Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 27

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 27
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN Vefjageröir Umskiptaþekju- krabbamein 1 Stórfrumu-, krabbamein Gallganga- krabbamein Flöguþekju- krabbamein Silfurfrumuæxli Krabbamein, ENT I Kirtlakrabbamein I stað við andlát, en 52% þeirra höfðu kirtlakrabbamein. Langflest briskrabbameinanna voru kirtlakrabbamein, eða 13 af 15, en tvö æxlanna flokkuðust sem krabbamein ENT (ekki nánar tilgreint). Öll ristiltilfellin voru kirtlakrabbamein. Af lungnakrabbameinum var um helmingur af smáfrumugerð, eða sjö af 13. Tvö æxlanna voru flöguþekjukrabbamein, tvö voru silfurfrumuæxli, en eitt krabbamein ENT og eitt stórfrumukrabbamein. Nokkur munur var á líklegasta uppruna kirtlakrabbameins eftir kyni. Hjá körlum voru 44% upprunnin í ristli en 27% hjá konum. Hins vegar voru 20% kirtlakrabbameina kvenna upprunnin í gallblöðru eða gallvegum, en aðeins 6% kirtlakrabbameina karla. Svipað hlutfall kirtlakrabbameina kom frá brisi, 39% hjá körlum en 40% hjá konum (myndir 3 og 4). Niðurstöður um staðsetningu frumæxlis voru byggðar á krufningu í 19 tilfellum (35%). Mynd- greiningarrannsóknir lágu að baki 15 (27%) grein- inga. Níu sinnum (16%) var stuðst við klínískar upplýsingar. Prisvar fékkst greining með ástungu á viðkomandi líffæri, en einu sinni var æxlið fjarlægt með aðgerð. í átta tilvikum (15%) var ekki tekið fram í gögnum Krabbameinsskrár hvernig stað- setning frumæxlis var ákveðin. Umræða I þessari rannsókn fannst upprunastaður í 66% tilfella þegar lifrarmeinvörp af óþekktum uppruna voru skoðuð. Hjá 43% sjúklinga fannst frumæxlið fyrir andlát sjúklings, en hjá 23% fannst uppruna- staður við krufningu. Pví tekst í innan við helmingi tilfella að greina uppruna meinvarpanna á meðan sjúklingurinn er á lífi. I talsverðum hópi sjúklinga (16%) virðist greining ekki byggð á sérhæfðum rannsóknum, heldur mati læknis og hjá svipuðum hópi sjúklinga var ekki tekið fram hvernig greining var fengin. Alls er því tæpur þriðjungur greininga á upprunastað fenginn með klínísku mati eða óþekktum aðferðum og er því ekki ljóst hversu nákvæmar þær greiningar eru. Algengustu frumæxlin reyndust vera briskrabba- mein, lungnakrabbamein og ristil-/endaþarms- krabbamein (75% tilfella). Pessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir á þessu efni (8). Birtar voru niðurstöður rannsóknar á 500 sjúklingum sem greindust með lifrarmeinvörp af óþekktum uppruna. Alls reyndist unnt að finna upprunastað í 135 tilfellum (27%). Lungu, ristill og bris voru þrír algengustu staðirnir og höfðu samtals 70 sjúklingar af 135 (51%) meinvörp frá þessum þremur stöðum (8). □ Konur □Karlar Smáfrumu- krabbamein 9 10 Fjöldi tilfella Mynd 2. Vefjagerðir 55 lifrarmeinvarpa sem voru af óþekktum uppruna við greiningu en höfðu skráðan upprunastað í Krabbameinsskrá. Kirtlakrabbamein er algengasta vefjagerðin hjá bœði körlum og konum. Umskiptaþekjukrabbamein = transitional cell carcinoma. Silfurfrumuæxli = carcinoid tumor. Kirtlakrabbamein = adenocarcinoma. ENT = ekki nánar tilgreint. Tafla II. Vefjageröir lifrarmeinvarpa hjé 55 sjúklingum, 31 karli og 24 konum. Kirtlakrabbamein er algengasta vefjageröin hjá báöum kynjum. ENT = ekki nánar tilgreint silfurfrumuæxli = carcinoid tumour umskiptaþekjukrabbamein = transitional cell cancer Ve fjagerð Karlar Konur Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutfall (%) Kirtlakrabbamein 18 (58) 15 (63) Smáfrumukrabbamein 5 (16) 2 (8) Krabbamein, ENT 3 (10) 1 (4) Silfurfrumuæxli 2 (6) 3 (13) Flöguþekjukrabbamein 2 (6) 1 (4) Gallgangakrabbamein 1 (3) 0 (0) Stórfrumukrabbamein 0 (0) 1 (4) Umskiptaþekjukrabbamein 0 (0) 1 (4) Samtals 31 (100) 24 (100) Greinist sjúklingur með æxli af óþekktum uppruna hefur verið mælt með takmarkaðri leit að frumæxli með því að skoða sjúkling, fá blóðrannsóknir, leita að blóði í hægðum (Haemoccult próf), röntgenmynd af brjóstholi og tölvusneiðmynd af kviði og grindarholi (5,6,9). Með hliðsjón af staðsetningu algengustu frumæxlanna í þessari rannsókn (bris, ristill, lungu) virðast þessar leiðbeiningar vera viðeigandi. Dýrar og tímafrekar röntgen- og speglunarrannsóknir á einkennalausum svæðum leiða til greiningar í innan við 10% tilfella (10). Par sem sjúklingar með meinvörp í lifur hafa slæmar horfur (2,11), er yfirleitt reynt að hlífa þeim við erfiðum rannsóknum. Kirtlakrabbamein var langalgengasta vefjagrein- ingin (60%). Pessi niðurstaða er einnig í samræmi við eldri rannsóknir sem hafa sýnt að um kirtlakrabba- mein er að ræða í um 65-67% tilfella (8,12). Úttekt á 139 sjúklingum með æxli af óþekktum uppruna og meinvörp í lifur sýndi að 93 (67%) höfðu kirtla- krabbamein, 24 (17%) krabbamein ENT og 18 (14%) æxli af taugainnkirtlatoga (neuroendocrine). Læknablaðið 2000/86 663
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.