Skessuhorn


Skessuhorn - 19.03.2014, Síða 31

Skessuhorn - 19.03.2014, Síða 31
31MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2014 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 HDS 5/11 U/UX HDS 10/20-4 M/MX HDS 8/18-4 C/CX K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Sýning leikhóps FVA á gaman- og söngleiknum Gauragangi við leik- stjórn Hallgríms Ólafssonar virð- ist ætla að slá í gegn, enda stór- skemmtileg sýning hjá fjölbrauta- skólanemum. Húsfyllir var á frum- sýningu sl. laugardagskvöld og sal- urinn þétt skipaður á sýningu á mánudagskvöld. Leikritið sem er eftir Ólaf Hauk Símonarson og fjallar um unglinga og þeirra sýn á lífið verður sýnt áfram í vikunni í Bíóhöllinni. Leikhópunum und- ir stjórn Hallgríms, betur þekkt- um sem Halla Melló, hefur tek- ist að gera mjög skemmtilega sýn- ingu, vel leikna og sungna. Leik- myndin er vídeoklippur, mikið myndir af Skaganum, og þótt leik- stjórinn hafi sjálfur leikið í Gaura- gangi í Borgarleikhúsinu er þetta allt öðruvísi sýning. Og það er sama þótt fólk hafi séð þetta vin- sæla leikrit annars staðar áður, að alltaf heldur þessi beitti húmor sem er rauði þráðurinn í gegnum verkið. Enn og aftur kemur í ljós á þessari sýningu hvað samfélagið á Akranesi er ríkt af hæfileikafólki. Talentarnir eru þarna innan um en í heild er það leikhópurinn sem slær í gegn og á hrós skilið fyrir frammistöðu sína. þá Það er óhætt að segja að hvert stór- virkið á sviði leiklistar reki ann- að um þessar mundir. Að minnsta kosti fjögur áhugaleikfélög hér á Vesturlandi eru nú að sýna verk. Eitt þeirra, Leikdeild Umf. Skalla- gríms, frumsýndi síðastliðinn föstu- dag söng- og gamanleikinn Stöng- in inn. Leikritið var æft og er sýnt í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýr- um. Undirritaður var á frumsýn- ingu verksins og verður að segjast eins og er að sjaldan hef ég skemmt mér jafn vel á leiksýningu. Kannski að ABBA sýning úti í Lundúnum slái þetta við, en þar var vissulega atvinnufólk á ferð. Frábært starf hefur verið unnið í Lyngbrekku; jafnt í leik, söng og dansi. Starf leikdeildarinnar hvílir á gömlum merg en allt frá árinu 1916 hefur hún fært á fjalirnar um 80 leikverk stór og smá. „Stöngin inn“ er bráðskemmtilegt nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Höf- undurinn fór á efri árum að semja leikrit og má segja að það sé synd að hann hafi ekki byrjað fyrr, því verk þetta er hreint út sagt frábær- lega skrifað og kryddað með heims- þekktum slögurum hinnar sænsku ABBA hljómsveitar. Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og hlaut á síðasta ári verðlaun sem athyglisverðasta leik- sýning áhugaleikfélaganna og var því í kjölfarið sýnt i Þjóðleikhúsinu eins og hefð er fyrir. Efni söng- og gamanleiks þessa vísar í forngríska gamanleik- inn Lýsiströtu þar sem konurnar reyndu að fá karlana til að láta af stríðsrekstri með því að setja þá í kynlífsbann. Hér eru það hins veg- ar eiginkonurnar í litlu bæjarfélagi sem freista þess að fá karlana til að sýna sér meiri athygli. Þeir eru jú forfallnir knattspyrnuáhugamenn og sem slíkir horfa á fótbolta í tíma og ótíma og sniðganga konur sínar á meðan. Konurnar deyja hins veg- ar ekki ráðalausar og bindast sam- tökum um að setja karlana í kynlífs- svelti þar til þeir láta af þessu hátt- arlagi sínu. Líf án fótboltans reynist körlunum erfitt og sem slík heppn- ast hugmynd kvennanna fullkom- lega. Leikarar í uppsetningu Umf Skallagríms eru sextán talsins. Þar af er helmingur að stíga sín fyrstu spor á sviði. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá hverjir eru sviðs- vanir og hverjir ekki því leikur- inn er jafn og góður. Alls koma svo yfir þrjátíu manns að sýning- unni með einum eða öðrum hætti baksviðs og í undirbúningi. Sam- lestur hjá ungmennafélögum hófst í byrjun desember. Í febrúar tóku við sviðsæfingar í Lyngbrekku und- ir stjórn Rúnars Guðbrandsson- ar leikstjóra sem hlotið hefur frá- bæra dóma fyrir sýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Fjörug Abbalögin leika svo stórt hlutverk eins og áður segir og var leikhópurinn við stífar söngæfing- ar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar í janúar mánuði. Birna Haf- Leikhópur FVA slær í gegn með Gauragangi. Glæsileg sýning hjá FVA á Gauragangi Stöngin inn – aldeilis frábær kvöldskemmtun stein stýrði dansatriðum sem voru býsna mörg í sýningunni. Þriggja manna hljómsveit leikur svo undir í sýningum undir stjórn Steinunn- ar Pálsdóttur, en auk hennar skipa hljómsveitina Halldór Hólm og Magnús Kristjánsson. Augljóst er að stjórn leikdeildar, undir stjórn Olgeirs Helga Ragn- arssonar, er ekki að víla hlutina fyr- ir sér. Hún ræðst í hvert stórvirk- ið á fætur öðru. Af þeim sýning- um sem ég hef séð undanfarin ár, sem þó eru býsna margar, verð ég að segja að þessi er best. Handrit- ið er hreint út sagt stórvel skrif- að, hnittin tilsvör og kómísk atriði sem hvert um sig gerir sýninguna að samfelldum gleðileik. Verkið er því bráðskemmtilegt og hvet ég alla sem þess eiga kost að mæta í Lyng- brekku og láta það ekki framhjá sér fara. Til hamingju ungmennafélag- ar. mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.