Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Innbrotum fækk- ar í landinu LANDIÐ: Í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra fyrir mars- mánuð síðasta eru birtar töl- ur um afbrot á síðustu fimm árum. Þar kemur í ljós þegar á heildina er litið hefur skráðum innbrotum farið fækkandi síð- ustu ár. Flest innbrot eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu en þegar landsbyggðin er skoð- uð sérstaklega, má sjá að þró- un á fjölda innbrota hefur ver- ið á sömu leið þar. Einnig er í Afbrotatíðindunum skrá yfir hegningarlaga- og auðgunar- brot síðustu 13mánuðina, sem og hlutfall fíkniefnabrota eftir svæðum í marsmánuði. Á höf- uðborgarsvæðinu voru 80% fíkniefnabrota framin í mars, 10% á Suðurlandi, 5% á Vest- urlandi og Vestfjörðum, 3% á Norðurlandi og 2% á Austur- landi. –þá Meðalaldur kennara heldur áfram að hækka LANDIÐ: Meðalaldur starfs- fólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Árið 1998 var meðalaldur starfsfólks við kennslu 41,7 ár en var kominn í 46,0 ár haust- ið 2013. Á þessu tímabili hef- ur meðalaldur kvenkyns kenn- ara hækkað meira eða úr 41,2 árum í 46,1 ár. Meðalaldur karl- kyns kennara hefur hækkað úr 43,2 árum í 45,4 ár. Meðalald- ur kennara án réttinda er tölu- vert lægri en réttindakennara og hefur svo verið á öllu tíma- bilinu. Haustið 2013 var með- alaldur kennara með réttindi 46,2 ár en meðalaldur kennara án réttinda 39,4 ár. Þetta kem- ur fram í nýjum tölum frá Hag- stofunni. –þá Gistinóttum fjölgar um 15% milli ára LANDIÐ: Seldar gistinætur voru 4,3 milljónir hér á landi árið 2013 og fjölgaði um tæp 15% frá fyrra ári. Gistinæt- ur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta og fjölg- aði þeim um 17% frá árinu 2012 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 8%. Tveir þriðju allra gistinátta voru á hótelum og gistiheimilum, 12% á tjald- svæðum og 22% á öðrum teg- undum gististaða. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum á milli ára nema á Vestfjörðum. Mikil aukning hefur orðið á seldum gistinóttum undanfarin ár. Á síðastliðnum fimm árum hefur heildarfjöldi gistinátta aukist um 1,3 milljónir eða um 42,5%. Framboð gistirýmis hefur ekki aðeins aukist mjög á þessum tíma, heldur hefur nýt- ingin einnig aukist. Á síðasta ári var nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum 54,3%. Til samanburðar var þessi nýting 46,2% árið 2009. Eins og mörg undanfarin ár gistu Þjóðverjar flestar nætur í fyrra, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn. –þá Samdráttur á afla í mars LANDIÐ: Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 14,9% á föstu verði í mars sl. saman- borið við marsmánuð í fyrra. Í tonnum talið dróst afli sam- an um 53,6% og hefur mik- ill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli jókst í mars um 10% miðað við mars í fyrra. Uppsjávarafli var mun minni í mars í ár en í sama mánuði 2013, þrátt fyrir mikla hlutfallslega aukningu í síld- veiði og veiði á kolmunna. Þar sem magnvísitalan tekur mið af verðhlutföllum milli fiskteg- unda og botnfiskaflinn er verð- mætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum. –þá Fór út af við Álftá MÝRAR: Bílslys varð á Mýr- um á sjötta tímanum þriðju- daginn 15. apríl sl. þegar bíll fór út af veginum við Álftá skammt frá bænum Brúarlandi. Ökumaðurinn var einn í bíln- um og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar sem fyrir tilviljun var á æf- ingaflugi í nágrenninu. Öku- maðurinn slasaðist nokkuð en hann var fluttur til aðhlynning- ar á Landsspítalann. Hann var þó með meðvitund. Bíllinn er mjög illa farin eftir slysið og er talinn ónýtur að sögn lögreglu. -hlh Aflatölur fyrir Vesturland 12. - 18. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 2.567 kg. Mestur afli: Gári AK: 2.171 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 1.884 kg. Mestur afli: Kiddi RE: 1.884 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 4 bátar. Heildarlöndun: 77.788 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.477 kg í einni löndun. Ólafsvík 4 bátar. Heildarlöndun: 30.056 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 12.419 kg í tveimur löndun- um. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 168.391 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 43.687 kg í einni löndun. Stykkishólmur 1 bátur. Heildarlöndun: 2.946 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 2.946 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.477 kg. 14. apríl 2. Tjaldur SH – RIF: 43.687 kg. 12. apríl 3. Örvar SH – RIF: 37.644 kg. 14. apríl 4. Rifsnes SH – RIF: 35.440 kg. 14. apríl 5. Saxhamar SH – RIF: 19.143 kg. 13. apríl mþh Björt framtíð hefur ákveðið að bjóða fram lista í kosningum til bæjarstjórnar í Snæfellsbæ sem fram fara 31. maí næstkomandi. Nöfn efstu manna á listanum voru kynnt á fundi á mánudagskvöld. Oddviti listans er Hallveig Hörn leikskólaliði og hagfræðinemi en í öðru sæti er Sigursteinn Þór Ein- arsson húsasmiður og söngvari. Þetta er í fyrsta skipti sem Björt framtíð býður fram í Snæfellsbæ, en þetta er annað framboð flokks- ins sem kynnt hefur verið til leiks í komandi sveitarstjórnarkosning- um á Vesturlandi. Hitt framboðið býður fram á Akranesi. Í tilkynn- ingu frá framkvæmdastjórn Bjartr- ar framtíðar í Snæfellsbæ segir að ákvörðun um framboð hafi kom- ið fram í kjölfar öflugra undirbún- ingsfunda sem haldnir hafa verið að undanförnu. „Þar hefur verið farið yfir mál- efni sveitarfélagsins, rýnt í þá góðu vinnu sem unnin hefur verið af fyrri bæjarstjórnum en jafnframt lagðar inn þær áherslur sem félagsmenn B.F. telja nýtast bæjarfélaginu best til að verða enn betra samfélag en nú er. Ætlun B.F. er að slík vinnu- brögð séu sá grunnur sem að byggt verði á í málefnavinnu næstkom- andi bæjarstjórnar. Vinnubrögð sem byggja á virku íbúalýðræði þar sem hugmyndabanki, opnir íbúa- fundir og atkvæðagreiðslur í kjöl- far þeirra marka stefnu bæjarfélags- ins okkar,“ segir í tilkynningu fram- kvæmdastjórnar. Efstu sjö sæti á lista Bjartrar fram- tíðar í Snæfellsbæ líta þannig út: 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi. 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari. 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kenn- ari, þroskaþjálfi og leikstjóri. 4. Helga Lind Hjartardóttir, náms- ráðgjafi og verkefnastjóri. 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verka- kona og frumkvöðull. 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari. 7. Halldóra Unnarsdóttir, skip- stjóri og frístundaleiðbeinandi. hlh Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggð- ar síðastliðinn þriðjudag vakti Sveinn Pálsson sveitarstjóri máls á því að Byggðastofnun hygðist færa út verkefnið „Brothættar byggð- ir“ til fleiri byggðarlaga. Umsókn í verkefnið þarf að vera sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtök- um sveitarfélaga og íbúasamtökum þar sem þau eru til staðar. Jóhann- es Haukur Hauksson oddviti Dala- byggðar lagði til að óskað verði eft- ir að því að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi komi að umsókn um þátttöku í verkefninu ásamt Dala- byggð og var tillaga hans samþykkt samhljóða á fundinum. Markmið verkefnisins Brot- hættar byggðir eru skilgreint þann- ig: Að auka vitund fólks í brot- hættum byggðarlögum um eigin þátt í þróun samfélagsins, að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt, að gefa íbúum kost á að taka þátt í forgangsröðun málefna og að stilla saman strengi ríkis, sveitarfélags, opinberra stofnana, atvinnulífs og íbúa í ákvörðunum sem varða við- komandi byggðarlög. Hingað til hefur verkefnið verið í gangi í fjór- um byggðarlögum: Raufarhöfn, Bíldudal, Breiðdalshreppi og Skaft- árhreppi. þá Félagar í Bjartri framtíð á Akranesi samþykktu framboðslista sinn ein- róma á fundi mánudaginn 14. apríl síðastliðinn fyrir komandi kosning- ar til bæjarstjórnar í bænum. Það er Vilborg Þórunn Guðbjartsdótt- ir grunnskólakennari sem leiðir listann en annað sætið skipar Svan- berg Júlíus Eyþórsson verkamaður hjá Elkem. Nöfn tíu efstu manna á listanum má sjá hér að neðan- verðu en í tilkynningu frá framboð- inu kemur fram að framboðslist- inn verði kynntur í heild sinni eft- ir páska í kosningamiðstöð Bjartr- ar Framtíðar, að Stillholti 16-18 á Akranesi. Ennfremur segir í tilkynningunni að Björt framtíð á Akranesi sé opið, grænt og frjálslynt stjórnmálaafl sem leggur áherslu á að byggja upp samfélag þar sem fólk nýtur jafnra tækifæra, og hver og einn fái að nýta hæfileika sína til virkni í fjöl- breytilegu og lifandi bæjarfélagi. Björt Framtíð vill sækja fram til nýrra og fjölbreyttari atvinnuhátta í bænum og hlúa að starfsumhverfi og vexti þeirra sem fyrir eru. Fram- boðið mun nota listabókstafinn Æ líkt og önnur framboð Bjartrar framtíðar á landinu. Eftirtaldir skipa tíu efstu sæti listans: 1. Vilborg Þórunn Guðbjartsdótt- ir, grunnskólakennari 2. Svanberg Júlíus Eyþórsson. verkamaður hjá Elkem 3. Anna Lára Steindal, verkefna- stjóri Mannréttindamála 4. Kristín Sigurgeirsdóttir, skóla- ritari 5. Starri Reynisson, framhalds- skólanemi 6. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, húsmóðir og handverkskona 7. Þórunn María Örnólfsdóttir, sagnfræðinemi 8. Bjarki Þór Aðalsteinsson, verka- maður hjá Norðuráli 9. Kristinn Pétursson, kerfisstjóri og grafískur hönnuður 10. Patrycja Szalkowicz, tónlistar- kennari hlh Ráðhús Dalabyggðar. Ljósm. hlh. Vilja taka þátt í verkefninu „Brothættar byggðir“ Frambjóðendur Bjartrar framtíðar í Snæfellsbæ. Ljósm. af. Björt framtíð býður fram í Snæfellsbæ Frambjóðendur Bjartrar framtíðar á Akranesi rýna í framtíðina. Listi Bjartrar framtíðar á Akranesi samþykktur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.