Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 35

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐALÆKNINGAR Meðalaldur var 67,2 ár með staðalfrávik 13,4 ár og aldursbilið var 18-94 ár. Karlar voru 233 (75%) og konur75 (25%). Fyrsta hjartarit: Á fyrsta hjartariti var sleglatif (ventricular fibrillation) algengast eða hjá 176 einstaklingum (57%), þar af sex með sleglahraðtakt (ventricular tachycardia). Rafleysa (asystole) greind- ist hjá 91 (30%) og aðrar hjartsláttartruflanir hjá 41 (13%). Til annarra hjartsláttartruflana töldust púlslaus rafhrif eða samdráttarleysa (pulseless electromechanical dissociation) hjá 16, feigðartaktur (agonal) og annar hægataktur hjá 25. Útskrift af sjúkrahúsi: Níutíu og átta (98/308=32%) sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús og af þeim útskrifaðist 51(52%) af sjúkrahúsinu. Af öllum sjúklingunum 308 náðu þannig um 17% að útskrifast af sjúkrahúsinu eftir áfallið. Fjörutíu og sex (46/176=26%) þeirra sem höfðu sleglatif og sleglahraðtakt útskrifuðust af sjúkrahúsi, þrír (3/91=3%) með rafleysu og tveir (2/41=5%) með aðrar hjartsláttartruflanir. Þegar sleglatif var til staðar á fyrsta riti voru líkur á því að sjúklingar lifðu af áfallið og útskrifuðust af spítala margfalt betri (OR 9,0; 95% CI 3,5-23,4; p<0,0001) en hjá sjúklingum með aðrar takttruflanir. Um 83% þeirra sem útskrifuðust voru lifandi einu ári eftir útskrift. Útkallstími: Meðalútkallstími var 4,6 mínútur (1- 20 mínútur). Meðalútkallstími til þeirra sem útskrifuðust af spítala var 4,4 mínútur en 4,7 mínútur til hinna og var þessi munur ekki marktækur. Ekki var marktækur munur á útkallstíma eftir því hvort vitni voru að hjarta- og öndunarstöðvun (tafla I) eða ekki. Sömuleiðis var ekki munur á útkallstíma eftir því hvort nærstaddir hófu endurlífgun eða ekki (tafla II). Nærstödd vitni: Nærstaddir voru vitni að hjarta- og öndunarstöðvun hjá 211 (68%) sjúklingum og jók það líkur á útskrift fjórfalt (OR 4,0; 95% CI 1,5-10,4; p=0,0025) (tafla I). í 14 tilvikum var ekki unnt að staðfesta hvort nærstödd vitni reyndu endurlífgun en vitni reyndu hnoð og blástur hjá 91 einstaklingi (91/211=43,1%) og náðu 25 þeirra (25/91=27,4%) að útskrifast af sjúkrahúsi (tafla II). Grunnendurlífgun af hendi nærstaddra vitna jók ekki lífslíkur þeirra sjúklinga, svo að staðtölulega marktækt væri, um- fram lífslíkur þeirra sjúklinga þar sem nærstödd vitni framkvæmdu ekki grunnendurlífgun þótt ákveðinnar tilhneigingar gætti í þá átt (OR 1,8; 95% CI 0,9-3,7; p=0,08). Kringunistæður: Flest tilfelli hjarta- og öndunarstöðvunar áttu sér stað í heimahúsi, alls 189 (189/308=61,4%) og útskrifuðust 20 þeirra (20/189= 10,6%) af spítala. í 11 tilvikum (11/308=3,6%) átti hjarta- og öndunarstöðvun sér stað í neyðarbíl og útskrifuðust fimm þeirra sjúklinga (5/11=45,5%). Eitt hundrað og átta sjúklingar urðu fyrir hjarta- og öndunarstöðvun annars staðar (108/308=35,1%) þar af á götu úti í 33 tilvikum, í bíl í 15 tilvikum, á vinnustað níu og annars staðar í 51 tilviki. Samanlagt útskrifuðust 26 þessara sjúklinga (26/108=24,1%). Þeir sem urðu fyrir hjarta- og öndunarstöðvun annars staðar en í heimahúsi höfðu rúmlega tvöfalt meiri líkur á því að lifa af og útskrifast af spítala en þeir einstaklingar sem urðu fyrir hjarta- og öndunar- stöðvun í heimahúsi og á því er mjög marktækur munur (OR 2,7; 95% CI 1,4-51; p=0,0026). Orsakir: Af þessum 308 sjúklingum var hjarta- sjúkdómur talin orsök hjarta- og öndunarstöðvunar hjá 268 sjúklingum (87%), en hjá 40 sjúklingum (13%) var ástæða skyndidauða óviss en líklega hjartasjúkdómur. Mest vissa um orsakir fékkst hjá þeim sjúklingum sem voru innlagðir á sjúkrahús eða undirgengust krufningu. Hjá öðrum sjúklingum byggðist sjúkdómsgreining, meðal annars á aðdrag- anda að hjarta- og öndunarstöðvun og fyrra heilsu- fari svo og í vissum tilvikum á hjartalínuritum og blóðrannsóknum. Samanburður við fyrri tímabil: Enginn marktækur munur var á meðalaldri, útkallstíma eða hlutfalli þeirra sem höfðu sleglatif á fyrsta riti í þessari Table 1. Observed or non-observed cardiac arrest. Observed Non-observed P Total number 211 80 Mean age (years) 68.1 64.7 0.049 range (18-94) (23-87) Male:Female 158:53 61:19 NS Response time (min.) 4.6 4.7 NS range (1-20) (1-12) Discharged 44 (21%) 5(6%) 0.0025 Initial rhythm VF/VT 139 (66%) 30 (37%) <0.0001 discharged 39 (28%) 5 (17%) NS Asystole 41 (19%) 43(54%) <0.0001 discharged 3(7%) 0 (0%) NS Other rhythm 31 (15%) 7 (9%) NS discharged 2(6%) 0 (0%) NS Table II. Observed cardiac arrest with and without bystander cardiopulmonary resuscitation (CPR). Bystander CPR No bystander CPR P Total number 91 106 Mean age (years) 66.4 69.6 NS range (33-90) (23-87) Male:Female 67:24 81:25 NS Response time (min.) 4.8 4.5 NS range (1-13) (1-20) Discharged 25 (27%) 18 (17%) NS(0.08) Initial rhythm VF/VT 66 (73%) 64 (60%) NS discharged 23 (35%) 15 (23%) NS Asystole 13(14%) 25 (24%) NS discharged 1 (8%) 2 (8%) NS Other rhythm 12 (13%) 17(16%) NS discharged 1 (8%) 1 (6%) NS Læknablaðið 2000/86 671 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.