Læknablaðið - 15.10.2000, Side 28
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN
r
Mynd 3. Uppruni lifrarmeinvarpa af kirtlakrabbameinsgerð hjá 15 konum.
Briskrabbamein er algengasta frumœxlið samkvœmt Krabbameinsskrá, en j)ar á eftir
kemur krabbamein í ristli og gallvegum.
Mynd 4. Uppruni lifrarmeinvarpa af kirtilkrabbameinsgerð hjá 18 körlum. Bris- og
ristilkrabbamein eru tvö algenguslu frumœxlin (samtals 83%) samkvœmt
Krabbameinsskrá.
Aðrar gerðir voru mun sjaldgæfari (8). Hátt hlutfall
kirtlakrabbameins endurspeglar þá staðreynd að
flest æxli sem meinverpast í lifur eru upprunnin í
mellingarvegi.
í flestum tilfellum snýst því vandamálið um að
finna uppruna meinvarpa frá kirtlakrabbameini. Hjá
körlum voru 83% kirtlakrabbameina komin frá
tveimur stöðum, það er ristli eða brisi, en hlutfallið
var 67% hjá konum. Þessi munur útskýrist af því að
heldur færri æxli voru upprunnin í ristli hjá konum, en
hins vegar voru gallblöðru- og gallvegakrabbamein
meira áberandi í þeim hópi. Þessum niðurstöðum ber
þó að taka með nokkurri varúð vegna þess hve fá
tilfelli er um að ræða. Fjöldi sjúklinga með bris- og
gallvegakrabbamein í þessum hópi endurspeglar hve
erfið þessi æxli geta verið í greiningu.
Eins og áður hefur verið bent á geta
kirtlakrabbamein frá mismunandi líffærum haft líkt
vefjafræðilegt útlit, þannig að hefðbundin smá-
sjárskoðun hefur takmarkað gildi við að finna
uppruna meinvarpa af kirtilkrabbameinsgerð (5,7).
Sérlitanir geta verið mikil viðbót við hefðbundna
smásjárskoðun og hefur CK7/CK20 ónæmislitun
umtalsvert notagildi við greiningu á upprunastað
kirtilmyndandi meinvarpa í lifur (7,13,14). Vænta má
þess að fleiri rannsóknir á þessu sviði komi fram, og
hugsanlega eiga sérlitanir eftir að skipta verulegu
máli við leit að frumæxli í framtíðinni.
Þau æxli sem ekki voru af kirtlakrabbameinsgerð
voru oft af smáfrumu- eða silfurfrumugerð. Öll
smáfrumuæxlin kornu frá lungum, sem ekki kemur á
óvart. Þó smáfrumuæxli séu þekkt í öðrum líffærum
svo sem brisi, vélinda og ýmsum fleiri stöðum, eru
þau sjaldgæf annars staðar en í lungum. Silfur-
frumuæxli hafa nokkra sérstöðu, því horfur sjúklinga
með meinorpin silfurfrumuæxli eru sýnu betri en
sjúklinga með meinvörp af öðrum toga, til að mynda
frá kirtilæxlum, auk þess sem þessir sjúklingar fá
gjarnan sérhæfða lyfjameðferð (2,8). Mikilvægt er því
að þau séu rétt greind til þess að sjúklingarnir hljóti
viðeigandi meðferð.
Annað æxli sem miklu máli skiptir að greina er
brjóstakrabbamein. Að vísu er sjaldgæft að
brjóstakrabbamein greinist fyrst vegna meinvarpa
(5) og í þessari rannsókn fundust einungis tvö tilfelli
af brjóstakrabbameini hjá 55 sjúklingum. Hins vegar
þurfa þessir sjúklingar oft sérhæfða meðferð
(hormónameðferð) sem greinir þá frá öðrunt hópum.
Alltaf ætti því að hafa þennan möguleika í huga hjá
sjúklingum sem greinast með lifrarmeinvörp.
Sjúklingar með meinvörp af óþekktum uppruna
hafa talsvert verið rannsakaðir á undanförnum árum.
Fundist hafa undirhópar sem virðast hafa gagn af
meðferð með krabbameinslyfjum og/eða geislum (5),
en kirtlakrabbameinsmeinvörp og lifrarmeinvörp
almennt eru meðal þeirra æxla sem ekki hafa verið
talin lyfjanæm. Það kemur ekki á óvart þar sem
krabbamein upprunnin í meltingarvegi (flest
kirtlakrabbamein og lifrarmeinvörp koma þaðan)
svara lyfjameðferð yfirleitt illa. I nýlegri rannsókn á
216 sjúklingum með meinvörp í lifur af óþekktum
uppruna kveður þó við nokkurn annan tón en þar
höfðu sjúklingar, sem fengu krabbameinslyfja-
meðferð, lægri dánartíðni en þeir sem enga slíka
meðferð fengu og voru áhrif lyfjameðferðarinnar
mest hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein (8). Þó
staðfesta þurfi þessar niðurstöður með fleiri
rannsóknum, vekja þær von um að í framtíðinni
takist að þróa lyfjameðferð sem gagnist þessum
sjúklingum.
Eins og áður sagði hafa sjúklingar með meinvörp í
lifur slæmar horfur. Því mætti velta fyrir sér tilgangi
þess að rannsaka þennan hóp og leita að uppruna-
664 Læknablaðið 2000/86