Læknablaðið - 15.10.2000, Page 91
RAÐSTEFNUR / PING / STYRKIR LSI
Ráðstefna um
heilbrigðismál á
18. öld
Félag um átjándu aldar fræði og Félag áhugamanna
um sögu læknisfræðinnar halda ráðstefnu um
heilbrigðismál á 18. öld laugardaginn 28. október
næstkomandi í sal Þjóðarbókhlöðunnar, og hefst
hún klukkan 13.15. Klukkan 10. að morgni sama
dags verður Egils Snorrasonar fyrirlestur á sama
stað.
Eftirtaldir fyrirlestar verða fluttir:
• Sigurjón B. Stefánsson læknir: Hugmyndir
manna um geðsjúkdóma á 18. öld.
• Erla Dóris Halldórsdóttir hjúkrunar- og
sagnfræðingur: Spítelskan frá 1650 til 1848.
• Kristrún A. Ólafsdóttir meinatæknir og
sagnfræðingur: Skipan heilbrigðismála 1780-
1800.
• Axel Sigurðsson lyfjafræðingur: Óráðnar gátur í
sögu lyfjafræðinnar.
• Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor: Upphaf
Ijósmóðurfræðslu á íslandi.
Að ráðstefnunni lokinni verður farið í lækna-
minjasafnið í Nesstofu, þar sem Kristinn Magnússon
og Ólafur Grímur Björnsson verða leiðsögumenn.
Allir áhugamenn um sögu heilbrigðismála eru hvattir
til að sækja ráðstefnuna sem er ókeypis og öllum
opin.
Vísindasjóður Wyeth Lederle
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði Wyeth Lederle.
Umsóknir skulu sendar Austurbakka hf, Köllunarklettsvegi 2 á þar til gerðum eyðublöðum, eigi síðar en 17.
nóvember næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í móttöku Austurbakka hf.
Netfang: austurbakki@austurbakki.is
Úthlutun ferfram þann 14. desember.
Eftirfarandi eru mikilvægar upplýsingar fyrir væntanlega umsækjendur:
- Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins sem hægt er að nálgast á skrifstofu Austurbakka hf.
- Styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir til rannsókna á sviði meltingarsjúkdóma.
- Samtals verður einni milljón króna úthlutað úr sjóðnum. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að veita einn stóran
styrk, 400-500 þúsund krónur og þrjá minni, 200-300 þúsund krónur hvern.
Stjórn sjóðsins skipa þeir Kjartan Örvar og Ásgeir Böðvarsson, tilnefndir af Félagi sérfræðinga í
meltingarsjúkdómum, og Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Wyeth Lederle sem jafnframt er formaður
nefndarinnar.
Vísindasjóður
Félags íslenskra
heimilislækna
Umsóknir um vísindastyrki fyrir haustúthlutun 2000
þurfa að berast sjóðnum fyrir 15. nóvember og séu
stílaðar á undirritaðan.
Umsóknum ber að skila á þar til gerðum
eyðublöðum ásamt rannsóknar- og
fjárhagsáætlunum. Hægt er að sækja eyðublöðin
og sjá lög Vísindasjóðsins á heimasíðu FÍH,
http://www.heimilislaeknar.is
Fyrir hönd stjórnar Vísindasjóðs FÍH
Þórir B Kolbeinsson formaður
Þrúðvangi 22, 850 Hellu
Netfang: thorbk@vortex.is
Félag íslenskra gigtlækna
Vísindastyrkir
Félag íslenskra gigtlækna auglýsir til umsókna
vísindastyrki. Heildarupphæð styrkveitinga er kr.
800.000.
Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá
Birni Guðbjörnssyni varaformanni félagsins, á
Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala
Hringbraut, s. 560 2057.
Læknablaðið 2000/86 719