Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Stuðningsfulltrúa í grunnskóla Dag ur í lífi... Nafn: Heiðar Örn Jónsson Starfsheiti/fyrirtæki: Starfa sem stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykj- um. Fjölskylduhagir/búseta: Ég er Hvanneyringur í húð og hár og bý þar með Arnari Inga syni mín- um og Selmu Ágústsdóttur barns- móður minni. Áhugamál: Hljóðfæraglamur, tónlist og fánýtur fróðleikur. Vinnudagurinn 30. apríl 2014. Mætt til vinnu? Ég mætti kl. 07:50 í skólarútuna á Hvanneyri og það fyrsta sem ég gerði var að láta alla fara í belti. Þegar ég kom í skólann fór ég og náði mér í kaffi- bolla áður en ég fór með krökk- unum í kennslustofu. Klukkan 10? Þá var ég að spila körfubolta við krakkana í 4.-5. bekk. Hádegið? Þá settist ég niður með krökkunum í matsalnum og borð- aði með þeim hádegismat. Drakk svo kaffibolla númer tvö þegar maturinn var búinn. Klukkan 14? Þá var ég að að- stoða nemendur í 4.-5. bekk í stærðfræði. Síðan hoppuðum við út í góða veðrið þegar vikuáætl- unin var búin. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Vinnudeginum mínum lauk þeg- ar ég kom heim á Hvanneyri aftur um klukkan 15:50 með skólarút- unni. Það síðasta sem ég gerði var að kveðja krakkana. Fastir liðir alla daga? Bjóða góð- an daginn, brosa, fá mér kaffibolla og þakka alltaf fyrir daginn þegar honum lýkur. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Gott veður sem er oft lykill að góðu skapi. Það var einmitt gott skap sem einkenndi hvern og einn í vinnunni í dag. Var dagurinn hefðbundinn? Jahh, í þessu starfi er ekki til „hefðbundinn“ dagur. Jú, stund- arskráin er eins viku eftir viku en hver og einn dagur er einstakur! Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég hóf störf hjá skólanum í nóvember 2012 og þá í skóla- deildinni á Hvanneyri. Fór síðan haustið 2013 yfir á Kleppjárns- reyki. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Maður veit aldrei, en þetta heillar. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Heldur betur! Enda vinn ég hér með frábæru fólki, bæði starfsmönnum skólans og nem- endum! Eitthvað að lokum? Er ekki eitt lífsmottó klassískt í svona lokaorðum? Lifðu daginn eins og hann sé þinn síðasti. Þú veist ekki hvað bíður þín á morg- un, nema auðvitað kaffibollinn! Takk fyrir mig. Í liðinni viku fóru fram nokkur mót á vegum hestamannafélaganna á Vesturlandi. Skessuhorni er kunn- ugt um mót hjá hestamannafélag- inu Dreyra á Akranesi, Glað í Búð- ardal og Arionbankamótið í Borg- arnesi. Úrslit hafa ekki borist frá tveimur fyrrnefndu mótanna, að- eins því síðasttalda, en myndir frá tveimur síðastnefndu mótun- um sem Iðunn Svansdóttir í Söð- ulsholti tók. Á Arionbankamótið í Borgarnesi sem fram fór um síð- ustu helgi voru skráningar alls 114. Mótið gekk vel fyrir sig í alla staði. Forkeppni, sem og B úrslit í fjór- gangi, opnum flokki, gæðingaskeiði og 100 m. skeið fóru fram á laugar- deginum, en A úrslit á sunnudegi. Bestum árangri náði Ísólfur Líndal Þórisson, en hann sigraði í fjórum greinum af fimm sem hann tók þátt í. Um sterkt mót var að ræða, enda náðu margir lágmörkum inn á Ís- landsmót kjósi þeir að fara þangað til keppni. Sú nýbreytni var á þessu móti að upplýsingar um árangur birtust nánast jafnharðan á fasbók- arsíðu mótsins og var augljóst að margir fylgdust með á þeim vett- vangi, segir í tilkynningu til Skessu- horns vegna mótsins. Í tilefni þessarar fréttar vill rit- stjórn Skessuhorn benda forráða- mönnum hestamannafélaga á að tryggja myndatökur og senda blaðinu úrslit móta og tilkynningar áður en til þeirra kemur. Slíkt kost- ar ekkert og eykur vafalaust áhuga fyrir félögunum og starfi þeirra. þá Sauðburður er hafinn víða á Vest- urlandi. Á bænum Hægindi í Reyk- holtsdal hófst sauðburður sem dæmi síðasta vetrardag, miðviku- daginn 23. apríl. Að sögn Sigvalda Jónssonar bónda í Hægindi hef- ur sauðburðurinn á bænum geng- ið þokkalega vel og voru um 200 lömb komin í heiminn á sunnudag- inn þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum. Góð veðrátta und- anfarna daga hefur hjálpað verulega til. „Veðráttan er stór þáttur í því hvernig til tekst á hverju vori. Ef of kalt er í veðri og ég tala nú ekki um of blautt er hætta á því að júgur- bólga hrjái ærnar með þeim afleið- ingum að þær hætta að mjólka. Af- leiðingarnar eru þær að taka verður lömbin undan ánum. Við misstum nokkur lömb fyrstu dagana eftir að sauðburður hófst en síðan þá hefur þetta gengið betur,“ sagði Sigvaldi sem vonast eftir góðu veðri á næst- unni. Í fyrra fallinu Sigvaldi og kona hans Björg María Þórsdóttir hafa stundað búskap í Hægindi í tæp tvö ár þar sem Vig- fús Pétursson, frændi Sigvalda sem hefur verið bóndi til fjölda ára, en er nú hættur bústörfum. Áður störfuðu Sigvaldi og Björg við sauðfjárbúið að Hesti í Andakíl í nokkur ár. Auk sauðfjárbúskapsins eru þau með lít- ið kúabú, samtals ellefu mjólkandi kýr. „Við erum með um 300 fjár, en þar af bera um 280 í vor. Samkvæmt fósturtalningu eigum við von á sam- tals 540 lömbum þetta vorið, hér um bil tvö lömb á á.“ Sauðburður- inn er umtalsverð vinnutörn fyrir sauðfjárbændur og segir Sigvaldi að törnin standi að meðaltali yfir um þriggja vikna skeið. „Sauðburður- inn er í fyrra fallinu í ár hjá okkur. Venjulega hefst hann í byrjun maí og stendur fram eftir mánuðinum. Þau lömb sem nú eru að koma eru sæðingalömb, þar sem við sæddum fjórða part af ánum.“ Skiptast á um að vaka Sigvaldi og Björg skiptast á um að vaka yfir ánum allan sólarhringinn yfir sauðburðartímann. „Við höfum vaktaskipti um miðja nótt þannig að það er alltaf einhver að fylgjast með. Það skiptir máli til að koma í veg fyrir að við missum lömb,“ seg- ir Sigvaldi sem býst við að sauð- burði ljúki innan fárra daga. „Stefn- an er síðan sú að reka meirihlutann af fénu á fjall seinni partinn í júní. Okkar afréttur er á Arnarvatnsheiði og er féð rekið á fjall í kringum 20. júní. Þetta fer þó allt eftir hvernig gróðurástand verður á afréttinum,” bætir hann við að lokum. hlhBændur í Hægindi búast við um 540 lömbum þetta vorið. Sauðburðurinn fer vel af stað í Hægindi Sigvaldi Jónsson bóndi í Hægindi með eitt af nýbornu lömbunum í fanginu. Hestamót á Vesturlandi Efstu þrjár í fjórgangi ungmenna á móti Glaðs í Búðar- dal: Helga, Ágústa og Auður. Sigurvegari í tölti í opnum flokki á Arionbankamótinu, Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi. Ísólfur sigraði einnig á hesti sínum í fimmgangi, fjórgangi og gæðingaskeiði. Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili, sigurvegari í fjórgangi og tölti ungmenna og Klara einnig samanlagður fjórgangsigurvegari í ungmennaflokki á Arionbankamótinu. Randy Holaker og Þytur frá Skáney urðu samanlagðir fjórgangsigurvegarar í opnum flokki á Arionbankamótinu. James Bóas Faulkner á Sögn frá Lækjarmóti, en þau sigruðu í tölti og voru í öðru sæti í fjórgangi á móti Glaðs í Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.