Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 74

Læknablaðið - 15.10.2000, Síða 74
r UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA að allt ferlið verði sem einfaldast og best. Eitt af því sem við verðum að leysa er að þurfa sem minnst og helst ekkert að flytja sjúklinga á milli húsa. Með sameiningunni má án efa finna betri lausnir. Ég vona að okkur takist að skipuleggja starf- semina þannig að sjúklingnum finnist aðlaðandi að sækja sér þjónustu.” Ný hjúkrunarfræðideild Hvernig sérðu fyrír þér samstarfið við Háskóla ís- lands? „Breytingin mun auðvelda okkur að taka upp formleg tengsl við hjúkrunarfræðideildina. Við áttum afbragðsgott samstarf við námsbraut í hjúkrunarfræði en nú verður það með formlegri hætti en fyrr. Eitt af því sem við höfum ekki haft í hjúkruninni eru sameiginlegar stöður lektora og dósenta, sem áratuga hefð er fyrir í læknadeild. Með slíkum stöðum sé ég mikil sóknarfæri. Hjúkr- unarfræðingar á Landspítala ættu nú að hafa möguleika á að sækja sér hjálp við rannsóknir og afla sér meiri sérþekkingar. Meistaranámi í hjúkr- un hefur þegar verið hleypt af stokkunum, en er enn sem komið aðallega rannsóknartengt. Við munum leita eftir því við hjúkrunarfræðideild að einnig verði boðið upp á klínískt meistaranám.” Er pláss fyrir nýsköpun í daglegu erli? „Erfiðast er að koma vísindastörfunum fyrir. Fólk er ávallt reiðubúið að reyna nýjungar og bæta starfsemina. Aftur á móti er erfitt að koma því við þegar losa þarf fólk úr vinnu, til dæmis til að fara í rannsóknarstörf. Hjúkrunarstarfið er þess eðlis og hjúkrunarfræðingurinn bundinn á sinni vakt og kemst ekki burt til að fara á bókasafnið í vinnu- tíma. Bókasafnið er opið á dagvinnutíma og há- skólinn er líka á dagvinnutíma. Það fer illa saman við vaktavinnu og auk þess er það heilmikið starf að stunda vísindi. Þetta viðfangsefni höfum við ekki leyst enn.” Samstarf við sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga „Mig langar að reyna mismunandi rekstrarform, til dæmis sjúkrahústengda heimaþjónustu. Þar er ég enn með í huga að sjúklingurinn sé alltaf á rétt- um stað. Það getur verið að læknismeðferð sé lok- ið en hjúkrunarmeðferðinni ekki. Þá geta hjúkr- unarfræðingar fylgt sjúklingnum heim og lokið sinni meðferð þar. Eins hef ég áhuga á að fara í samstarf við sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga svo starfskraftar þeirra nýtist okkar skjólstæðing- um. Þeir starfa þegar við barnahjúkrun, hjúkrun aldraðra og hjúkrun dauðvona. Þegar sjúklingar útskrifast af hátæknisjúkrahúsi er gott að geta vís- að þeim til þessara hjúkrunarfræðinga sem þá geta tekið við.” Skörun lækninga og hjúkrunar Hvernig er samstarfi ykkar framkvœmdstjóranna háttað? „Framkvæmdastjórnin er smátt og smátt að kynnast. Ég hef miklar væntingar til þessa sam- starfs og tel að við getum gert spítalann að góðu og öflugu fyrirtæki. Samstarfið við lækningaforstjór- ann er mikið, við ræðum saman nánast daglega og tökum sameiginlegar ákvarðanir. Samstarfið lýtur ekki síst að stefnumótun og klínísku starfi. Við höfum nýlega valið fólk til að stýra hinum ýmsu sviðum sjúkrahússins í samræmi við skipulags- breytingar sem tóku gildi 1. október. Sviðin eru undir sameiginlegri stjórn lækna og hjúkrunar- fræðinga. Samstarf okkar hefur gengið vel, við höfum á- þekka sýn og það er mikilvægt því mikið starf er framundan við að móta stefnu og sýn fyrir sjúkra- húsið. Við vitum af þeim núningsflötum sem eru, því það er talsverð skörun í lækningum og hjúkr- un. Nú þegar við höfum ráðið sviðsstjórana þurf- um við að aðstoða þá við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Næsta skref er síðan að sviðsstjórar fari að vinna með sínu fólki að uppbyggingu og endur- skipulagningu. Við höfum hafið þessa vinnu á geðsviðinu þar sem 40 manna hópur fékk það hlutverk að móta stefnu fyrir sameiginlegt geðsvið og endurskipuleggja það. Þessi hópur skiptist í undirhópa þar sem hver hefur sitt hlutverk til dæmis stjórnskipulag, bráðaþjónustu og endur- hæfingarþjónustu. Þótt það sé ekki alltaf auðvelt að vinna með svona stórum hópi þá held ég að það skili sér með auknu upplýsingaflæði milli starfs- mannanna.” Á stærð við kaupstað úti á landi „Með þessum hætti eru auðveldara að tryggja að það sé alltaf einhver í vinnu alls staðar á akrinum. Á sumum sviðum starfa allt að þúsund manns enda eru starfsmenn sjúkrahússins yfir fimm þús- und auk 4-500 sem eru í námi. Við erum á stærð við ágætan kaupstað úti á landi. Þar hittist fólk úti í búð og hefur persónuleg tengsl og það þurfum við einnig að tryggja. Starfsmenn þurfa að geta fengið upplýsingar hver hjá sínurn næsta yfir- manni. Við erum með upplýsingafulltrúa sem dreifir upplýsingum á rafrænu formi en megum samt ekki gleyma mannlegum tengslum. Kannski kemur frétt á netinu sem vekur spurningar og þá skiptir máli að geta farið til einhvers og spurt, einkum þegar breytingar eiga sér stað. Hver og einn hlýtur að spyrja: Hvað hefur þessi breyting í för með sér fyrir mig og mitt líf?” 706 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.