Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 61

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GAGNAGRUNNURINN Aðalfundur LÍ ítrekar nauðsyn breytinga á gagnagrunnslögunum Tómas Helgason Höfundur er prófessor emeritus. Nýafstaðinn aðalfundur Læknafélags íslands áréttaði fyrri samþykkt sína um „að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði sé áfátt, þar sem ekki sé gert ráð fyrir skriflegu samþykki sjúklings og lögin geta því grafið undan þeim trúnaði, sem ríkja þarf milli læknis og sjúklings. Fundurinn hvetur löggjafarvaldið til að snúa þessu til betri vegar“. Hér fer fundurinn fram á að lögunum verði breytt. Stjórn LÍ verður að fylgja því eftir þannig að engin gögn verði flutt í grunninn nema sjúklingar eða forráðamenn þeirra gefi til þess skriflega heimild. Lögunum verður að breyta og helst að afnema þau. Pau brjóta persónuvernd og hindra þá sem stunda sjálfstæðar rannsóknir í að auka þekkingu án tillits til eigin hagnaðar, sem er markmið fyrirtækisins er hefur fengið sérleyfi til rekstrar gagnagrunnsins. Pessari fundarsamþykkt verður stjórnin að fylgja eftir. Fundarmenn hafa greinilega verið orðnir þreyttir, því að á fundinum var samþykkt önnur tillaga, sem „heimilar stjórninni að leita nýrra leiða við öflun samþykkis til læknisfræðilegra rannsókna á upplýsingum í sjúkraskrám". Hvað er átt við með þessu? Er verið að gefa aflsátt á Helsinkisam- þykktinni og óska eftir breytingum á lögunum um réttindi sjúklinga? Jafnframt fól fundurinn stjórninni að hafa í huga sjónarmið, sem komu fram í tillögu landlæknis, en var dregin til baka, og tillögur formanns LI frá 25. maí sem Islensk erfðagreining (IE) fékkst ekki til að ræða. Nokkur blæbrigðamunur er á sjónarmiðum landlæknis og formannsins að sögn hins síðarnefnda í viðtali við Morgunblaðið þar eð landlæknir vill ganga enn lengra til móts við ÍE. Því miður eru tillögur landlæknis og greinargerð hans sem vísað er til ekki birtar með frásögn Læknablaðsins af aðalfundinum. Af samhenginu má þó ráða að þær eru fjarri upphaflegri afstöðu Læknafélagsins og engan veginn ásættanlegar. Hvergi er nefnt að fundurinn hafi falið stjórninni að hefja viðræður við ÍE að nýju, viðræður sem fyrirtækið hafði leitað eftir en var slitið vegna þess að það svaraði ekki tillögum formanns Læknafélagsins. Nú hefur það hins vegar gerst að stjórn LÍ hefur óskað eftir viðræðum við IE þrátt fyrir þann „hráslagalega dónaskap", sem fyrirtækið sýndi for- manninum með því að senda út enska þýðingu á sameiginlegri yfirlýsingu hans og forstjóra fyrirtæki- sins án þess að bera hana undir formanninn. Dulkóðunarblekkingin viðurkennd í útvarpsviðtali hrósaði formaður LÍ forsvars- mönnum ÍE fyrir að hafa komið með tillögu um að þróa aðferðir til að eyða upplýsingum úr gagna- grunninum um þá sem vildu hætta þátttöku. Þar með er fyrirtækið búið að viðurkenna að allt tal um dulkóðun er blekking og gögnin í grunninum eru persónugreinanleg, eins og stjórn Læknafélagsins, landlæknir og margir aðrir hafa raunar margbent á. Óvarlegt er að treysta loforðum fyrirtækisins um eyðingu upplýsinga um þá sem þess óska. Því til staðfestingar má vitna í frásögn Morgunblaðsins (15.7.2000) af ræðu forstjórans á fundi með bandarískum þingmönnum. Blaðið vitnar orðrétt í forstjórann eftir að hafa sagt að fyrirtækið hefði að aðalmarkmiði að vinna úr þeim upplýsingum sem þegar hefur verið safnað saman: „Þetta er spurning um hvernig samspil tveggja grundvallaratriða í lífi okkar á að vera, annars vegar réttur okkar í samfélaginu og hins vegar skyldur okkar og skuldbindingar til þessa samfélags. Ég ber fulla virðingu fyrir rétti fólks til persónuverndar í samfélaginu, en um leið hlýt ég að benda á þær siðferðislegu skyldur sem felast í því að vera hluti af einu samfélagi." Og ennfremur: „Það er ekkert að því að hafa reglur, þær geta meira að segja verið gagnlegar til þess að skapa ákveðna heildarmynd og grunn til að byggja á til framtíðar. En rök fyrir hverri reglu verða að vera algerlega skýr, svo hún verði ekki til trafala. Þá væri mikill skaði unninn, .. “. Og blaðamaðurinn skrifar: „Kári lauk máli sínu með því að undirstrika að hann væri ekki á móti persónu- vernd sem slíkri, en hún mætti heldur ekki verða til þess að hamla gegn framþróun í læknisfræði“. Kannast einhverjir við tóninn? Þumbast við afhendingu gagna Hluti af samþykki til þátttöku í rannsókn, upplýstu eða opnu, er rétturinn til að hætta þátttöku hvenær sem er og fá gögn sín afhent aftur. Þeir sem hingað til hafa látið ÍE í té upplýsingar og sýni hafa skrifað undir samþykki þar sem því er heitið að viðkomandi geti hætt þátttöku í æfingum fyrirtækisins hvenær sem er. Það hefur hins vegar reynst þrautin þyngri að fá gögnum eytt eða skilað. Fyrirtækið hefur þvælst fyrir með alls konar refjum, svo að liðið hefur meira en eitt ár frá því að fólk óskaði að hætta þátttöku, jafnvel með aðstoð lögfræðinga, án þess að orðið yrði við óskum þess að gögnum væri eytt eða skilað. Þetta vekur ekki vonir um að greiðlega muni ganga fyrir Læknablaðið 2000/86 695
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.