Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Síða 2

Skessuhorn - 19.03.2014, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 Eins og veðurspáin er næstu daga er rétt að brýna fyrir fólki sem ætlar eitthvað lengra til að afla sér upplýs- inga um veðurútlit og færð, sem og fara varlega þar sem snjódriftir og lé- legt skyggni geta skapað stórhættu á vegum. Enn er norðaustan áttin þrálát og hún verður stíf næstu dagana alveg fram á sunnudag, með tilheyrandi snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu og fyrir austan en úrkomu- litlu syðra. Kalt verður í veðri, eink- um á laugardag þegar frostið verður 3-12 stig. Á sunnudag er spáð frem- ur hægri breytilegri átt, en norðvest- an strekkingi og stöku éljum á norð- austur horninu. Á mánudag eru lík- ur á suðlægri átt með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands með hlýnandi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ferðu í leikhús í vetur?“ Um þetta er ekki síst spurt þar sem a.m.k. fjórar leiksýningar eru í gangi í lands- hlutanum. Margir kveðast ætla í leik- hús. „Já örugglega“ sögðu 40,04% og „já sennilega“ 12,61%. 17,26% vissu það ekki en 30,09% kváðust örugg- lega ekki ætla að fara. Í þessari viku er spurt: Á styrkjakerfi landbúnaðar að ná yfir geitabúskap? Áhugaleikarar vítt og breitt um landshlutann eru Vestlendingar vik- unnar. Nú er t.d. verið að sýna mjög áhugaverð leikverk í Stykkishólmi, í Lyngbrekku á Mýrum, í Logalandi og NFFA sýnir í Bíóhöllinni á Akranesi. Skessuhorn hvetur fólk til að gefa þessum sýningum gaum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Afhending tafðist SNÆF: Neta- og dragnót- arbáturinn Magnús SH frá Hellissandi verður í Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ell- erts á Akranesi nokkrum dög- um lengur en áætlað var. Upp- haflega var fyrirhugað að sigla skipinu heim um liðna helgi. Við prófanir á því rétt fyrir brottför kom hins vegar í ljós að lagfæra þyrfti pakkning- ar í skrúfubúnaði skipsins. Til að gera það þurfti að taka það aftur upp í skipalyftu stöðvar- innar. Vonast er til að Magnús SH haldi heim í lok vikunnar. -mþh Úthlutað úr Menningarsjóði BORGARBYGGÐ: Úthlut- að hefur verið úr Menningar- sjóði Borgarbyggðar. Við út- hlutun að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á grasrótarstarf en alls bárust 22 umsóknir upp á ríflega 4,5 milljónir króna. 15 verkefni fengu úthlutun og nemur úthlutunarupphæð þeirra um 1,6 milljón króna. Þessir fá styrk: Reykholtskór- inn, kórinn Gleðigjafar, Sam- kór Mýramanna, karlakórinn Söngbræður, IsNord tónlist- arhátíðin, Ljómalind vegna endurmenntun í menning- ararfi, Tónlistarfélag Borg- arfjarðar, leikdeildir Umf. Skallagríms, Umf. Reykdæla og Umf. Stafholtstungna, Ríkharður Mýrdal Harðar- son vegna vefsíðugerðar um Hörð Jóhannsson, danshóp- urinn Sporið fyrir kynningar- námskeið í þjóðdönsum, Haf- steinn Þórisson vegna afmæl- istónleika og Sigrún Elías- dóttir vegna heimildaöflunar um Bjarna Viborg. -hlh Innlend fram- leiðsla gerð upptæk LBD: Lögreglan gerði sl. mánudag húsleit í íbúðarhúsi í Borgarnesi og á sveitabæ í Borgarfirði. Í húsleitunum var lagt hald á um tíu grömm af kannabisefnum. Tveir menn voru handteknir vegna þessa máls og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Efnin voru talin til eigin nota og að um innlenda framleiðslu væri að ræða. -þá Viðburðaríkt ár lúðrasveitar S T Y K K I S H Ó L M U R : Landsmót skólalúðrasveita verður haldið í Stykkishólmi helgina 4.-6. apríl næstkom- andi. Von er á um 200 nem- endur í Hólminn til að spila og skemmta sér saman heila helgi. Skammt er stórra högga á milli því Lúðrasveit Stykk- ishólms verður 70 ára á þessu áru og af því tilefni verða af- mælistónleikar í Stykkishólms- kirkju sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 17:00. -mm HB Grandi hf. og tyrkneska skipa- smíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að sam- komulagi um að Celiktrans full- hanni og smíði líkan af ísfiskstog- ara til skoðunar í tanki. Á vef fyr- irtækisins er greint frá því að Al- freð Tulinius og Bárður Hafsteins- son skipaverkfræðingar hjá Nau- tic ehf. hafi tekið að sér hönnun skipsins. Áætlað er að hönnunin og prófun líkans verði að fullu lokið í júní næstkomandi en í framhaldi þess ræðst hvort samkomulag náist á milli aðila um smíði þriggja ís- fiskstogara. Náist samkomulag má búast við að fyrsti togarinn verði afhentur um mitt árið 2016. Þeg- ar liggur fyrir gróf útlitshönn- un af togurunum sem eru um 55 metra langir og 13,5 metra breið- ir. Skipasmíðastöðin Ceiliktrans er nú með uppsjávarskip í smíðum fyrir HB Granda. mm/hbgrandi.is Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag fyrirliggjandi kaupsamning vegna Dalabrautar 6 á Akranesi milli kaupstaðarins og Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar. Jafnframt var samþykkt á fundinum viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Hvoru- tveggja var vísað til umfjöllunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður ÞÞÞ húsið keypt í þeim tilgangi að þar verði þjónustumiðstöð fyrir aldraða og um leið aðstaða til félagsstarfs Fé- lags eldri borgara á Akranesi og ná- grenni. Á aðalfundi félagsins í byrj- un mars tilkynnti Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri um fyrirhuguð kaup og lét þá í ljós vonir um að þetta yrði einskonar afmælisgjöf frá kaupstaðnum til FEBAN sem fagn- ar 25 ára afmæli um þessar mundir. ÞÞÞ húsið er tæplega 900 fermetrar að stærð og meðfylgjandi lóð gefur möguleika á stækkun hússins. Sam- kvæmt skipulagi er gert ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum á umræddri lóð enda er hún mjög stór. þá Þriðjudaginn 11. mars síðastlið- inn hófust framkvæmdir á Lang- jökli við gerð ísganga fyrir ferða- menn. Um er að ræða undirbún- ingsvinnu á yfirborði jöklsins til að gera gröft hinna eiginlegu ísganga mögulegan en sú vinna mun hefj- ast innan skamms. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í tæp fjögur ár. Skessuhorn hefur áður sagt frá væntanlegri ísgangafram- kvæmd með spjalli við Reynir Sæv- arsson sem starfar hjá verkfræði- stofunni EFLU. Hann hefur frá upphafi verið verkefnisstjóri þessa framsækna verkefnis. Um aðdrag- anda og tilurð þess segir Reyn- ir m.a: „Í maí 2010 setti Baldvin Einarsson, sem rekur ferðaskrif- stofuna IceTour í Noregi, fram þá hugmynd að grafa göng í jökul- inn fyrir ferðamenn. Göngin yrðu staðsett hátt á jöklinum og öflugir jöklabílar nýttir til að flytja gestina upp. Nokkru áður hafði Arngrím- ur Hermannsson byrjað rekstur sérútbúinna átta hjóla jöklatrukka sem geta flutt marga farþega upp jökulinn við nær hvaða aðstæður sem er.“ Reynir segir að jöklafræði- lega sé staðsetning hátt á jöklin- um mun hentugri en niðri við jað- ar hans. Sumarið 1996 hafi Krist- leifur í Húsafelli staðið fyrir gerð íshellis við jaðar Langjökuls í sama tilgangi, en erfitt reyndist að viðhalda honum vegna hraðr- ar bráðnunar. „Baldvin Einars- son fékk til liðs við sig félaga sinn Hallgrím Örn Arngrímsson verk- fræðing á verkfræðistof- unni EFLU við útfærslu hugmyndarinnar. Í júlí sama ár ákvað EFLA svo að vinna að verkefninu með það að markmiði að þróa það nægilega til að fjárfestar gætu komið að því. Um þremur árum síðar, eftir að búið var að skoða vandlega öryggismál, leyfismál, umhverfisáhrif, kostn- að og graftraraðferðir, var gengið frá samkomulagi við nýstofnaðan fjárfestingasjóð um kaup og fjár- mögnun verkefnisins. Fjárfestinga- sjóðurinn heitir Icelandic Tour- ism Fund I og er í eigu Icelandair, Landsbankans og nokkurra lífeyr- issjóða, en verkefnið hafði frá upp- hafi verið unnið í samráði við Ice- landair,“ segir Reynir. Nú hefur verið samið við Bygg- ingarfélagið Balta ehf. um vinnu við gerð ganganna á Langjökli í samvinnu við tæknimenn EFLU sem hafa umsjón með framkvæmd- inni. Á vegum Balta munu nokkr- ir vaskir Borgfirðingar fara í dags- ferðir á jökulinn og vinna að greftr- inum fram á sumar. Í framhaldi af því á að útbúa inni í ísgöngunum magnaða sýningu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Markmið- ið er að þarna verði gerðir stærstu manngerðu íshellar í heimi. mm ÞÞÞ húsið að Dalbraut 6. Samningar nást um kaup Akranes- kaupstaðar á ÞÞÞ húsinu Hugur í HB Granda fólki um fjölgun ísfiskstogara Framkvæmdir hafnar við einn stærsta manngerða íshelli í heimi Reynir Sævarsson og félagar á Langjökli í síðustu viku. Vaskir Borgfirðingar munu vinna verkið. F.v. Bragi Geir Gunnarsson, Reynir Sævarsson, Hjörtur Örn Arnarson, Gunnar Konráðsson og Andrés Eyjólfsson. Einar Steinþór Traustason vantar á myndina. Þversnið sem sýnir fyrirhuguð göng í Langjökli. Menn Balta að störfum, Einar Steinþór Traustason fremstur. Ljósm. Reynir Sævarsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.