Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Page 4

Skessuhorn - 12.03.2014, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Lífið er línudans Leiðari Vikan sem leið fékk mig til að hugsa um hversu mikið við eigum af ungu og efnilegu íþróttafólki. Ungmennum sem eru sjálfum sér, sínu fólki og æsku- stöðvunum til ómælds sóma. Ungmenni sem velja að verja frítíma sínum í æfingar, keppni og að sýna hreysti sína og dáð heima og heiman í stað þess að líkamlega og andlega að staðna fyrir framan tölvu,- síma- eða sjónvarps- skjái. Íþróttir eru nefnilega afl sem mótar ungt fólk með jákvæðum hætti. Hafið þið til dæmis velt fyrir ykkur hvað við hér á Vesturlandi erum hepp- in að eiga mikið af afreksfólki? Næstum í hverri einustu viku fáum við hér í Skessuhorni að segja frá glæsilegum afrekum á sviði íþrótta þar sem ung- ir vestlenskir garpar á ýmsum sviðum eru að gera frábæra hluti. Nýverið sögðum við t.d. frá Íslandsmeisturum kvenna í Snæfelli sem búnar voru að vinna mótið í körfunni löngu áður en því lauk. Við sögðum frá Íslandsmet- höfum í keilu á Akranesi og við sögðum í síðustu viku frá því að búið væri að bjóða hinum fjölhæfa, fimmtán ára Helga Guðjónssyni úr Reykholti til æfinga með dönsku meistaradeildarliði í knattspyrnu. Kannski verður það niðurstaðan hjá honum að velja fótboltann, en hann hefði ólíkt flestu öðru íþróttafólki getað valið úr körfubolta, sundi og frjálsum íþróttum, auk knattspyrnunnar, því í öllum þessum greinum er hann framúrskarandi og á ýmist gildandi Íslandsmet eða frátekin landsliðssæti í þessum greinum. Mér er til efs að fjölhæfari íþróttamaður hafi komið upp í seinni tíð. Til að ná slíkum árangri þarf rétta hugarfarið, festu og þrotlausar æfingar en ekki síður vilja til að ná árangri. Það er einmitt sama hugarfarið og þarf til afreka á öllum sviðum mannlífsins; hvort sem er í vinnu eða leik. Þrátt fyrir þennan árangur dugði hann ekki Helga til að verða kosinn íþróttamaður síns heimahéraðs á liðnu ári. Ég varð dálítið hissa, en á öllu eru jú skýringar og það réttmætar. Hans tími mun koma. Þessi staðreynd að Helgi hafi ekki unnið til fyrrnefndra verðlauna minnti mig svolítið á hrakfarir annarrar, og ekki síðri kempu á íþróttasviðinu, Anítu Hinriks- dóttur hlaupakonu. Ýmsir urðu undrandi þegar hún varð ekki fyrir valinu sem fremsti íþróttamaður síðasta árs. Einn vís maður benti reyndar á að það væri kannski skýring á að hún hefði stigið á línuna, líkt og hún því mið- ur lenti í nýverið og missti þar af leiðandi af Evrópumeti. Auðvitað lang- aði hana líka til að verða íþróttamaður ársins og síðast var sá titill einmitt veittur fyrir að sitja meira utan við hliðarlínuna en að keppa innan hennar! Lífið er jú línudans. Í þessu samhengi langar mig að benda á hreint frábæra ádrepu sem ung og efnileg íþróttakona, Berglind Gunnarsdóttir, skrifar í Skessuhorn í dag. Allt fólk sem styður jafnrétti á að lesa hana. Jafnrétti í íþróttum sem öðru. Í vikunni var skammt „stórra högga“ á milli í fleiri íþróttagreinum (eða kannski þungra högga). Hinn frækni bardagaíþróttamaður Gunnar Nel- son hafði rússneskan andstæðing sinn undir í keppni. Þar sem viðureignin fór alveg framhjá mér læt ég hér fylgja orðrétta lýsingu eins íþróttafrétta- mannsins: „Gunnar lét olnbogana dynja á andliti Rússans eftir að hafa náð honum niður. Loks náði hann hálstaki á Akmedov og voru leikar stöðv- aðir þegar aðeins rétt rúmar fjórar mínútur voru liðnar af fyrstu lotu.“ Ég skal fúslega viðurkenna, þótt ég syndi þar á móti straumnum, að mér finnst bardagaíþrótt þessi afskaplega hreint óspennandi og ætti að vera rauðlit- að merki á sjónvarpsskjánum í hvert sinn sem sýnt er frá keppni sem þess- ari. Mér finnst það mikill tvískinnungur að hrífast af þessu og kalla íþrótt, á sama tíma og fólki er bannað með lögum að útkljá mál sín með handa- lögmálum, fá jafnvel þunga dóma fyrir slíkt háttarlag. Við bönnum krökk- unum okkar að slást; slá og sparka. Eitthvað held ég því að þurfi að endur- skoða siðferðis- og heilsuverndargildið við bardagaíþróttir. Lífið er nefni- lega línudans, einnig í vali á þeim íþróttum sem kalla mætti viðurkennt sport. Magnús Magnússon Í lok febrúar héldu Hópferðabílar Svans Kristófers í Snæfellsbæ upp á 30 ára afmæli. Það var árið 1984 sem Svanur hóf fólksflutninga fyrir Fiskverkun Kristjáns Guðmunds- sonar og ári síðar bættist Hrað- frystihús Hellissands við. Vatt þetta upp á sig og hóf hann síðar skóla- akstur fyrir útibú Fjölbrautaskóla Vesturlands og árið 1994 hófst skólaakstur fyrir Snæfellsbæ. Í dag eru sex bílar í rekstri hjá fyrirtæk- inu og fjórir starfsmenn. Helstu verkefni eru skólaakstur fyrir Snæ- fellsbæ og Fjölbrautaskóla Snæfell- inga og akstur með starfsfólk Hrað- frystihúss Hellissands, ásamt öðr- um tilfallandi verkefnum á Snæ- fellsnesi. Í tilefni af þessum merka áfanga bauð Svanur íbúum Snæ- fellsbæjar að fagna með sér á verk- stæði fyrirtækisins og skoða nýj- an 19 manna bíl af Benz gerð sem bættist í flotann. þa Hreppsnefnd Skorradalshrepps kom saman til fundar sl. fimmtu- dag. Þar var rætt um niðurstöðu skoðanakönnunar sem framkvæmd var meðal kosningabærra hrepps- búa nýlega um hug þeirra til sam- einingar við nágrannasveitar- félög, eða áframhaldandi sjálfstæði hreppsins. Hreppsnefndin sam- þykkti á fundinum að virða niður- stöðu umræddrar skoðanakönnun- ar, en hún var þannig að 23 vildu að Skorradalur verði sjálfstætt sveit- arfélag áfram, 15 vildu sameinast Borgabyggð en aðeins einn Hval- fjarðarsveit. Þátttaka í skoðana- könnuninni var 83%. Skorradalshreppur verður því sjálfstætt sveitarfélag áfram og all- ar líkur á að þar verði persónu- bundnar kosningar í vor, eins og oftast hefur tíðkast í hreppnum. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum er meðal þeirra fimm sem nú eru í hreppsnefndinni, en fyrir liggur að a.m.k. einn hreppsnefndarmanna gefur ekki kost á sér áfram, það er Davíð Pétursson oddviti á Grund. Hulda sagðist í samtali við Skessu- horn ekkert sjá því til fyrirstöðu að Skorradalur geti áfram sinnt sínu hlutverki sem sjálfsætt sveitarfélag og hún vill gjarnan starfa áfram að málum innan hreppsins. „Við viljum eiga gott samstarfs við nágranna- sveitarfélögin í ýmsum málum eins og við höfum gert. Gjarnan mætti útvíkka þann samstarfsgrundvöll eins og t.d. varðandi skipulags- og byggingamálin. Ágætt er í því sam- bandi að horfa til uppsveita Árnes- sýslu þar sem nokkur sveitarfélög eru með sameiginlega skrifstofu og starfsmenn varðandi þau mál. Að ég tali nú ekki um eldvarnaeft- irlit og fyrirbyggjandi starf varð- andi eldvarnir. Það er eitt brýnasta málið fyrir okkur hér í Skorradal að vinna áfram að viðbragðsáætl- un vegna hugsanlegra gróðurelda, sem er hagmunamál allra á þessu svæði,“ sagði Hulda Guðmunds- dóttir á Fitjum. þá Stjórn Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi samþykkti á fundi nýlega að 3,9 milljónum króna verði ráð- stafað til að koma í veg fyrir frek- ari skemmdir á kútter Sigurfara með því að koma heillegum hlut- um hans í forvörslu og geymslu, uns unnt verður að fjármagna end- urbyggingu hans. Í því sambandi var Jóni Allanssyni forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum falið að útvega kostnaðar- og verkáætl- un. Jón hefur nú óskað eftir því við Hjalta Hafþórsson bátasmið á Reykhólum að vinna áætlun um það, enda kunni hann til verksins. Hjalti hefur tekið sér tíma fram í þessa viku að meta hvort hann fari í þessa vinnu, en hann skilaði í maí 2009 kostnaðaráætlun um viðgerð á kútternum. Í bloggfærslu á heimasíðu Hjalta sem hann kallar „Bátasmíðavefur - arfur aldanna,“ segir hann að ef til þess komi að Sigurfara verði pakk- að í geymslu, sé um að ræða gríð- arlega vandasamt og krefjandi verk- efni, sem ekki sé unnið á nokkrum dögum. Vonandi verði þróunin sú að ekki komi til þess að kútterinn verði hlutaður sundur og heilleg- um hlutum komið í geymslu, frekar verði ráðist í viðgerð á kútternum. Hjalti sagði í samtali við Skessu- horn að við niðurrif á kútternum þyrfti ekki aðeins að teikna skipið upp og mæla, heldur yrði að mæla hverja spýtu og merkja henni stað. Þetta væri því gríðarleg vinna. Umrædd peningaupphæð sem varið er til verkefnisins, 3,9 millj- ónir króna, er hluti fimm milljóna króna styrks sem kom í það frá for- sætisráðuneytinu. Stjórn Byggða- safnsins í Görðum ákvað að 1,1 milljónum króna yrði varið til að leita styrkja til varðveislu og endur- byggingu á kútternum. þá Þrjátíu ára afmæli Hópferðabíla Svans Hér standa þeir feðgar Svanur og Hafþór við nýja bílinn. Skoðað með niðurrif á kútternum Svipmynd frá Fitjum í Skorradal. Ljósm. mm. Lýðræðið látið ráða í Skorradal

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.