var að upplýsingum um endanlega grein- ingu og staðsetningu frumæxlis fyrir sjúklingana 84 í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Einnig var athugað hvernig staðsetningin hefði verið ákvörðuð, það er með krufningu, skurð- aðgerð, myndgreiningarrannsóknum eða eftir klínískum upplýsingum. Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd veittu leyfi til birtingar niðurstaðna úr rannsókninni. Niðurstöður Alls gaf Krabbameinsskrá upplýsingar um uppruna- stað hjá 55 sjúklingum af þeim 84 sem rannsakaðir voru, þannig að hjá tveimur þriðju sjúklinga fannst frumæxlið að lokum. I þessum hópi var 31 karl og 24 konur. Meðalaldur var 70 ár, yngsti sjúklingurinn var 44 ára en sá elsti 94 ára. Þrír upprunastaðir skáru sig úr hvað fjölda varðar: bris (15), lungu (13) og ristill/endaþarmur (12). Þrír fjórðu æxlanna komu frá þessum þremur líffærum, en aðrir upprunastaðir voru mun sjaldgæfari (tafla I, mynd 1). Hlutfall bris- og lungnakrabbameins var svipað hjá körlum og konum, en uppruni í ristli var nokkuð algengari hjá körlum en konum. Fleiri tilfelli gallblöðrukrabbameins greindust hjá konum en körlum, en hafa verður í huga að um fá tilfelli er að ræða. Kirtlakrabbamein var algengasta vefjagreiningin, en 60% allra meinvarpa voru af þeirri gerð. Smáfrumukrabbamein var 13% æxla, silfur- frumuæxli (carcinoid tumor) 9%, en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Ekki var munur á tíðni kirtlakrabbameins eftir kyni, en smáfrumu- krabbamein var hlutfallslega algengara hjá körlum (16%) en konum (8%). Aftur á móti voru silfur- frumuæxli tíðari hjá konum (13%) en körlum (6%) (tafla II, mynd 2). Dreifing vefjagerða var svipuð hjá þeim 29 sjúklingum sem höfðu óþekktan uppruna- 662 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.