Læknablaðið - 15.10.2000, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TRYGGINGAMÁL
Guðmundur /. Eyjólfsson.
áhætta. Blóðþynningu þarf að stýra mjög
nákvæmlega því of lítilli þynningu getur fylgt
blóðtappamyndun en of mikil getur gert blæðingu
Iíklegri. I slíkum tilvikum þarf að gera fjölmargar
mælingar. Pað þykir vel sloppið ef aðeins þarf að
mæla einu sinni í mánuði og ástandið er tiltölulega
stöðugt. Oft þarf að gera miklu fleiri mælingar. En
mánaðarleg mæling í allt að tvo áratugi er auðvitað
talsvert mikið. Við göngum kannski svolítið stíft
fram í blóðþynningunni. Eg myndi sennilega aldrei
fá málsókn fyrir blóðtappa en gæti kannski fengið
málsókn vegna blæðingar."
Fróðlegt verður að sjá tilboð
tryggingafélaganna
Hvernig verður tryggingum best fyrir komið þegar
lögin taka gildi?
„Okkar reynsla er sú að með því að sameina
margar tryggingar er hægt að komast að góðum
kjörum hjá tryggingafélögunum. Við fengum
upphaflega tilboð frá íslensku tryggingarfélagi um
alhliða tryggingu, meðal annars sjúklinga-
tryggingu, rekstrarstöðvunartryggingu, bruna-
tryggingu og húseigendatryggingu. Við erum að
endurnýja trygginguna núna og það eru fleiri sem
hafa áhuga á að gera okkur tilboð, meðal annars
alþjóðlegt tryggingafélag."
Þannig að þú ráðleggur lœknum að taka sig
saman?
„Já, núna verða allir að tryggja sig og þá verður
fróðlegt að sjá hvers konar boð verða á ferðinni hjá
tryggingafélögunum."
Ætlu læknafélögin að hafa einhverja forgöngu í
þessu máli eða finnst þér hyggilegra að lækna-
stöðvar sjái um tryggingarnar, líkt og þið gerðuð?
„Pað væri auðvitað gott ef einhver nennti að
setja sig almennilega inn í þetta mál og fá tilboð frá
mörgum aðilum. Pannig mætti án efa fá
hagstæðustu útkomuna."
Hvað með þá sem undanskildir eru íþessum lögum
og starfa á stóru sjúkrahúsunum?
„Þeir aðilar sem ekki þurfa að tryggja sig eru
tryggðir af Tryggingastofnun ríkisins, enda ríkis-
reknir aðilar. Allir sjúklingar landsins eru einnig
tryggðir hjá Tryggingastofnun gagnvart sjúkdóm-
um og hún greiðir hluta af sjúkrakostnaði hjá
sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þótt læknar
tryggi sig hjá ýmsum tryggingafélögum mun
aukinn kostnaður af tryggingum valda hækkun á
einingaverði því sem Tryggingastofun greiðir.“
-aób
Læknablaðið 2000/86 699