Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 BF með full- skipaðan lista AKRANES: Björt framtíð á Akranesi tilkynnti nýverið lista tíu efstu sem bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Akraness næstu fjögur árin. Í tilkynningu nú frá framboð- inu kemur fram að sæti ellefu til átján skipa: Bjargey Halla Sigurðardóttir iðjuþjálfi, Sigríður Havsteen Elliða- dóttir söngkennari, Magn- ús Heiðarr Björgvinsson vél- virki, Erna Sigríður Ragn- arsdóttir vaktstjóri, Björgvin Þorvaldsson umsjónarmað- ur verkbókhalds, Ólína Ingi- björg Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Elísabet Rut Heimisdóttir háskólanemi og starfskona á leiksk. Akra- seli og Ingunn Anna Jónas- dóttir eftirlaunaþegi. –mm Teikna nýja veglínu um Teigsskóg REYKHÓLAHR: Vega- gerðin hyggst leggja fram nýja veglínu um Teigsskóg við Þorskafjörð sem ætlað er að hlífa skóginum eins vel og kostur er. Eins og kom- ið hefur fram í fréttum hafa landeigendur barist gegn því að nýr vegur verði lagð- ur um svæðið. Nýr vegur mun samkvæmt hugmynd- um Vegagerðarinnar liggja ofan við skóginn að aust- anverðu en þegar vestar er komið yrði hann fyrir neð- an skóginn. „Veglínan er ein fimm kosta sem verða lagðir fram í matsáætlun fyrir um- hverfismat. Hreinn Haralds- son vegamálastjóri segir að Vegagerðin hafi verið í tölu- verðu sambandi við Skipu- lagsstofnun til að koma sam- göngubótum í Gufudals- sveit í einhvern farveg,“ seg- ir í frétt BB um málið. „Mál- ið er á borði okkar og Skipu- lagsstofnunar og við erum að reyna að koma þessu vand- ræðamáli úr þessari stöðu. Vegagerðin vill ekki útiloka þessa nýju veglínu um Teigs- skóg í nýju umhverfismati,“ segir Hreinn. Fimm kostir standa nú til boða. Ný vegl- ína um Teigsskóg, tvær jarð- gangaútfærslur undir Hjalla- háls, þverun Þorskafjarðar fyrir utan Teigsskóg og þver- un á milli Reykhólasveitar og Skálaness. Skipulagsstofnun hafnaði því í fyrra að leið B um Teigsskóg fari í mat á um- hverfisáhrifum. Áður hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimilað Vegagerðinni að hafa leið B í matinu með öðrum leiðum, sem til greina koma við nýja legu Vestfjarðavegar í Gufu- dalssveit. Skipulagsstofnun mat það svo að veglínunni hafi þá þegar verið hafn- að í umhverfismati og það stæði. Þessum úrskurði hefi- ur Vegagerðin brugðist við með því að teikna nýja veg- línu um Teigsskóg. –mm Hvaða kennari hafði mest áhrif? LANDIÐ: Menntavísinda- svið Háskóla Íslands mun nú í maí leita eftir tilnefningum almennings um þann kennara sem mest áhrif hefur haft á við- komandi. Niðurstöður átaksins verða síðan kynntar í lok maí í sjónvarpsþættinum Ísland í dag. Tilgangurinn með átak- inu er að vekja athygli íslensku þjóðarinnar á kennarastarfinu hversu áhugavert og skemmti- legt það er og hversu mikil áhrif kennarar geta haft á ein- staklinga og samfélagið. Hægt er að senda inn tilnefningar og fræðast nánar um átakið og skoða myndböndin á vefsvæði átaksins hafduahrif.is og sam- nefndri Fésbókarsíðu. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 26. apríl - 2. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 5.145.438 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 1.969.708 kg í einni löndun. Arnarstapi 29 bátar. Heildarlöndun: 241.512 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 33.696 kg í fjórum lönd- unum. Grundarfjörður 17 bátar. Heildarlöndun: 279.124 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.612 kg í einni löndun. Ólafsvík 37 bátar. Heildarlöndun: 517.420 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 131.482 kg í fjórum löndun- um. Rif 26 bátar. Heildarlöndun: 427.817 kg. Mestur afli: Magnús SH: 77.219 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 79.003 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 79.003 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.969.708 kg. 27. apríl 2. Lundey NS – AKR: 1.573.197 kg. 28. apríl 3. Faxi RE – AKR: 1.514.092 kg. 26. apríl 4. Hringur SH – GRU: 65.612 kg. 27. apríl 5. Tjaldur SH – RIF: 61.061 kg. 30. Apríl mþh Útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. maí sl. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hóp- inn þegar ungling- ar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æsku- lýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingar- ár. Foreldrum/for- ráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börn- um sínum reglur um styttri útivist- artíma. Útivistarreglurnar eru sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauð- synlegur. Svefnþörf- in er einstaklings- bundin en þó má ætla að börn og ungling- ar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þeg- ar þau eiga að vera komin í rúmið, segir í tilkynningu frá lög- reglu. mm/ Ljósm. fh. Á fundi skipulags- og umhverfis- nefndar Akraneskaupstaðar ný- lega var tekin fyrir beiðni Skarð- seyrar ehf, fyrirtækis í eigu Bjarna Jónssonar, um að hefja deiliskipu- lagsferli vegna lóðarinnar Heið- arbrautar 40, gamla bókasafns- húsinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstil- lagan verði auglýst og jafnframt verði nágrönnum sent kynning- arbréf vegna málsins. Samkvæmt heimildum Skessuhorns felur nýja deiliskipulagstillagan í sér að hús- ið verði stækkað og því breytt fyrir litlar íbúðir. Þær komi í stað hótels sem til stóð að byggja áður en bæj- arstjórn hafnaði hótelbyggingunni á sínum tíma vegna andstöðu íbúa í nágrenninu. þá Utanríkisráðherrar Norðurlanda- ríkja funduðu í Snorrastofu í Reyk- holti dagana 29. - 30. apríl sl. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Skessu- horn að um góðan fund hafi verið að ræða og hafi vorblíðan í Borg- arfirði lagst afar vel í ráðherrana og aðra fundarmenn. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu var nor- ræn samvinna, öryggismál, norð- urslóðamál, ástandið í Úkraínu og undirbúningur fyrir fund Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í september næstkomandi. Ástand- ið í Úkraínu var fyrirferðamikið á fundinum og sagði Gunnar Bragi þungt hljóð í ráðherrum Norður- landanna vegna stöðu mála þar í landi. Rússnesk stjórnvöld hafi t.d. ekki beitt sér fyrir því að Genfar- samkomulagið frá 17. apríl síðast- liðnum, sem draga átti úr spennu á svæðinu, næði fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á veg- um ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rúss- neskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurn- ar í landinu í samræmi við Genf- arsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir,“ sagði Gunnar Bragi. hlh Frá fundi ráðherranna í Snorrastofu. Norrænir utanríkisráðherrar funduðu í Reykholti Utanríkisráðherrarnir í vorblíðunni í Reykholti. F.v. Erki Tuomioja Finnlandi, Carl Bildt Svíþjóð, Børge Brende Noregi, Gunnar Bragi Sveinsson og Martin Lidegaard Danmörku. Gamla bókasafninu á Akranesi verði breytt í íbúðir Breyttur útivistartími frá 1. maí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.