Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Síða 18

Skessuhorn - 23.04.2014, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Bárður Guðmundsson er formaður Samtaka smærri útgerða á Íslandi. Þetta eru ný samtök sem voru stofnuð fyrir réttum ellefu mánuð- um síðan. Félagar í þeim voru áður í Landssambandi smábátaeigenda. Þeir klufu sig út úr Landssamband- inu vegna óænægju yfir því að ekki var komið til móts við óskir útgerð- armanna og sjómanna á stærri línu- bátum sem róa allan ársins hring. Í dag heyra hátt í 20 línubátar und- ir nýju samtökin. Margir þeirra eru gerðir út frá höfnum í Snæfellsbæ. Við hittum Bárð til að forvitnast nánar um þessi nýju samtök sem voru stofnuð á fundi á Hótel Hell- issandi á lokadaginn svokallaða, þann 11. maí í fyrra. Vildu fá að stækka bátana Bárður rekur aðdraganda þess að Samtökum smærri útgerða (SSÚ) var komið á fót. „Á sínum tíma börðumst við fyrir því að stækka bátana úr sex tonnum upp í fimmtán tonn. Það gerðum við vegna þess að vinnuaðstæður á minni bátunum voru erfiðar og tíð alls kyns óhöpp og slys. Þetta náð- ist í gegn. Síðan óskuðu menn eft- ir að fá að stækka úr fimmtán tonn- um upp í þrjátíu tonn og 15 metra lengd. Staðreyndin var nefnilega sú að það var búið að teygja og toga fimmtán tonna bátana í allar áttir með ýmiss konar útfærslum til að reyna að búa til meira pláss fyrir, mannskap, afla og hvaðeina.“ Bárður bendir einnig á að menn hefðu oft verið að koma með mik- inn afla að landi, óísaðan og illa frá genginn vegna plássleysis um borð. Slíkt hafi hvergi rímað við nútíma kröfur um meðferð á aflanum. „Þær eru alltaf að aukast. Við vildum fá stækkun til að laga þessa aðstöðu um borð, geta sett um þvottakör og annað. Á sama tíma kom fram ný tækni eins og til dæmis krapavélar um borð í bátunum sem tóku pláss og þurftu mikið rafmagn sem aft- ur kallaði á niðursetningu á ljósa- vél. Við vildum líka auka þægind- in um borð fyrir mannskapinn, geta sett upp sturtur og komið fyrir kló- settum og áfram má telja. Við erum mikið á flakki víðs vegar við landið eftir því hvar gæftir eru hverju sinni og búum þá dögum saman í bátun- um. Þróunin var bara á þann veg að það var nauðsynlegt að stækka bátana.“ Mættu harðri andstöðu Þeir sem vildu fá stærri báta með tilvísan í þessar röksemdir mættu mótspyrnu innan sinna eigin hags- munasamtaka. „Andstaðan við þessa stækkun var alltof sterk innan Landssam- bands smábátaeigenda. Alltaf þeg- ar við bárum fram tilllögu um þetta þá var hún felld á aðalfundi. Við sem erum að gera út allt árið erum með fullt af fólki í vinnu bæði á bát- unum og í landi við beitningu. Það er ekki hægt að bjóða því fólki upp á skert starfskjör bara vegna þess að menn vilja ekki leyfa okkur að stækka bátana eins og þarf. Bæði út frá öryggissjónarmiðum og með til- liti til gæða aflans og þar með verð- mætasköpunar. Við urðum allt- af undir vegna þess að við vorum ekki nema í mesta lagi um tíu pró- sent af liðsheildinni innan Lands- sambands smábátaeigenda. Þó vor- um við með sjötíu prósent af veiði- heimildum smábátaflotans. Samt voru við með sama vægi atkvæða og þeir sem voru með litlar eða engar veiðiheimildir. Okkar tillögur náðu bara ekkert í gegn. Þær voru felld- ar. Þar með mátti ekkert ræða það meir.“ Landssambandið klofnaði Þetta skapaði að lokum svo mikla óánægju að Landssamband smá- bátaeigenda klofnaði. Það voru mikil tíðindi því trillukarlar höfðu fram að þeim tíma þótt samstæð- ur hópur. „Já, á endandum klufum við okk- ur nokkrir út fyrir ári síðan. Svo fórum við beint til stjórnvalda með óskir um þessar breytingar á regl- unum um hámarks stærð krókabáta, það er báta sem veiða með línu og handfærum. Það var hlustað á okk- ur og við fengum þetta í gegn. Nú er talsvert verið að smíða nýja og stærri báta sem sýnir að þörfin fyrir þessar umbætur var til staðar.“ Bárður hefur rekið útgerðina Breiðuvík ásamt syni sínum Þor- steini síðan 1997. Þeir gera ým- ist út einn eða tvo báta á hverjum tíma. „Við keyptum nýjan og stærri bát um leið og reglunum var breytt. Það var íslensk smíði sem hafði ver- ið seld ný til útgerðar í Belgíu. Við fórum bara út og náðum í hann og sigldum honum heim. Sá bátur er Bárður Guðmundsson skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík: Hefur leitt ný samtök smærri útgerða í tæpt ár Bárður Guðmundsson er fyrsti formaður nýstofnaðra Samtaka smærri útgerða. Línubáturinn Kristinn SH er í eigu Breiðavíkur sem er útgerð Bárðar og fjölskyldu hans. Báturinn var keyptur frá Belgíu í fyrrahaust um leið og lögum var breytt þannig að opnað var á að bátarnir mættu stækka í 30 tonn. Reynslan af honum í vetur er afar góð. Línubalar hífðir í land frá Kristni SH á Arnarstapa fyrr í vetur. Bárður Guðmundsson á bryggjunni á Arnarstapa í vetur, nýkominn úr góðum róðri á Kristni SH.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.