Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Qupperneq 10

Skessuhorn - 12.03.2014, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Tillögur um um- hverfisverðlaun NORÐURLÖND: Norður- landaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og um- hverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs 2014. Í ár verða verðlaun- in veitt sveitarfélagi, bæjarfélagi eða nærsamfélagi sem hefur með samstilltu átaki lagt sitt af mörk- um fyrir umhverfið í heild eða stuðlað að úrbótum varðandi af- markað umhverfismál. Frestur- inn til að senda inn tillögur renn- ur út þann 23. apríl. Nemur verð- launaféð 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 7,3 milljón- um íslenskra króna. Hægt er að senda inn tillögur að verðlauna- höfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norð- urlandaráðs. –mm Ríflega ein fast- eign seld á dag VESTURLAND: Í febrúar síð- astliðnum var samtals 31 kaup- samningi um fasteignir þing- lýst á Vesturlandi. Þar af voru 15 samningar um eignir í fjöl- býli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um ann- ars konar eignir. Heildarveltan var 678 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samning 21,9 milljónir króna. Af þessum 31 samningi voru 16 um eignir á Akranesi. Þar af voru 10 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 403 milljónir króna og meðalupphæð á samn- ing 25,2 milljónir króna. Til sam- anburðar var í febrúarmánuði 55 samningum þinglýst á Norður- landi, 24 á Austurlandi, 33 á Suð- urlandi og 47 á Reykjanesi. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 1. - 7. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 1.717.334 kg. Mestur afli: Faxi RE: 838.594 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 86.878 kg. Mestur afli: Katrín SH: 26.616 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 12 bátar. Heildarlöndun: 464.888 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 85.700 kg í fimm löndunum. Ólafsvík 24 bátar. Heildarlöndun: 597.039 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 130.182 kg í fimm löndunum. Rif 20 bátar. Heildarlöndun: 751.297 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 145.245 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 120.189 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 83.865 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Lundey NS – AKR: 842.810 kg. 5. mars 2. Faxi RE – AKR: 730.139 kg. 6. mars 3. Faxi RE – AKR: 108.455 kg. 2. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 82.286 kg. 7. mars 5. Örvar SH – RIF: 73.670 kg. 6. Mars mþh Fyrirhugaðar eru ýmsar fram- kvæmdir á vegum Borgarbyggð- ar á þessu ári. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra eru viðhalds- og gatnagerðarfram- kvæmdir í undirbúningi fyrir hátt í 130 milljónir króna. Stærstu verkefnin eru endurbætur á hús- næði Grunnskólans í Borgarnesi, malbikun og frágangur bílaplans í Reykholti og lagfæringar í félags- heimilinu Lyngbrekku á Mýr- um. Í gatnagerðarframkvæmdum er gert ráð fyrir byggingu gang- stéttar við Bjarnarbraut, Fjólu- klett og Birkiklett í Borgarnesi auk þess sem stefnt er á að ljúka framkvæmdum á bílastæði á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar. Þá segir Páll stefnt að breyting- um á skólaholtinu í bænum, milli grunnskólans og Hótels Borgar- ness. Breytingarnar miða að því að auka öryggi gangandi vegfar- enda en ferðir skólabarna eru tíð- ar á þessari leið þar sem mötu- neyti skólans er á hótelinu. Ver- ið er að vinna að tillögu að breyt- ingum sem kynntar verða íbú- um á svæðinu á næstunni. Með- al þess sem verið er að skoða er að breikka gangstétt í Bröttugötu og að gera sérstakt sleppitorg þar sem bílastæði við sparkvöll grunn- skólans er nú. Áfram verður haldið með gerð göngustíga á árinu. Páll segir stefnt að því að klára göngustíg fyrir Suðurneskletta í neðri bæn- um. Þar verður meðal annars reist sérstök göngubrú til að tengja göngustíginn við Bjarnarbraut. Styttri stígar verða einnig gerðir í Bjargslandi, m.a. stígur sem teng- ir vatnstankinn græna við Kvía- holt og stíg sem tengir Hamra- vík við göngustíg hjá lóð Límtrés- Vírnets. Fleiri verkefni eru einnig fyrirhuguð. Páll býst við að fram- kvæmdir hefjist í vor. hlh Gríðarleg þorskgengd er nú á grunnslóð beggja vegna við Snæ- fellsnes. Netabátar eru að fá mok- afla þar sem algengt er að netin séu hreinlega full af fiski, bunkuð sem kallað er. Bárður SH 81 frá Arn- arstapa er einn þessara báta. Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðar- maður segir að báturinn hafi verið að fá fullfermi allt að þrisvar sama daginn. „Undafarið hefur verið hreint óhemju mikið af þorski. Það er ekki annað að sjá en það séu að koma mjög kraftmiklar göngur af fiski til hrygningar. Þorskurinn er þó aðeins seinna á ferðinni nú en undanfarin ár. Hann fór að koma upp á grunnið af miklum krafti um miðjan febrúar. Það lóðar alveg svakalega á þorsk hér um allt, bæði djúpt og grunnt beggja megin við Snæfellsnes.“ Algert mok í þorskanetin Pétur er búsettur á Arnarstapa og gerir bát sinn alla jafna út það- an. Þrálátar suðlægar áttir hafa hins vegar orðið til þess að áhöfn Bárð- ar SH hefur róið síðustu daga frá Ólafsvík og landað þar. Tveir menn eru í áhöfn með Pétri. „Það er búið að vera ákaflega vindasamt í vetur. Eftir þrálátar norðaustan áttir er farið að snúast til sunnanátta. Því erum við komnir hér norður fyr- ir Snæfellsnesið núna. Það er ein- göngu til að fá skjól fyrir sunn- anáttunum. Við vitum að það er geysilega mikið af fiski núna við Arnarstapa og víðar sunnanmegin við Snæfellsnesið.“ Áhöfnin á Bárði SH stendur virki- lega í ströngu þessa dagana. „Það er mjög algengt að fá tonn af þorski í hvert net. Við erum bara með hefð- bundin þorskanet með níu tomma riðli sem eru hvert fyrir sig felld á 55 metra langan tein. Það eru tíu net í hverri trossu. Stundum drög- um við sömu trossuna tvisvar sama daginn og höfum dregið trossur allt að þrisvar á sólarhring. Það er bara svo mikið af þorski að það er ekki hægt að láta netin liggja. Þau fyll- ast,“ segir Pétur Pétursson skip- stjóri. „Þorskurinn er mjög góð- ur og vel haldinn. Hann er stór og lifrarmikill. Það er alveg ljóst að okkur Íslendingum hefur tekist að byggja upp þorskstofninn,“ bætir hann við. Lítið sést til loðnu Ekkert lát er á þessum góðu afla- brögðum. Bárður SH tekur um tíu tonna afla sem komið er fyrir ísuð- um í plastkör um borð. „Á fimmtu- daginn fylltum við öll kör þrisv- ar sinnum. Þennan eina dag fór- um við því þrisvar inn til löndunar. Þessi fiskur sem við erum að landa er tekinn lifandi úr netunum og ný- dreginn þegar við löndum honum á markað. Það er svo stutt að fara á miðin núna. Þetta er bara hér rétt fyrir utan.“ Pétur segir að þó að ástandið sé gott þá valdi það honum áhyggjum hvað lítið hafi sést af loðnu í Faxa- Frá Borgarnesi. Borgarbyggð með ýmsar framkvæmdir á árinu Bunkuð net hjá Bárði SH flóa og á Breiðafirði núna undan- farið. „Við höfum ekki séð nein- ar lóðningar af loðnu nú í febrúar og mars eins og við gerum alltaf á þessum árstíma. Það er örugglega búið að vera mikið minna af loðnu í Faxaflóa og Breiðafirði núna held- ur en undanfarin ár. Ég er búinn að stunda þetta í 30 ár og hef aldrei séð jafn lítið af loðnu og núna. Þó sjáum við að þorskurinn er núna að éta loðnu. Maður vonar því að hún sé þarna en bara svona dreifð í sjón- um.“ Telur að tryggja verði þorskinum nóg æti Þó Pétur segist sannfærður um að þorskstofninn sé orðinn sterkur og lýsi ánægju með það, þá hefur hann áhyggjur af því að allur þessi þorsk- ur fái ekki nóg að éta. Stór og ört vaxandi þorskstofn þurfi mikið og gott æti. „Maður er mjög hugsi yfir því hvað ofsalega lítið hefur sést af loðnu í vetur. Ef okkur á að tak- ast að byggja upp stóran þorskstofn og viðhalda honum þá verðum við að tryggja honum æti. Við megum ekki ganga of nærri loðnunni. Nú þurfum við að vanda okkur í þess- um efnum. Ég hef til dæmis mikl- ar efasemdir um að það sé rétt að veiða loðnuna í flottrollin. Þau splundra torfunum og trufla göngu loðnunnar með landinu. Það get- ur haft þau áhrif að hún nái ekki að komast á áfangastað til hrygningar á mikilvægustu hrygningarstöðvum þorskins við suðvestur- og vestan- vert landið. Þorskurinn þarf þetta æti sem loðnan er til að byggja sig upp fyrir hrygninguna. Við sjáum það vel sjálfir þegar við erum að draga þorska á vorin að hrygningin getur gengið mjög nærri þeim. Þeir eru sumir grindhoraðið og mátt- lausir eftir þau átök. Ef fiskarn- ir eiga að lifa þetta af þá verða þeir að vera í góðu formi. Það er með þá eins og öll önnur dýr. Sömu lög- mál,“ segir Pétur Pétursson. mþh/ Ljósm. Pétur Pétursson yngri. Mynd sem tekin var þegar áhöfn Bárðar SH dró þorskanetin í síðustu viku. Það var svo mikið af þorski í trossunni að hún flaut upp. Hér sést hvernig netin geta verið bunkuð af þorski þegar þau eru dregin, jafnvel þó þau hafi aðeins legið í örfáar klukkustundir. Þessi mynd var líka tekin í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.