Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 84

Læknablaðið - 15.10.2000, Page 84
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALNÆMI Alnæmi í Afríku Alnæmi krefst fleiri mannslífa í Afríku á ári hverju en nokkur önnur dánarorsök. Styrjaldir, malaría, hungursneyð, berklar og aðrar plágur sem hrjá álfuna eru ekki eins mannskæðar og alnæmis- plágan. Að undanförnu hafa niðurstöður 13. al- þjóðaráðstefnunnar um alnæmi verið birtar víða um heim. Hún var haldin í Durban í Suður-Afríku í júh' í sumar. Pað er einkum fólk í blóma lífsins sem smitast af alnæmi. Fátækt álfunnar Framtíð þessa unga pilts við Nyong -fljótið í Kamerún verður vonandi björl en hann og annað ungtfólk í álfunni býr í skugga alnœmis. Myndin er ótengd efni greinarinnar. Ljósm: -aób nciui iiau injcig uivcuicg áhrif á útbreiðsluna, bæði fátækt í þeim löndum þar sem alnæmi breiðist hraðast út og fátækt einstaklinga sem getur leitt til áhættusamra lífshátta svo sem vændis. En það er ekki einungis í skugga örbirgðar og fáfræði sem sjúkdómurinn hefur breiðst út. Alnæmi er talið ein helsta ógn við uppbyggingu menntunar, hagkerfis og félagslegra réttinda í álfunni. Til dæmis hefur verið tekið að allt að 25% lækna í ýmsum löndum sunnanverðrar Afríku muni látast af völdum sjúkdómsins fyrir árið 2005. Ástandið verst í Botswana Ef litið er á einstök lönd álfunnar kemur í ljós að ástandið er verst í Botswana þar sem 35,8% íbúa á aldrinum 15-50 ára eru smitaðir. Fleiri lönd álfunnar eru með yfir fimmtung smitaðan, af fólki á besta aldri. Öll löndin sunnan Sahara hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum en iila gengur að fá staðfestar tölur í sumum löndunum þar sem stjómvöld hafa tilhneigingu til að líta framhjá vandanum. í Suður-Afríku er vandinn vaxandi í Suður-Afríku breiðist alnæmi nú út með vaxandi hraða. Talið er að 3,5 milljónir manna hafi sýkst nú þegar og sú tala verði komin upp í að minnsta kosti sex milljónir árið 2010. Það merkir að um 13% íbúa landsins á aldrinum 20-64 ára beri smitið. Munaðarleysingjar munu nálgast að vera orðnir um milljón eftir fimm ár og verða væntanlega nálægt tveimur milljónum um 2010. Helstu þættir í útbreiðslu alnæmis Þótt nú sé litið æ meir á aðra þætti en fátækt leikur enginn vafi á því að hún er helsta ástæða alnæmisvandans í Afríku. Fjármagn vantar til að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi og einnig til fræðslu um útbreiðslu sjúkdómsins og úrræði til varnar honum. • Forystumenn í afrískum samfélögum hafa horft framhjá alnæmisvandanum og hann hefur hvergi verið tekinn föstum tökum. • Ýmsar hefðir auka á hættuna á að smit eigi sér stað. Til að mynda er sá siður í sunnanverðri Afríku að nota plöntur ti! að þurrka slímhúðina innan á kynfærum kvenna. • Akveðin bannhelgi hvílir víða á því að ræða kynferðismál við börn. Foreldrar veita börnum sínum því ekki nauðsynlega kynfræðslu. • Ýmsir trúarhópar hafa lagst gegn því að börn fái kynfræðslu í skólum. Þar af leiðandi fá þau ekki fræðslu um að verjur geti varið einstaklinga fyrir alnæmissmiti. • Ólæsi er útbreitt og það setur fræðslu til al- mennings skorður. • Hefðbundnir hjúskaparsiðir ýta oft undir út- breiðslu veikinnar, til dæmis þar sem siður er að ekkjur giftist mági sínum eftir andlát fjöl- skylduföðurins. Sé banamein mannsins alnæmi, eins og æ oftar gerist, er konan oftast smituð og ber smitið áfram. Oft eiga giftir menn fleiri rekkjunauta og því er smit fljótt að berast áfram. • Alnæmissmituðu fólki er víða útskúfað úr sam- félaginu. Vændi er algengt úrræði, ekki síst þeirra sem eiga undir högg að sækja. I þeirra hópi eru fjölmargir alnæmissmitaðir. • Fátækt rekur marga karlmenn langan veg í at- vinnuleit og hættan á skyndikynnum eykst enn frekar við slíkar aðstæður. • Síðast en ekki síst er heilbrigðiskerfið í fátækari löndum Afríku mjög vanþróað, hreinlæti víða ábótavant, vatn af skornum skammti og starfsfólk og sjúkrahús illa tækjum búið. Þetta eykur mjög áhættuna á útbreiðslu alnæmis. -aób Heimildir Ugeskrift for Læger 38/2000 JAM A 12. júlí 2000 (http://jama.amaassn.org/issues/v284n2/ffuli/jmn0712-l.html); http://www.unaids.org 714 Læknablaðid 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.