Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Page 29

Skessuhorn - 07.05.2014, Page 29
29MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Borgarbyggð – miðvikudagur 7. maí Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð bjóða til opnunar á kosningaskrifstofu og kynningar á stefnuskrá v/ komandi sveitarstjórnakosninga kl. 18. Grillaðar pylsur og heitt á könnunni að kynningu lokinni. Kosningaskrifstofan er til húsa að Brúartorgi 4, við hlið Framköllunarþjónustunnar. Allir velkomnir! Akranes – fimmtudagur 8. maí Anna og Ragnar í Tónbergi kl. 18. Nemendur Önnu Snæbjörns og Ragnars Skúla efna til vortónleika. Skemmtileg stund með efnilegum fiðluleikurum og píanistum. Aðgangur ókeypis. Akranes – fimmtudagur 8. maí Stuðningsmannafundur Knattspyrnufélags ÍA í Bíóhöllinni. Nú er fótboltavertíðin að fara í gang og því blæs Knattspyrnufélag ÍA til upphitunarfundar með stuðningsmönnum og öðrum velunnurum kl. 20 í Bíóhöllinni. Meðal dagskrárliða: Ávarp formanns KFÍA, Magnúsar Guðmundssonar. Innlegg frá þjálfurum meistaraflokka, þeim Magneu Guðlaugsdóttur og Gunnlaugi Jónssyni - Kynning á liðum og leikmönnum - Spurningar og umræður - Leikmenn meistaraflokka kvenna og karla, þau Dúna og Hallur, taka lagið. Á fundinum verða til sölu ársmiðar á leiki bæði meistaraflokks karla og kvenna, sem og ýmsar stuðningsvörur. Borgarbyggð – föstudagur 9. maí Styrktartónleikar í Hjálmakletti í Hjálmakletti kl. 20. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Fjöliðjunnar í Borgarnesi og fer óskiptur í söfnunarsjóð til tækjakaupa. Fram koma Jónas Sig., Ingó Veðurguð, Baggabandið, Grasasnar, Festival, Brother Grass, Hallgrímur Oddsson og KK. Kynnir verður Doddi litli. Borgarbyggð – sunnudagur 11. maí Messa í Borgarneskirkju á mæðradegi kl. 14. Kór eldri borgara syngur. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. Borgarbyggð – sunnudagur 11. maí Vöfflukaffi og opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Borgarbyggð í Félagsbæ kl. 14. Frambjóðendur kynna stefnumál flokksins. Allir velkomnir! Borgarbyggð – mánudagur 12. maí Vortónleikar og einkunnaafhending í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23, kl. 18. Nemendur flytja fjölbreytta tónlist. Allir velkomnir! Akranes – mánudagur 12. maí Aðalfundur Skógræktarfélags Akraness verður haldinn kl. 20 í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Borgarbyggð – mánudagur 12. maí Fræðslufundur um birkikynbætur í Alþýðuhúsinu kl. 20. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur mun flytja erindi um kynbætur á íslenska birkinu. Kaffigjald er krónur 500. Allir velkomnir. Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Garðyrkjufélag Íslands. Borgarbyggð – mánudagur 12. maí Vortónleikar og einkunnaafhending í Logalandi kl. 20. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja fjölbreytta tónlist. Allir velkomnir! Borgarbyggð – þriðjudagur 13. maí Vortónleikar og einkunnaafhending í Tónlistarskólanum Borgarbraut 23, kl. 18. Nemendur flytja fjölbreytta tónlist. Klukkan 20 hefjast vortónleikar og einkunnaafhending söngdeildar þar sem nemendur syngja fjölbreytt lög. Allir velkomnir á báða tónleikana. Bíll til sölu Til sölu Skoda Octavia árg.99 1600cc bensín, beinskiptur með krók, nýsmurður. Skoðaður 2015, keyrður 207 þ.km. Fínt eintak. Uppl. í síma 866-2151. Vantar mótorgrams í gamalt fjórhjól Óska eftir mótorgramsi í Suzuki quadracer 250 (bláu mótorarnir). Vantar aðallega kveikjuspólu en skoða allt. Gæti fundist í einhverj- um hlöðum. Sími 699-6854 eða jon_flahaman@hotmail.com Ford focus og Hyundai Getz Erum með 2 góða bíla til sölu. Ford focus c-max trend 2005, ekinn 150 þús. á 800 þús. og Hyundai Getz GLS sport 2005, ekinn 134 þús. á 700 þús. Báðir bílar vel með farnir, búið að yfirfæra þá og í toppstandi. Áhugasamir h afi samband í síma 824-7221. Ísskápur til sölu Til sölu tvöfaldur ísskápur 187 cm á hæð. Verð kr. 45 þús. Upplýsingar í síma 820-1769. Húsbúnaður til sölu Til sölu stór stofuskápur með gler- hurðum. Fjórar einingar. Einnig sjónvarpsskápur og sófaborð í stíl. Uppl. í síma 899-2142. Vantar húsnæði á Akranesi Óskar íbúð til leigu í sumar. Allt kemur til greina. Með eða án hús- gagna. Netfang: borgartuni@ yahoo.se Einbýlishús Við óskum eftir einbýlishúsi, rað- eða parhúsi á Akranesi, í Borgar- nesi eða í Borgarbyggð Við erum með meðmælendur, bankatrygg- ingar og öruggar greiðslur. Vin- samlegast hafið samband í síma 864-9192. Hús til leigu Rúmgott hús til leigu í uppsveitum Borgarfjarðar. Upplýsingar bjarnas- tadir@vesturland.is Vantar 3-4 herbergja íbúð í Borgarnesi Óska eftir 3-4 herbergja íbúð í Borgarnesi. Hafið samband: gummiaron94@gmail.com Óska eftir 3-4 herb. íbúð í Borgarnesi Eldri kona óskar eftir 3-4 herbergja íbúð eða húsi. Æskilegt að mega vera með gæludýr. Skilvísum greiðslum heitið. oskolafsd49@ gmail.com Frábær íbúð til leigu á Akranesi 3 herbergja íbúð til leigu á Akranesi, laus strax. Er á 1. hæð í fjölbýli, nálægt íþróttasvæði og Grundaskóla. Með suðursvalir, stóra geymslu og mjög góðu sam- eiginlegu þvottahúsi ásamt hjóla- geymslu. Langtímaleiga, íbúð ekki á sölu. Laufey, gsm. 867-6122. 50 fm íbúð til leigu í Borgarnesi Íbúð til leigu í Hrafnakletti. Þvotta- vél og ísskápur fylgir. Upplýsingar í síma 852-5505. Til leigu á Akranesi Til leigu 4-5 herberja einbýli á neðri skaganum. Laus fljótlega. Uppl. í síma 899-2142. Íbúð/sumarhús Til langtímaleigu þriggja herbergja sumarhús. Staðsett á móti Borgar- nesi. Uppl. í síma 862-8078. Til sölu eldhúsinnrétting með eldavél Notuð eldhúsinnrétting, með eldavél til sölu. Upplýsingar hjá Sigþrúði í síma 431-2272. Bækur til sölu Hornstrendingasaga, Sléttu- hreppur, Saga Strandamanna, Saga alþingis, Ævisaga Stranda- manna,Skriðuföll og snjóflóð, Grallarinn. Upplýsingar í síma 557- 7957 Eldhúsinnrétting ásamt fataskápum Til sölu notuð eldhúsinnrétting með öllum tækjum. Ísskápur (klæddur), keramik eldavél og vifta, ásamt ofni og vaski. Öll tæki eru frá Siemens. Forstofuskápur ásamt fataskápum. Sjá myndir á www. midvik.is. Uppl. 897-9040. Passap prjónavél og garn Til sölu góð prjónavél og hnotur af fallegu baby ullargarni í björtum litum sem er hægt að prjóna í vélinni. Upplýsingar í síma 867- 9313. RESPECT - námskeið fyrir 16 - 18 ára Skráning hafin á námskeið fyrir ungt fólk sem vill ná árangri á öllum sviðum mannlífsins. Nám- skeiðið er fjögur skipti, tveir tímar í senn. Fyrsti tími er þriðjudag 13. maí kl. 18 – 20. Kennt verður í húsnæði Símenntunar, Bjarnar- braut 8. Verð: kr. 12.000.- (innifalin námsgögn) Markmið: Aukið sjálfs- traust og sjálfsvirðing, sem leiðir til meira sjálfsöryggis hvort sem er í samskiptum eða námi. Skráning og nánari upplýsingar: johanna@ lausnin.is Öryggiskerfi, myndavélar og rafeindabúnaður Rafeindabúnaður og lausnir fyrir fyrirtækið, landbúnaðinn og heim- ilið- sjá leidni.is. Hafið samband í síma 771-1301 eða á leidni@leidni. is Á döfinni ÝMISLEGT BÍLAR/VAGNAR/KERRUR HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 2. maí. Drengur. Þyngd 4.150 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Heiðrún Hulda Hallgrímsdóttir og Birgir Tryggvason, Ólafsvík. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. 2. maí. Drengur. Þyngd 3.086 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Snædís Mjöll Magnúsdóttir og Sigurjón M. Duffield, Akranesi. Ljósmóðir: Guðfinna Sveinbjörnsdóttir, LSH. www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500 Stórt og fallegt fiskiskip liggur nú í Akraneshöfn og vekur athygli margra, ekki síst vegna þess að það er skráð í Nuuk, höfuðstað Græn- lands. Það heitir Tuneq. Glöggir skipaáhugamenn þekkja þó að hér er komið aflaskip sem hefur þjón- að ákaflega vel og dyggilega í ís- lenska fiskiskipaflotanum um ára- tugaskeið. Það hét fyrst Helga II RE þegar það kom nýtt til landsins árið 1988, síðan Þorsteinn EA og loks Þorsteinn ÞH. Ísfélag Vestmannaeyja átti skipið þar til í ár að fyrirtækið flaggaði því út til Grænlands. Þar stendur til að gera það út hjá grænlenskri útgerð sem Ísfélagið á hlutdeild í. Und- anfarið hefur skipið verið í slipp í Reykjavík þar sem viðhaldi hefur verið sinnt og skipið málað. Ætl- unin er að það stundi markrílveið- ar í grænlenskri lögsögu nú í sum- ar. Ástæðan fyrir því að Tuneq hið grænlenska er komið til Akraness er að þar munu fyrirtækin Þorgeir & Ellert og Skaginn vinna að lagfær- ingum og niðursetningu á nýjum vinnslubúnaði fyrir makríl. „Það er verið að yfirfara og gang- setja að nýju frystibúnað skipsins. Skaginn setti vinnslulínu fyrir upp- sjávarfisk um borð í það fyrir mörg- um árum. Það var þá hugsað fyr- ir frystingu á síld og loðnu. Þessi lína og frystitækin hafa ekkert ver- ið notuð í ein sex eða sjö ár. Nú ætl- um við að fá þetta til að snúast og virka eins það á að gera,“ segir Ein- ar Brandsson tæknistjóri Skagans í samtali við Skessuhorn. Auk þessa verður bætt við nýjum búnaði á milliþilfari skipsins fyrir makrílvinnslu. Einar segir að sett- ir verði niður tveir hausarar fyrir makríl. „Skaginn smíðar búnað við þá. Svo verður komið fyrir nýjum stærðarflokkara fyrir uppsjávarfisk um borð í skipinu. Hann er íslensk framleiðsla af svokallaðri Style- gerð. Með þessu öllu ætti Tuneq að verða vel útbúið til að stunda veiðar á makríl og frysta aflann um borð. Við reiknum með að skipið verði á Akranesi í um mánuð á meðan unn- ið er í því.“ mþh Grænlenskt fiskiskip í Akraneshöfn Tuneq er skráð í Nuuk í Grænlandi. Það hefur verið í eigu íslenskra útgerða í 25 ár. Mörg síðustu árin hefur það heitið Þorsteinn og alla tíð mikið aflaskip.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.