Læknablaðið - 15.10.2000, Qupperneq 35
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐALÆKNINGAR
Meðalaldur var 67,2 ár með staðalfrávik 13,4 ár og
aldursbilið var 18-94 ár. Karlar voru 233 (75%) og
konur75 (25%).
Fyrsta hjartarit: Á fyrsta hjartariti var sleglatif
(ventricular fibrillation) algengast eða hjá 176
einstaklingum (57%), þar af sex með sleglahraðtakt
(ventricular tachycardia). Rafleysa (asystole) greind-
ist hjá 91 (30%) og aðrar hjartsláttartruflanir hjá 41
(13%). Til annarra hjartsláttartruflana töldust
púlslaus rafhrif eða samdráttarleysa (pulseless
electromechanical dissociation) hjá 16, feigðartaktur
(agonal) og annar hægataktur hjá 25.
Útskrift af sjúkrahúsi: Níutíu og átta
(98/308=32%) sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús
og af þeim útskrifaðist 51(52%) af sjúkrahúsinu. Af
öllum sjúklingunum 308 náðu þannig um 17% að
útskrifast af sjúkrahúsinu eftir áfallið. Fjörutíu og sex
(46/176=26%) þeirra sem höfðu sleglatif og
sleglahraðtakt útskrifuðust af sjúkrahúsi, þrír
(3/91=3%) með rafleysu og tveir (2/41=5%) með
aðrar hjartsláttartruflanir. Þegar sleglatif var til
staðar á fyrsta riti voru líkur á því að sjúklingar lifðu
af áfallið og útskrifuðust af spítala margfalt betri
(OR 9,0; 95% CI 3,5-23,4; p<0,0001) en hjá
sjúklingum með aðrar takttruflanir. Um 83% þeirra
sem útskrifuðust voru lifandi einu ári eftir útskrift.
Útkallstími: Meðalútkallstími var 4,6 mínútur (1-
20 mínútur). Meðalútkallstími til þeirra sem
útskrifuðust af spítala var 4,4 mínútur en 4,7 mínútur
til hinna og var þessi munur ekki marktækur. Ekki
var marktækur munur á útkallstíma eftir því hvort
vitni voru að hjarta- og öndunarstöðvun (tafla I) eða
ekki. Sömuleiðis var ekki munur á útkallstíma eftir
því hvort nærstaddir hófu endurlífgun eða ekki (tafla
II).
Nærstödd vitni: Nærstaddir voru vitni að hjarta-
og öndunarstöðvun hjá 211 (68%) sjúklingum og jók
það líkur á útskrift fjórfalt (OR 4,0; 95% CI 1,5-10,4;
p=0,0025) (tafla I). í 14 tilvikum var ekki unnt að
staðfesta hvort nærstödd vitni reyndu endurlífgun en
vitni reyndu hnoð og blástur hjá 91 einstaklingi
(91/211=43,1%) og náðu 25 þeirra (25/91=27,4%) að
útskrifast af sjúkrahúsi (tafla II). Grunnendurlífgun
af hendi nærstaddra vitna jók ekki lífslíkur þeirra
sjúklinga, svo að staðtölulega marktækt væri, um-
fram lífslíkur þeirra sjúklinga þar sem nærstödd vitni
framkvæmdu ekki grunnendurlífgun þótt ákveðinnar
tilhneigingar gætti í þá átt (OR 1,8; 95% CI 0,9-3,7;
p=0,08).
Kringunistæður: Flest tilfelli hjarta- og
öndunarstöðvunar áttu sér stað í heimahúsi, alls 189
(189/308=61,4%) og útskrifuðust 20 þeirra (20/189=
10,6%) af spítala. í 11 tilvikum (11/308=3,6%) átti
hjarta- og öndunarstöðvun sér stað í neyðarbíl og
útskrifuðust fimm þeirra sjúklinga (5/11=45,5%).
Eitt hundrað og átta sjúklingar urðu fyrir hjarta- og
öndunarstöðvun annars staðar (108/308=35,1%) þar
af á götu úti í 33 tilvikum, í bíl í 15 tilvikum, á
vinnustað níu og annars staðar í 51 tilviki. Samanlagt
útskrifuðust 26 þessara sjúklinga (26/108=24,1%).
Þeir sem urðu fyrir hjarta- og öndunarstöðvun
annars staðar en í heimahúsi höfðu rúmlega tvöfalt
meiri líkur á því að lifa af og útskrifast af spítala en
þeir einstaklingar sem urðu fyrir hjarta- og öndunar-
stöðvun í heimahúsi og á því er mjög marktækur
munur (OR 2,7; 95% CI 1,4-51; p=0,0026).
Orsakir: Af þessum 308 sjúklingum var hjarta-
sjúkdómur talin orsök hjarta- og öndunarstöðvunar
hjá 268 sjúklingum (87%), en hjá 40 sjúklingum
(13%) var ástæða skyndidauða óviss en líklega
hjartasjúkdómur. Mest vissa um orsakir fékkst hjá
þeim sjúklingum sem voru innlagðir á sjúkrahús eða
undirgengust krufningu. Hjá öðrum sjúklingum
byggðist sjúkdómsgreining, meðal annars á aðdrag-
anda að hjarta- og öndunarstöðvun og fyrra heilsu-
fari svo og í vissum tilvikum á hjartalínuritum og
blóðrannsóknum.
Samanburður við fyrri tímabil: Enginn marktækur
munur var á meðalaldri, útkallstíma eða hlutfalli
þeirra sem höfðu sleglatif á fyrsta riti í þessari
Table 1. Observed or non-observed cardiac arrest.
Observed Non-observed P
Total number 211 80
Mean age (years) 68.1 64.7 0.049
range (18-94) (23-87)
Male:Female 158:53 61:19 NS
Response time (min.) 4.6 4.7 NS
range (1-20) (1-12)
Discharged 44 (21%) 5(6%) 0.0025
Initial rhythm
VF/VT 139 (66%) 30 (37%) <0.0001
discharged 39 (28%) 5 (17%) NS
Asystole 41 (19%) 43(54%) <0.0001
discharged 3(7%) 0 (0%) NS
Other rhythm 31 (15%) 7 (9%) NS
discharged 2(6%) 0 (0%) NS
Table II. Observed cardiac arrest with and without bystander cardiopulmonary
resuscitation (CPR).
Bystander CPR No bystander CPR P
Total number 91 106
Mean age (years) 66.4 69.6 NS
range (33-90) (23-87)
Male:Female 67:24 81:25 NS
Response time (min.) 4.8 4.5 NS
range (1-13) (1-20)
Discharged 25 (27%) 18 (17%) NS(0.08)
Initial rhythm
VF/VT 66 (73%) 64 (60%) NS
discharged 23 (35%) 15 (23%) NS
Asystole 13(14%) 25 (24%) NS
discharged 1 (8%) 2 (8%) NS
Other rhythm 12 (13%) 17(16%) NS
discharged 1 (8%) 1 (6%) NS
Læknablaðið 2000/86 671
L