Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Alda Dís Arnardóttir er 21 árs kona af Snæfellsnesinu. Hún syngur eins og engill og sigraði nýverið í Ka- rókíkeppni fyrirtækja í Snæfellsbæ, líkt og sagt var frá í síðasta tölu- blaði Skessuhorns. Eftir að ljóst var að Alda Dís hafði unnið, af- henti hún Grunnskóla Snæfells- bæjar verðlaunafé sitt, eitt hundrað þúsund krónur, að gjöf með ósk um að peningurinn yrði notaður til að færa upp söngleik í gamla skólanum hennar. Blaðamaður heyrði í þess- ari ungu og gjafmildu söngkonu. Vann sína fyrstu söng- keppni sex ára „Ég held að ég hafi alltaf sungið, jafnvel verið byrjuð á því áður en ég fór að tala,“ segir Alda Dís,“ sem er borin og barnfædd á Hellissandi, dóttir Guðríðar Sirrýjar Gunnars- dóttur og Arnar Arnarsonar. „Ég var það ung þegar ég byrjaði að syngja að ég söng í minni fyrstu söngkeppni 1999 á Drangsnesi, þá sex ára gömul. Þar söng ég lag- ið hennar Selmu Björns, You‘re all out of luck og vann keppnina. Mér fannst það alveg rosalega skemmti- legt,“ segir hún. Alda Dís hefur því langa reynslu af því að koma fram og draumurinn um að fá tækifæri til að syngja hefur fylgt henni nánast alla ævi. Það kemur því ekki á óvart að hún hefur lagt stund á söngnám og hefur lokið grunnstigi í klassísk- um söng í Söngskóla Reykjavíkur. „Svo hef ég verið í einkatímum hjá Margréti Eir Hjartardóttur. Hún hefur reynst mér mjög vel og ég hef bætt mig mikið eftir að ég byrj- aði í tímum hjá henni,“ segir hún. Alda Dís sigraði nýlega í Karókí- keppni háskólanna sem haldin var í Stúdentakjallaranum í aprílmán- uði ásamt því að hún hitaði upp fyrir Kaleo í Frystiklefanum á sum- ardaginn fyrsta, þar sem hún flutti frumsamin lög. „Ég er nýlega farin að semja tónlist sjálf. Ég gerði það áður en fannst lögin aldrei nógu góð hjá mér. En ég er nýbyrjuð aftur að semja og nú farin að þora að leyfa öðrum að heyra það sem ég er að gera. Ég á örugglega eftir að gera meira af því að flytja mín eigin lög enda er það rosalega skemmtilegt,“ segir Alda Dís. Hún lærði á píanó en semur lög sín á gítar, þar sem ekkert píanó er á heimilinu. „Ég kann samt ekki vel á gítarinn og spila ekki sjálf undir þegar ég flyt lögin. Bragi Þór Ólafsson vinur minn spilaði undir þegar ég hitaði upp fyrir Kaleo. Hann hjálpaði mér líka að gera meira fyrir lögin, enda er hann algjör gítarsnillingur.“ Söngleikurinn í skól- anum markaði upphafið Alda Dís er eins og stendur búsett í Reykjavík og leggur þar stund á nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur þó hug á því að fara í tónlistarnám erlendis. „Þeg- ar ég var í 9. bekk skrifaði Maggi skólastjóri söngleik og ég var svo heppin að fá að leika aðalhlutverk- ið í honum. Mér fannst þetta alveg frábær lífsreynsla. Söngleikurinn var sýndur nokkrum sinnum og ég hafði ótrúlega gaman af þessu. Það má alveg segja að þetta hafi mark- að upphafið af því sem mig langar til að gera og spilaði stóran þátt í því að ég er núna að reyna að kom- ast í „Musical Theater“ nám,“ segir Alda Dís sem sótti nýverið um inn- göngu í skóla í Glasgow í Skotlandi. Hún hefur ekki enn fengið svar frá skólanum um hvort hún kemst inn. „Vonandi kemur eitthvað jákvætt út úr því og ef ekki, þá ætla ég að halda áfram að syngja hér heima á Íslandi og sækja svo um í fleiri skól- um á næsta ári,“ segir hún. Hún segir umsóknarferlið í skólann hafa verið mikið flóknara en hún hafi gert sér grein fyrir. Hún hélt að hún yrði kannski kölluð í prufu í skólanum en svo kom í ljós að hún hafði misst af þeim. „Ég þurfti því að senda DVD disk með umsókn- inni með mér að dansa, syngja og leika á ensku. Ég er í raun enginn dansari og vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera en þetta heppnaðist að lokum. Ég æfði mig og tók upp og það fór alveg vika í þetta. Svo tók umsóknin sjálf við og umsóknar- ferlið var langt og flókið. Ég þurfti að redda alls konar meðmælum og setja inn alla tónlistar- og leik- reynslu sem ég hef og alla menntun að auki. Þá sá ég hvað listinn yfir það sem ég hef gert var í raun orð- inn langur.“ Fengið mörg tækifæri í Snæfellsbæ Alda Dís vann, eins og áður seg- ir, Karókíkeppni fyrirtækja í Snæ- fellsbæ. Þar keppti hún fyrir Hrað- búðina á Hellissandi, þar sem hún starfar aðra hverja helgi á sumr- in. „Mig langar að nota tækifærið og þakka Drífu Skúladóttur fyr- ir mig. Hún og starfsfólkið í búð- inni studdi mig alla leið og hvöttu mig alveg fram í rauðan dauðann. Það var algjör heiður að fá að keppa fyrir hönd þeirra,“ segir Alda Dís þakklát. Það kom væntanlega ein- hverjum á óvart að þessi unga kona skyldi gefa grunnskólanum verð- launaféð í stað þess að nota það sjálf. „Ég var búin að láta mér detta það í hug að gefa peningana, ef ske kynni að ég myndi vinna. Ég var samt ekkert búin að ákveða hverj- um ég ætlaði að gefa þá. Þegar úr- slitakvöldið nálgaðist hugsaði ég aftur um þetta og ákvað að gefa þá. Ég hefði auðvitað alveg getað nýtt peninginn í tónlistarnámið mitt en ég vildi frekar gera þetta svona. Snæfellsbær er búinn að ala mig upp sem söngkonu. Ég hef fengið ótrú- lega mörg tækifæri og hefði aldrei fengið sömu tækifæri annars stað- ar. Ég steig í raun mín fyrstu skref í skólanum og vil að fleiri fái sömu tækifæri og ég fékk. Þess vegna ósk- aði ég eftir því að peningunum yrði varið til þess að setja upp söngleik eða eitthvað álíka,“ segir hún. Framundan hjá söngkonunni ungu er að flytja aftur vestur á Hellissand yfir sumartímann þar sem hún ætlar meðal annars að kenna öðrum að syngja. „Ég ætla svo að vera með söngnámskeið fyrir grunnskólanemendur í Snæfellsbæ, gegn vægu gjaldi. Það gæti orð- ið mjög lærdómsríkt fyrir mig og vonandi krakkana líka.“ En áður en það gerist ætlar Alda Dís að koma fram í höfuðborginni. „Ef fólk hef- ur áhuga þá er ég að syngja á dú- ett tónleikum þann 13. maí á Café Rosenberg með Ívari Þóri Daníels- syni. Við ætlum að syngja nokkra vinsæla dúetta og skemmta gestum og gangandi með ljúfum tónum,“ segir Alda Dís Arnardóttir að lok- um. *grþ Alda Dís að syngja fyrir framan kirkjuna Sacré -Cæur í París. Hún var á gangi með frænda sínum og franskur maður að spila fyrir utan kirkjuna frægu. Frændinn spurði hvort Alda Dís mætti syngja með honum og áður en hún vissi af var hún byrjuð að syngja lagið „Someone like you“ eftir Adele fyrir framan fjölda kirkjugesta. Dreymir um að fara utan til tónlistarnáms Rætt við Öldu Dís Arnardóttur, sigurvegara í Karókíkeppni fyrirtækja í Snæfellsbæ Söngfuglinn Alda Dís Arnardóttir. Myndin er tekin þegar hún var starfaði í París sem Au-Pair. það takist að mála hana fyrir sum- arið. Næsti vetur færi þá í að ljúka við hana að innan. Það þarf að end- urklæða öll sæti og annað og endur- smíða annað svo sem bílstjórastól- inn. Sá gamli var orðinn mjög slapp- ur. Þessir stólar voru smíðaðir hér á Íslandi og eru úr tré. Upphaflegu mótin eru til uppi á Árbæjarsafni. Við smíðum nýjan eftir þeim. Bíl- stjórasætið í Soffíu II er hægra meg- in. Enda er bíllinn breskur að upp- lagi og var upphaflega notaður sem langferðabíll hér á landi þegar enn var vinstri umferð. Fyrstu árin var farþegahurðin á Soffíu II vinstra megin. Því var svo breytt eftir að tekin var upp hægri umferð 1968 og farþegahurðin færð hægra megin eins og er á öllum rútum í dag. Þetta er svona eitt dæmi um það hvernig hún er hluti af samgöngusögunni,“ segir Arnar. Unnið af sjálfboðaliðum Geysimikil vinna liggur að baki eft- ir veturinn. „Elínborg móðir mín og Magnús Kristinsson bróðir hennar og frændi minn hafa komið mynd- arlega að þessu og stutt verkefnið ásamt fleirum. Svo er þetta allt unn- ið í sjálfboðavinnu. Við erum hér fimm til sex menn á laugardögum og mánudags- og miðvikudagskvöldum. Þetta er mikil vinna sem bætist við önnur störf hjá þeim sem taka þátt,“ segir Arnar Guðnason. Hann lýsir því stuttlega sem búið er að gera. „Það var mikil vinna að rífa bíl- inn í sundur. Við vorum svo að end- ursmíða grindina undir henni fram undir jól. Þá tók við sandblástur og málning. Í janúar unnum við í drif- búnaði, fjöðrum, millikassa og gír- kassa, bremsum og bremsurörum. Það er búið að kíkja á ýmislegt og yf- irfara. Svo var farið í að klæða gólfið sem er úr timbri ofan á trébitum. Svo var unnið í rafmagni og miðstöðvar- lögnum og ný grind smíðuð fyrir yf- irbygginuna. Hún er svo klædd. Allir málmhlutir sem eru notaðir aftur eru sandblásnir og húðaðir. Við reynum að halda eins og hægt er í það upp- runalega og gera hlutina eins og þeir voru á þeim tíma.“ Merki úr fortíðinni Sonur Arnar, Magnús Bjarki, er lærður bifvélavirki og einn þeirra sem hafa unnið við að bjarga Soffíu II í vetur. Hann dregur fram frauð- plastsplötu sem notuð var til að ein- angra bílinn og kom í ljós þegar yfir- bygging hans var rifin. Á hana hafði verið málað „Sett í 15/8 ´62. Denni, Indy, Guðni.“ Magnús útskýrir textann á plötunni. „Indy var eig- inkona Guðmundar Kjerúlf, Denni var bróðir Indíar og Guðni var Sig- urjónsson og föðurafi minn. Þau hafa greinilega verið að vinna við að smíða bílinn og setja í hann þessa frauðplastseinangrun milli þilja 15. ágúst 1962.“ Líklega hefur Guðna ekki grunað að þrír sonarsynir hans yrðu viðstaddir þegar platan finnst í bílnum 52 árum eftir að hún var merkt svona til gamans einn ágúst- dag í Reykholti. Magnús Bjarki segir einnig að haldið sé úti síðu á Facebook. „Hún heitir einfaldlega Soffía. Þar höfum við lagt út ljósmyndir úr sögu bíls- ins auk þess sem við sýnum hvern- ig verkinu við uppgerðina miðar áfram.“ Öðlast endurnýjað líf Hvað á svo að gera við Soffíu II þeg- ar hún verður tilbúin? „Þetta fer í útgerð maður,“ segir Steindór frá Brennistöðum og brosir kankvíslega. „Hún var nú notuð allt umhverfis landið og á hálendinu um sumartím- ann. Á veturna var hún svo í skóla- akstri heima í Borgarfirði. Soffía II var líka oft kölluð út í sérverkefni þegar færðin var slæm og aðrir bílar komust ekki um vegna snjóa.“ Arnar Guðnason bætir við: „Þetta er meðal annars fyrsti björgunarbíll Björgunarsveitarinnar Oks. Það var ekkert farartæki til þegar hún var stofnuð þannig að Soffía II var fyrsta farartækið sem þeir notuðu.“ Stein- dór og Arnar bæta við að það sé nú frekar sagt í gríni heldur en hitt að Soffía II verði notuð til fólksflutn- inga á nýjan leik. „Kannski hún fái þó einhver smáverkefni til að vinna upp í viðhaldskostnað og vetrarskjól. Það má nota svona bíl í ýmislegt svo sem í kvikmyndum og þess háttar.“ Það var einmitt síðasta verkefni Soffíu II að „leika“ í kvikmynd Bens Stillters; „Leynilíf Walters Mitty,“ áður en hún fór í uppgerðina. Þar var hún langferðabíll í fjallahéruðum Nepal. Ef fram fer sem horfir gæti Soffía II mætt nýjum ævintýrum strax næsta sumar, nýmáluð og í nýj- um kjól eins og sannri dömu sæmir. Hún á marga lífdaga eftir enn. mþh Soffía II á hátindi ferils síns sem fjallarúta í sumarferðum um hálendið á seinni hluta síðustu aldar. Hér er hún á Gæsavatnaleið og svona skal hún verða aftur. Magnús Bjarki Arnarson styður við einangrunarplötuna góðu sem fannst milli þilja í bílnum þegar yfirbygging hans var tekin sundur. Á henni má lesa textann sem var málaður á hana þegar Soffía var smíðuð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.