Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Bjarki Jóhannesson lífefnafræðing- ur frá Akranesi náði þeim merka áfanga í lok apríl að fá grein eft- ir sig og samstarfsfélaga sína birta í hinu virta vísindatímariti Nature. Birtingin er mikill áfangasigur fyr- ir rannsóknir Bjarka og félaga. Í greininni er fjallað um rannsókn á stofnfrumum sem Bjarki vann að undir handleiðslu Dr. Dieter Egli hjá Stofnfrumurannsóknarstofu New York borgar (e. New York Stem Cell Foundation) í Banda- ríkjunum. Bjarki sagði í samtali við Skessuhorn að rannsóknin sem greinin fjallar um snerti stofnfrum- ur en Dr. Egli og aðrir eru búnir að vinna að því að búa til stofnfrum- ur með klónunartækni í mörg ár. ,,Í greininni sem birtist í Nature lýs- um við því t.d. hvernig við notuð- um klónunartækni til þess að búa til stofnfrumur úr fullorðnum syk- ursýkis sjúklingi. Þar skiptum við erfðaefni eggfrumu út fyrir erfða- efni húðfrumu frá fullorðnum ein- staklingi sem er með sykursýki 1. Eftir að eggið hafði skipt sér örfá- um sinnum tókst yfirmanni mín- um að einangra stofnfrumurnar. Mitt hlutverk í rannsókninni var að sýna fram á að þetta væru full- gildar stofnfrumur og að þeim væri hægt að breyta í virkar insúlínfram- leiðandi frumur. Dr. Dieter Egli stjórnaði rannsókninni en ég og vinnufélagi minn Dr. Mitsutoshi Yamada erum fyrstu höfundar að greininni,” segir Bjarki. Mikilvæg rannsókn Rannsóknin hefur vakið mikla at- hygli og hafa stærstu fjölmiðlar heims fjallað um niðurstöðu henn- ar, m.a. CNN og NBC. ,,Við þótt- umst vita að þessi grein myndi vekja einvherja athygli en það kom mér opna skjöldu að margir af stærstu fjölmiðlum heims skyldu gera þessu jafn góð skil og raun bar vitni.” Hann segir stofnfrum- ur geta orðið að hvaða líkamsvef sem er og er því um ákaflega mikil- vægar rannsóknir að ræða. ,,Stofn- frumur geta til dæmis orðið að þeim insúlínframleiðandi frumum sem vantar í sjúklinga með sykur- sýki. Vonir standa til að einhvern tíma verði hægt að koma þessum frumum fyrir aftur í sjúklingun- um. Þetta er hins vegar framtíðar- draumur og mikil vinna á eftir að eiga sér stað áður en það kemur í ljós hvort að það sé fýsilegt,” segir Bjarki. ,,Hægt er að búa til stofn- frumur á fleiri en einn hátt og fyr- ir höndum er mikil vinna við það að bera saman kosti og galla fruma sem gerðar eru með þessarri nýju tækni og öðrum aðferðum.” Frá Akranesi til New York Bjarki er fæddur og uppalinn Ak- urnesingur, sonur hjónanna Guð- rúnar J. Guðmundsdóttur augn- læknis og Jóhannesar Guðjónsson- ar endurskoðanda. Hann stund- aði nám á náttúrufræðibraut í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og lauk þaðan stúdentsprófi. Það- an fór hann í BS nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og í kjölfarið í mastersnám í frumulíffræði undir handleiðslu Guðmundar H. Guð- mundssonar og Þórarins Guðjóns- sonar. Eftir masterinn tók við dokt- orsnám við Evrópsku sameindalíf- fræðistofnunina (EMBL) í Heidel- berg í Þýskalandi. Bjarki útskrifaðist þaðan 2010 með sameiginlega dokt- orsgráðu frá EMBL og HÍ. ,,Ég hef verið mjög heppinn með kennara og leiðbeinendur í gegnum tíðina og ég hef alltaf fengið mikinn stuðning bæði heima og í skólanum. Ég var nú ekki með nein fastmótuð fram- tíðarplön þegar ég var í FVA um árið þó ég hafi hafi haft mikinn áhuga á efnafræði og líffræði, enda oft erfitt að hugsa langt fram í tímann þeg- ar maður er svona ungur. Það mætti því segja að eitt hafi leitt af öðru í þessum málum.” Kemur í ljós hvar maður endar Sem nýdoktor starfaði Bjarki í tvö ár á starfsstöð EMBL í útjaðri Rómar- borgar á Ítalíu áður en hann flutt- ist vestur um haf. ,,Ég kom hingað til New York fyrir rúmu ári síðan og fór að vinna fyrir Dr. Dieter Egli hjá NYSCF. Þetta er lítil stofnun sem sérhæfir sig í stofnfrumu rann- sóknum og er að miklu leyti rekin á frjálsum framlögum, mestmegnis frá efnameiru hugsjónafólki,” segir Bjarki sem verður áfram hjá NYSCF á næstu misserum. ,,Þegar maður stundar rannsóknir þá stoppar mað- ur til að byrja með frekar stutt við á hverjum stað, lærir nýjar aðferðir og nær sér í reynslu áður en maður flytur sig yfir á næsta stað. Ég verð í fyrirsjáanlegri framtíð áfram hérna í New York en svo á það eftir að koma í ljós hvar maður endar,” segir hann að lokum. hlh Skagamaður þátttakandi í merkum stofnfrumurannsóknum Dr. Bjarki Jóhannesson. Aðalfundur Límtrés Vírnets fór fram á Hótel Borgarnesi 16. apríl síðastliðinn. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var kynnt á fundinum og nam hagnaður af rekstri 13,8 millj. kr. Heildarvelta á síðasta ári var ríf- lega 1.810 millj. kr. en heildareign- ir eru samkvæmt efnahagsreikningi metnar á 1.053 millj. kr. Eiginfjár- hlutfall félagsins er um 27,9%. Að sögn Stefáns Loga Haraldssonar framkvæmdastjóra Límtrés Vírnets varð raunaukning á tekjum fyrir- tækisins um 8,4% frá rekstrarárinu 2012 sem verður að teljast ásættan- legt miðað við ganginn í hagkerf- inu. ,,Við gerðum ráð fyrir meiri vexti í okkar áætlunum, eða 14,5% aukningu. Sú tala miðaðist við þann efnahagsbata sem menn voru byrj- aðir að tala um í upphafi síðasta árs sem í raun varð ekkert verulegur. Þó árið 2013 hafi farið mun bet- ur af stað hjá okkur en árið 2012 þá datt botninn töluvert úr þegar leið á árið. Síðustu þrír mánuðirn- ir urðu síðan lakari en árið áður,” segir Stefán Logi. Nokkur stærri verkefni sem unnin voru á vegum fyrirtækisins höfðu þó jákvæð áhrif á verkefnastöðu fyrirtækisins og nefnir Stefán sem dæmi byggingu reiðhallanna á Kjóavöllum í Kópa- vogi og að Lækjarmótum í Vestur- Húnavatnssýslu. Framleiðsluaukning í flestum deildum Starfsemi Límtrés Vírnets fer fram á fjórum starfsstöðvum; í Kópavogi, Reykholti í Bláskógabyggð, Flúð- um í Hrunamannahreppi og loks í Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarn- ar eru. Stefán segir að á síðasta ári hafi meðalfjöldi heilsársstarfa ver- ið 77 hjá fyrirtækinu samanborið við 72 störf árið áður. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins hafi skil- að mjög góðu starfi á síðasta ári sem endranær. ,,Fyrirtækið er lán- samt að njóta starfskrafta tryggra, traustra og góðra starfsmanna, sem margir hverjir eiga orðið lang- an starfsferil að baki hjá fyrirtæk- inu. Það er ómetanleg þekking og reynsla sem býr í þessu fólki,” seg- ir Stefán Logi. Framleiðsluaukning var í nær öllum deildum fyrirtæk- isins, utan límtrésverksmiðjunn- ar á Flúðum þar sem hún minnk- aði lítillega. ,,Um einungis 3,54% minnkun á framleiðslumagni var á Flúðum milli ára en rétt er að geta þess að árið 2012 var það lang- besta þar síðan 2008. Í yleininga- verksmiðjunni í Reykholti nam síð- an heildaraukning á framleiðslunni um 23,4%. Velta byggingadeildar jókst yfir heildina séð um 9% milli ára. Þá var aukning í öllum deild- unum í Borgarnesi. ” Áhersla á markaðs- setningu Spurður út í rekstur fyrirtækisins í ár og næstu misseri segir Stefán Logi að rekstrarskilyrði séu ennþá frekar mótdræg starfseminni. Fyr- irtækið býr hins vegar yfir mikilli framleiðslugetu og sé vel í stakk búið til að takast á við aukin um- svif á íslenska byggingamarkaðn- um. ,,Aðstæður á fyrstu mánuðum þessa árs hafa ekki verið neitt til að kætast yfir og voru fyrstu þrír mán- uðirnir heldur daprir. Það er ennþá hörð samkeppni á frekar verkefna- snauðum markaði og erfitt að fá eðlilega framlegð á verkefni og vörusölu. Ljósið er þó eitthvað að birtast við sjóndeildarhringinn og hefur byggingadeildin verið að fá verkefni fyrir verksmiðjunar á Flúð- um og í Reykholti, einhverja fjóra mánuði fram í tímann. Endursölu- aðilar sem við eigum í samstarfi við eru nú orðnir bjartsýnir á komandi misseri sem gefur fyrirheit um að eitthvað sé að fara vænkast á mark- aðinum,” segir Stefán sem bætir því við að töluverðar vísbending- ar séu um að margir hafi hug á að ráðast í framkvæmdir í batnandi efnahagsástandi. ,,Hér mætti nefna sem dæmi að fjöldi fyrirspurna um verkefni jókst nokkuð frá 2012 hjá byggingadeildinni. Þetta gefur til- efni til að ætla að menn séu að bíða eftir að ástandið batni til að hefja framkvæmdir.” Stefán segir að fyrirtækið hafi lagt mikið púður í markaðsmál á síðasta ári sem vonandi á eftir að skila frekari vexti í framtíðinni. ,,Við ákváðum að stórefla mark- aðssetningu fyrirtækisins á net- inu, í bæklingum og í almennum kynningum á flestum verksviðum okkar. Við réðum til liðs við okk- ur ungan og vel menntaðan mark- aðsmann sem hefur verið í fullu starfi hjá okkur til að sinna þess- um verkefnum. Bindum við von- ir við að þessi aukna áhersla okk- ar á markaðsmálin skili sér í náinni framtíð.” Verðum áfram í fararbroddi Stefán er þrátt fyrir ýmsar áskor- anir bjartsýnn fyrir hönd fyrirtæk- isin. ,,Við höfum verið að búa okk- ur undir meiri umsvif og bæta að- stöðu okkar á markaðinum, t.d. með áherslunni í markaðsmálum, en ekki má gleyma því að á síðasta ári ákváðum við einnig að bretta upp ermar í þróunar- og nýsköpun- arverkefnum í fyrirtækinu. Við réð- um til starfa verktaka til að sinna þeim málum sérstaklega, í þrjú af- mörkuð verkefni. Í framhaldinu höfum við síðan ráðið starfsmann í fullt starf hjá okkur til að sinna þessum málum áfram og bindum við miklar vonir við að sú vinna komi okkur uppá tærnar í vöruþró- un, auknu rekstrarhagræði og nýj- ungum í tækjabúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Ástæða ætti því að vera til að horfa björtum augum fram á veginn og trúa því að sérstaða okk- ar og þjónustustyrkur skili okkur áfram í fararbroddi í okkar fram- leiðslu- og söluvörum.” hlh Stefán Logi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Límtrés Vírnets. Hagnaður hjá Límtré Vírneti þrátt fyrir hægan efnahagsbata Höfuðstöðvar Límtrés Vírnets í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.