Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 67

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VINNUVERND Bakverkinn burt! Átak gegn atvinnutengdum einkennum í vöðvum og liðum Kristinn Tómasson Vinnu- verndarvika 23.-27. október. Áskorun til lækna. Samkvæmt gögnum Tryggingastofnunar má rekja um 30% af örorku hér á landi til geðsjúkdóma og um 20% til stoðkerfissjúkdóma (1). Þetta er svipað og í Danmörku þar sem talið er að 26% þeirra sem eru á örorku séu það vegna stoðkerfissjúkdóma og 25% vegna geðsjúkdóma (2). Ef skoðaðar eru orsakir veikindafjarvista í Danmörku þá tengjast 24% veikindum í stoðkerfi, 19% slysum og 10% geð- sjúkdómum en sjaldnar öðrum sjúkdómum (2). í rannsókn á vegum Evrópubandalagsins frá 1996 kemur fram að 57% fólks á vinnumarkaði í ríkjum þess kveðst hafa fundið fyrir veikindum vegna vinnu. Algengast er að fólk kvarti um einkenni frá stoðkerfi (30%) og streitu (28%). Tæplega fjórðungur (23%) sagðist hafa misst úr vinnu vegna vinnutengdra sjúkdóma á árinu áður en könnunin var gerð (3). Vegna upplýsinga af þessu tagi hefur verið ákveðið hjá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni (European agency for safety and health at work) að hrinda af stað átaki gegn atvinnutengdum álags- einkennum í vöðvum og liðum. Vinnueftirlit ríkisins tekur þátt í þessu átaki undir kjörorðinu Bakverkinn burt! Ástæða þess að Vinnueftirlitið hefur með þessum hætti lagt áherslu á óþægindi frá baki og hryggsúlu er ekki hvað sfst sú að meira en helmingur af stoð- kerfisveikindum er í baki og hryggsúlu (4). Sam- kvæmt Andersson (4) má ætla að bakverkir leggist á yfir 70% af fólki á lífsleiðinni. Meðal fólks, sem er yngra en 45 ára, er bakveiki algengasta orsök forfalla, önnur helsta ástæða fyrir komum sjúklinga til læknis og þriðja algengasta ástæða þess að fólk fer í uppskurð (4). Mikilvægi forvarna Höfundur er yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16,110 Reykjavík. Netfang: kristinn@ver.is Með skipulögðum aðgerðum, svo sem leiðbeiningum til starfsmanna, betri þjálfun, skimun í áhættuhópum og ekki síst meðferð með tilliti til starfa viðkomandi einstaklinga, hefur verið sýnt að draga má verulega úr forföllum frá vinnu (5,6). Þótt aðlögun vinnu- umhverfis að getu og heilsu starfsfólks sé sjaldnast meðal þess sem læknar geta áorkað beint hjá sjúklingum sínum, geta þeir hvatt til þess að störfum sé hagað þannig að komið sé í veg fyrir óheppilegt álag á hreyfi- og stoðkerfi. í þessu sambandi má benda læknum á greinar sem birtust fyrir um fjórum árum í British Medical Journal undir heitinu ABC of work related disorders. Þær fjalla um hvernig sé best fyrir lækna að nálgast ýmis vinnutengd heilsufars- vandamál sjúklinga og er í þessu sambandi vakin sérstök athygli á tveimur greinum um stoðkerfis- sjúkdóma (7,8). Læknar þurfa að benda sjúklingum sínum á fræðsluefni um rétta líkamsbeitingu og aðgerðir til að hlífa bakinu, meðal annars við skjá- vinnu sem getur reynt verulega á bak, háls og herðar (sjá heimasíðu Vinnueftirlitsins: www.ver.is). Einnig er nauðsynlegt að læknar þekki leiðbeiningar í reglugerð um starfsumhverfi þungaðra kvenna (9). Að lokum er rétt að leggja áherslu á aðalmarkmið heilsuverndar á vinnustöðum, starfsmannaheilsu- verndar, sem eru: 1. Að fyrirbyggja óþægindi, sjúkdóma og slys sem rekja má til atvinnu fólks. 2. Að auka þekkingu vinnuveitenda og starfsfólks á áhættuþáttum í vinnuumhverfi. 3. Að draga úr fjarvistum vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi, viðhalda heilsu starfsmanna og aðlaga störfin að starfsmönnum (10). I vinnuverndarvikunni og í framhaldi af henni er rétt að hvetja lækna til þess að spyrja sig, þegar þeir meta og skoða sjúklinga sína, hvernig þeir geti sem best náð þessum þremur aðalmarkmiðum heilsu- verndar á vinnustöðum og þar með bætt heilsufar sjúklinga sinna á vinnualdri eins og frekast er unnt. Heimildir 1. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 2. Andersen I. Arbejdsmedisin. Kðbenhavn: Arbejdstilsynet, Arbcjdsmiljoinstituttct; 1994. 3. Cox T, Griffiths A, Rial-Gonzales E. Research on work- related stress. Luxembourg: European agency for safety and health at work; 2000. 4. Andersson GB. Epidemiological features of chronic Iow-back pain. Lancet 1999; 354:581-5. 5. Feldstein A, Breen V, Dana N. Prevention of work-related disability. Am J Prev Med 1998; 14/Suppl. 3: 33-9. 6. Frank J, Sinclair S, Hogg-Johnson S, Shannon H, Bombardier C, Beaton D, et al. Preventing disability from work-related low-back pain: new evidence gives new hope - if we can just get all the players onside. CMAJ 1998; 158:1625-31. 7. Jayson MI. ABC of work related disorders: back pain BMJ 1996; 313:355-8. 8. Hagberg M. Neck and arm disorders. BMJ 1996; 313: 419-22. 9. Reglugerð nr. 679/1998 um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið; 1998. 10. Heilsuvernd starfsmanna. Skýrsla nefndar á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Reykjavík: Vinnueftirlit ríkisins; 1999. Læknablaðið 2000/86 701
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.