Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Éta framleiðslu tuttugu sauðfjárbúa Vorið er einhver skemmtilegasti tími ársins. Gróður lifnar við, krían mætir í flóann, skólar sleppa smám saman tökum á nemendum sínum og allt skap- ar þetta hina einu og sönnu stemningu sem fylgir árstímanum. Sjómenn og áhugamenn um sjómennsku hefja strandveiðar, bændur vinna tún sín og akra og sauðburður er hafinn. Eftir langvinnt og fjölbreytt páskahret er nú heldur að rætast úr veðrinu og góðar tveggja stafa tölur í hita undanfarna daga færa yl í jörðu sem gróðurinn er fljótur að þakka fyrir. Eigum við því ekki bara að segja að sumarið sé komið, ég held það. Síðla á sunnudagskvöldið síðasta vorum við fjölskyldan á akstri ofan úr Borgarfirði og var stefnan tekin á Akranes. Ekki í frásögu færandi nema kannski fyrir þær sakir að á tæplega miðri leið lendum við í smávegis ævin- týri. Laust fyrir klukkan tíu um kvöldið í sérlega mildu og fallegu vorveðri sjáum við bústinn og stóran ref á vappi í móum og holtum skammt frá veg- inum. Þar var hann vafalítið að leggja línurnar fyrir eggjatöku og smáfugla- dráp komandi daga, en það er einmitt næst á hinum árstíðabundna matseðli vargsins. Eftir það bætast síðan við gæsir og ekki síður lömbin sem bændur munu á næstu vikum hleypa út á tún og í úthaga með mæðrum sínum. Við stöðvum bílinn þarna úti í vegarkanti. Tófan stoppar líka og horfir á okk- ur með talsvert minni ótta en maður hefði mátt búast við. Hún fer síðan að gagga, sennilega að kallast á við félaga sinn eða maka í öðrum holtum eða móum og láta vita af vitleysingnum þarna á rauða bílnum sem er að fylgj- ast með henni. Við hjónin ákveðum að fyrst tófan hagar sér svona, er ró- legri en maður á að venjast, sé rétt að kalla til vana refaskyttu, ekki síst þar sem ein slík býr skammt frá þeim stað sem við og tófan vorum. Veiðieðl- ið sagði vissulega til sín. Það er hringt. Nafni minn á Hamraendum, refa- skytta til áratuga, brást skjótt við og ég lofaði honum að við héldum auga með dýrinu þar til hann næði á staðinn. Framhaldið er ekkert ýkja flókið. Tófan uggði ekki nægjanlega að sér og bar því beinin þarna í móanum um 150 metra frá þjóðveginum. Mér varð hugsað til ótrúlegrar fjölgunar í stofni refa hér á landi á liðn- um árum með þeim skelfilegu afleiðingum sem við þekkjum fyrir íslenskt vistkerfi. Friðunarstefna stjórnvalda og vanmáttur landstórra sveitarfélaga til að halda þessum vargi niðri, hefur leitt til þess að stofn tófunnar er orð- inn svo stór að stórskaða hefur valdið. Einn ágætur maður sem reiknað hefur með nokkurri vissu hvað meðal íslenskur refur étur á ári, fann það út að frísk tófa torgar að meðaltali 63 rjúpum, 9 gæsum, 32 fýlum (algengt æti þeirra við fjöll og út við ströndina), 175 öðrum fuglum, 263 eggjum og 1,26 lambi. Gefum okkur að refastofninn sé um 12 þúsund dýr, sem hann er örugglega hið minnsta, þá jafngildir þetta því að íslensku, hálffrið- uðu tófurnar éta 756 þúsund rjúpur á ári, 108 þúsund gæsir, 384 þúsund fýla, 2,1 milljón annarra fugla, ríflega þrjár milljónir eggja og 15.120 lömb. Og þar sem rjúpunni fer fækkandi mun væntanlega lömbunum fjölga að sama skapi á matseðlinum, því auðvitað mun hin hálffriðaða íslenska lág- fóta halda áfram að borða matinn sinn! Miðað við þau lágu laun sem refaskyttum eru ætluð, fái þær yfirleitt að starfa sökum aðhalds hins opinbera, þá leyfi ég mér að segja; friðunarstefna stjórnvalda er röng. Forgangsröðun síðustu árin í sparnaði þegar kemur að því að halda refastofninum hér á landi niðri er fyrir neðan allar hellur og stenst ekki skoðun. Hjákátlegast af öllu er að ýmsir þeir sem haldið hafa á spöðunum kenna sig við umhverfisvernd! Þessir meintu umhverfissinn- ar hafa nú séð til þess að m.a. er búið að eyða mófuglavarpi af heilu lands- svæðunum og rjúpnaveiði mun að óbreyttu brátt heyra sögunni til. Svo éta þessar tófur 240 tonn af lambakjöti á einu ári, eða ársframleiðslu tæplega 20 meðal sauðfjárbúa. Svo bera þessi mannvitströll hjá hinu opinbera fyr- ir sig sparnaði! Ég hef áður fjallað um sama efni en ákvað að endurtaka það nú þar sem kosningar til sveitarstjórna eru á næsta leiti. Þessi mál þarfnast umræðu – og aðgerða. Magnús Magnússon Síðastliðinn laugardag var stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands með fund í Borg- arnesi með fulltrúaráðsfólki víða af Vesturlandi. Á fundinum var farið yfir starf hollvinasamtakana fram til þessa og starf næstu mánaða und- irbúið. Af þessu tilefni mættu þrír félagar í Lionsklúbbi Borgarness og afhentu 500.000 kr. styrk til söfn- unar á tölvusneiðmyndatæki sem er fyrsta verkefni hollvinasamtakanna. Á myndinni má sjá formann Lions- klúbbs Borgarness Skúla G. Ingv- arsson, sem einnig er í stjórn holl- vinasamtakanna, afhenda Steinunni Sigurðardóttur styrkinn. Skúla á hægri hönd eru Ari Björnsson sem er formaður Verk- efnanefndar og Haukur Þórðars- son, ritari Lionsklúbbs Borgarness. Aðrir á myndinni eru stjórnar- og fulltrúaráðsfólk hollvinasamtak- anna. sfþ/mm Séra Geir Waage í Reykholti seg- ir að staðarmönnum þyki undar- legt hvernig Borgarbyggð stóð að útboði vegna fyrirhugaðrar fram- kvæmdar við malbikun bílastæð- is við Reykholtskirkju og Snorra- stofu. Í fyrsta lagi hafi brugðist að haft væri samráð við heimamenn áður en verkið var boðið út í mars. Í öðru lagi hafi síðan lægsta tilboð- inu í verkið ekki verið tekið og vís- ar til frávikstilboðs frá Jörva ehf. á Hvanneyri. „Við ráðum því svo sem ekki hver fær verkið enda mun Borgarbyggð bera stærstan hluta af kostnaði við það,“ segir Geir. Sóknarpresturinn er þarna að vísa til frávikstilboðs Jörvi upp á 12,1 milljón króna. Frávikstilboð- ið byggði á því að malbik yrði lagt ofan á það undir- og burðarlag sem fyrir er. Séra Geir segir að staðar- menn hefðu horft til þess að fara þessa leið enda undirlagið mjög gott, vatnshalli réttur og aðstæður allar hinar bestu, þannig að óþarfi hefði verið að rífa upp efni og und- irlag í planinu til að leggja það upp á nýtt. Eins og fram kom í frétt í Skessuhorni 23. apríl sl. var ákveð- ið að ganga til samninga við JBH- vélar ehf á grundvelli tilboðs fyrir- tækisins upp á rétt tæpar 14 millj- ónir króna. Borgarbyggð leggur fram tíu milljónir í verkið og Reyk- holtsstaður borgar það sem upp á vantar. Séra Geir kveðst hafa orð- ið hissa á því þegar hann sá fund- argerð byggðarráðs þegar tilboð- in voru opnuð og sá að bókað hafði verið að engar athugasemdir væru gerðar. „Ég skil það svo að þar með hafi ekki verið gerð athugsemd við frávikstilboðið frá Jörva ehf sem er sannanlega lægsta tilboðið í verkið enda lögð til leið sem sparað getur mikla peninga,“ segir Geir. Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að verkið hafi verið boðið út miðað við ákveðnar for- endur sem frávikstilboðið hafi ekki miðast við. Því hafi verið ákveðið að ganga ekki að tilboði Jörva ehf. um frávik á fyrirhuguðu verki. Það breyti því ekki að JBH vélar sem samið er við um verkið hafi verið með lægsta einingaverð í malbikun plansins. Breytt útfærsla varðandi undirlagið, ekki eins mikil undir- vinna og gert var ráð fyrir áður en verkið var boðið út, þýðir væntan- lega að Reykholtsstaður þarf ekki að greiða meira fyrir verkið en ef umrætt frávikstilboð hefði verið tekið til greina, segir Páll. þá Leiðari Telja að taka hefði átt frávikstilboði í bílastæði Lionsfólk í Borgarnesi gefur til söfnunar fyrir sneiðmyndatæki Hollvinasamtök Þórðar Halldórs- sonar frá Dagverðará stóðu á laug- ardaginn fyrir forsýningu heimild- armyndarinnar Brot úr sögu Þórð- ar Halldórssonar alþýðumanns og lífskúnstners frá Dagverðará. Sýn- ingin var í félagsheimilinu Klifi. Að henni lokinni var boðið upp á léttar veitingar í boði Snæfellsbæj- ar. Leikstjóri myndarinnar er Kári G. Schram. Hann segir í samtali við Skessuhorn að hugmyndin að myndinni hafi kviknað á stofnfundi hollvinasamtakanna og ákveðið að láta reyna á gerð myndar. Var til- gangur forsýningarinnar að koma með myndina heim í hérað þar sem hörðustu gagnrýnendurnir væru. Vildu hann fá innsæi heimamanna og fá að vita hvort myndin gæfi rétta mynd að Þórði. Voru heima- menn mjög ánægðir með mynd- ina og fannst vel hafa til tekist og myndin bæði skemmtileg og fróð- leg. Kári var að vonum sáttur og fannst forsýningin hafa tekist vel. Næstu skref hjá Kára eru að ljúka frágangi myndarinnar og einnig fjármögnun hennar. Stefnt er að því að myndin verði opnunarmynd á Skjaldborgarhátíðinni í byrjun júní og í kjölfarið ákveðið hvort hún fari beint til sýninga í kvik- myndahúsum eða verði sýnd síð- ar í sumar í Bíóparadís. Fyrirhug- að er að halda aðalfund Hollvina- samtakanna í lok maí á Lýsuhóli og þá verður myndin sýnd og eru allir velkomnir þangað. þa Forsýning á kvikmynd um Þórð á Dagverðará

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.