Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 55

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Árni Björnsson skrifar tæpitungulaust Læknafélagið, ehf. Siðasta hefti Læknablaðsins barst mér í fyrri hluta mánaðarins með fréttum af aðalfundi L.í. á Isafirði. Af þeim fréttum fæ ég ekki betur séð en að kjörorð fundarins hafi verið, „heiðraðu skálkinn svo hann skaði þig ekki“. Svo Iangt virðist mér hafa verið seilst til að ná „sáttum“ (um hvað) í gagnagrunns- málinu að samþykktir fundarins um það eru næsta óljósar og virðast helst samdar til þess að forðast að rýra gengi hlutabréfa í deCode genetics. Þegar við það bætist að látið er í það skína að með tillögunum séu íslenskir læknar að brjóta blað í læknisfræðilegri siðfræði er ég hræddur um að ýmsir erlendir kollegar fái ekki varist brosi, og sumir fari jafnvel að skellihlæja. En á flestu má finna skýringar, ef vel er leitað, og það kæmi ekki á óvart þótt þeirra sé að leita í eftirfarandi tilvitnun í fundarfréttirnar. „Þeir sem höfðu ekki gert upp hug sinn að fullu settu einnig svip á umræðuna. Það vakti óneitanlega athygli að einn þeirra sem til máls tóku lýsti yfir efasemdum sínum um miðlægan gagnagrunn en jafnframt því að hann ætti hagsmuna að gæta sem eigandi 1000 eininga í íslenskri erfðagreiningu. Margir fylgdu fordæmi hans og gerðu grein fyrir efnahagslegum og/eða starfs- legum tengslum sínum við íslenska erfðagreiningu eða Urði Verðandi, Skuld“. Þetta vekur óneitanlega áleitnar spurningar en sú áleitnasta er óneitanlega spurningin um hagsmuna- tengsl eða hvort eigendur hlutabréfa í líftækni- fyrirtækjum eða þessvegna hverskyns öðrum fyrir- tækjum, sem beint eða óbeint tengjast lækningastarfi eða læknavísindum séu hæfir til að greiða atkvæði um mál þar sem hugsanlegt er að læknisfræðilegt siðfræðimat og viðskiptalegir einkahagsmunir rekist á. I tillögunum er líka bent á þann möguleika og gefið í skin að aðilar gagnagrunnsins geti hugsanlega fallist á, að hægt verði að láta eyða gögnum úr grunninum. Hvernig má það samræmast dulkóðun- inni, sem hingað til hefur verið aðalréttlæting grunnsins? Og það eru ekki bara læknar sem hnjóta um þessa þverstæðu. í fjölmiðlafréttum af fundinum var þess getið að varaformaður L.í. hefði lagt fram tillögur að leiðbeiningum um félagsleg samskipti lækna við lyfjafyrirtæki og framleiðendur lækninga- búnaðar. Þessar leiðbeiningar birtust ekki í fréttum af fundinum en munu væntanlegar í blaðinu sem þessi pistill birtist í, en í því mun eiga að flytja nánari frétlir af umræðum á fundinum. í nokkrum löndum munu slíkar reglur hafa verið lengi við lýði en á síðari árum mun víðast hafa dregið úr rausnarskap þessara aðila við lækna. Það er á allra vitorði að læknar hafa notið rausnarskapar fyrir- tækjanna í mismunandi mæli, en ég leyfi mér að efast um að sá rausnarskapur hafi leitt til þess að læknar hafi frekar notað lækningadóma gjafmildu gest- gjafanna ef þeir hafa vitað um aðra betri, enda skilar góður málsverður sér fljótlega útí náttúruna. Öðru máli gegnir um hlutabréf, en ekki er vitað að lyfjafyrirtæki hafi hingað til boðið læknum slík bréf fyrir viðskiptavild. Það verður fróðlegt að sjá ákvæðin um þau samskipti í fréttunum af fundinum. Líklega hefur aldrei verið fjallað jafnmikið um allskonar viðskipti og fjármál fyrirtækja og einstaklinga í tengslum við þau eins og á síðustu árum. Ég held að fleirum en mér finnist að fjármagnið sé orðið það afl í þjóðfélaginu sem stjórnar fleiri og fleiri starfsþáttum þess og það teygir stöðugt anga sína inná fleiri svið, þar á meðal svið sem talið hefur verið sjálfsagt að þjóðfélagið annaðist til að tryggja jafnrétti þegnanna, svo sem heilbrigðis- og menntamál. Að sjálfsögðu hafa læknar smitast af fjármagnsfárinu eins og aðrir og hluti stéttarinnar er svo þungt haldinn af því að hann tjáir sig reiðubúinn að kasta fyrir róða aldagömlum siðareglum, sem hafa átt að tryggja réttindi sjúklinga, að sjálfsögðu í nafni læknavísindanna. En í stað þess að bjóða til veislu eða ferðastyrkja á ráðstefnur hefur læknum verið umbunað með hlutabréfum, á góðu verði eða kannske gefins? Hér er allt í einu kominn upp nýr þáttur í læknisfræðilegri siðfræði, sem er hagsmuna- tengsl við fjármálafyrirtæki, þar sem trúnaðurinn við sjúklinginn er sú skiptimynt sem læknirinn greiðir fyrirtæki til að auka arð af hlutabréfum, sem hann hefur keypt á góðu verði, eða verið greiðsla til hans fyrir veitta þjónustu. Er ekki meiri ástæða fyrir læknastétlina og siðanefnd hennar að skoða hina nýju siðfræði og afleiðingar hennar, en að setja reglur um það hvort máltíð kostuð af lyfjafirma skuli vera tví- eða fjórréttuð eða að vínið sem borið er fram með máltíðinni skuli ekki vera eðalt árgangsvín heldur venjulegt „vin de table“? Læknablaðið 2000/86 691
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.