Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 71

Læknablaðið - 15.10.2000, Side 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINN A R laugur Snædal og Halldór Baldursson. Loks skal talið verkefni sem félagið hefur lítillega komið að. Árið 1998 voru lögð drög að stofnun rannsóknarstofu í heilbrigðissögu við læknadeild Háskóla íslands og á fulltrúi félagsins sæti í stjórn hennar. Mikil og góð samvinna hefur tekist á milli félagsins og ráðamanna Þjóðminjasafnsins en sér- staklega hafa þó samskiptin verið mikil við Kristin Magnússon safnvörð Nesstofusafns. Stjórnarfundir félagsins eru haldnir í húsnæði safnsins í Nesi. Þá ber að nefna gott samstarf við Lyfjafræðingafélagið sem hefur komið sér upp myndarlegu húsnæði og safni í Nesi. Eru allir stærri fundir félagsins haldnir í húsnæði þess. Ötull tengiliður hefur verið Axel Sigurðsson lyfjafræðingur. Þegar Iitið er til baka yfir starfsemi félagsins er eðlilegt að flestum komi í hug nafn Jóns Steffensens. Hann var frumkvöðull að stofnun félagsins, helsta driffjöðrin og formaður þess til æviloka. Hann tengdi miklar vonir við starfsemina og ýmislegt hefur gengið eftir af því sem hann ræddi um á stofnfundinum. Utgáfumálin hafa þó orðið útundan vegna þess að félagið hefur ekki haft burði til slíkrar starfsemi. Ritun heilbrigðissögu hefur farið fram á vegum Læknafélags íslands en hefur ekki verið gefin út ennþá. Þó að nafn félagsins sé tengt læknisfræði er verksvið þess saga heilbrigðismála í víðum skilningi. Þess vegna væri æskilegt að fá fulltrúa fleiri heilbrigðisstétta, auk lækna, sem félagsmenn. Slíkt myndi styrkja starfsemi þess og gera það öflugra og sýnilega en verið hefur. Ólafur Þ. Jónsson Samningur við TR Umsókn um aðild Kostnaður sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa er bundinn af árlegu framlagi sem Alþingi ákvarðar í fjárlögum. Þetta á meðal annars við um þjónustu sérfræðinga á eigin læknastofnum. Því er stofnuninni nauðsynlegt að vita fyrirfram hversu margir sérfræðingar muni starfa samkvæmt samningi við hana, svo hægt sé að leggja fram raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið. Þess vegna mun Tryggingastofnun afgreiða umsóknir um aðild að samningi við TR á eftirfarandi hátt: Þeim sem sækja um aðild á fullnægjandi hátt á tímabilinu frá 1. október 2000 til og með 30. nóvember 2000 verður heimilað að hefja störf frá og með 1. janúar 2001. Þeim sem sækja um aðild á fullnægjandi hátt á tímabilinu 1. desember 2000 til og með 30. nóvember 2001 verður heimilað að hefja störf frá og með 1. janúar 2002. Tryggingayfirlæknir Læknablaðið 2000/86 703
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.