Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Einn þeirra strandveiðibáta sem héldu út á miðin á mánudagsmorg- un var Bjargey SH 155 frá Grund- arfirði. Á síðasta ári var bátnum breytt mikið í bátasmiðjunni IKAN í Brákarey í Borgarnesi, sem rek- in er af Þorstein Mána Árnasyni og Maríu Sigurjónsdóttur. Þeirri vinnu lauk í október. Síðan hef- ur Ásgeir Valdimarsson útgerðar- maður Bjargeyjar unnið að því að gera bátinn klárann á veiðar. Stóra stundin rann upp á mánudaginn. Ásgeir segir að báturinn hafi reynst ákaflega vel fyrsta daginn. All- ur búnaður virkaði eins og til var ætlast og hann náði að veiða dags- skammtinn sinn á strandveiðum á handfærin. mþh/ Ljósm. sk Laugardaginn 31. maí göngum við Snæ- fellsbæingar til kosn- inga og veljum okkur fulltrúa til að stýra okkar frábæra bæjarfélagi næstu fjögur árin. Þeir fulltrúar munu fá það hlutverk að finna leiðir til að uppfylla þarfir þeirra mannlegu þátta sem snerta okkur íbúa. Þættir eins og þjónusta við ólíka einstak- linga og hópa, stuðningur við atvinnu- lífið og styrkingu menningarstarfs. Eitt af hlutverkum bæjarstjórnar er að standa vörð um mannréttindi borgara sinna. Mannréttindi eru m.a. það að hafa rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og öryggi í því umhverfi sem við búum í. Þetta er eitt af því sem mér finnst stjórnmál eiga að standa fyrir. Vera vettvangur hins mannlega. Enginn á að þurfa að líða skort vegna ákvarðana í stjórnmálum eða þola órétt- læti. Engum á að stafa ógn af stjórnmál- um eða því að taka þátt í stjórnmálum. Björt Framtíð talar fyrir nýjum tíma í stjórnmálum þar sem ofangreint er haft að leiðarljósi, enda textinn hér að ofan úr stjórnmála-yfirlýsingunni okkar. Þess vegna langar mig að vera með, því fyrir mér eru mannréttindi það að geta verið maður sjálfur, verið sáttur við sjálfan sig og sínar skoðanir, hafa fundið styrkleika sína og veikleika. Við þurfum síðan að finna þessum styrkleikum okkar farveg og leiðirn- ar eru ótal margar. Ein leiðin er þátt- taka í stjórnmálum á heimavelli en þar held ég að ég geti haft hvað mest áhrif, í nærsamfélagi mínu þar sem ég lifi og starfa, þar sem börnin mín eru að alast upp og læra á lífið. Fyrir mér eru stjórn- mál verkfæri til að að vinna gagn. Það er sameiginlegt verkefni allra þeirra sem ákveða að taka þátt í sveitarstjórnarmál- um og ástæða þess að við bjóðum okkur fram til þjónustu fyrir samfélagið. Við þurfum að forgangsraða í grunn- þjónustunni og styrkja samfélagsvitund þar sem býr fólk af ólíku bergi brotnu. Fólk sem hefur ólík gildi, ólíkan bak- grunn og ólíka ævisögu. Til þess að sam- félagið okkar fái að blómstra og verða enn betra en það er í dag. Svo það megi verða skiptir miklu máli að öllum sé gert kleift að koma að málum sem þá snertir. Sumir vilja nýta rétt sinn á því að segja sína skoðun óhindrað á þann hátt að starfa í stjórnmálum. Venjulegt fólk með ólíka sögu og reynslu í lífinu hef- ur eitthvað að segja í sínu samfélagi. Eitt af því sem ég er stoltust af því að tilheyra Bjartri Framtíð í Snæfellsbæ er að þar gefum við öllum möguleika til að koma sínu á framfæri, það er eitt af leiðarljós- um framboðsins og eitthvað sem við ætl- um okkur að vinna kröftulega eftir að kosningum loknum. Mig langar að bjóða fram krafta mína til bæjarstjórnarmála í samfélaginu okk- ar. Samfélagi sem mér hefur liðið vel í sl. 7 ár. Mig langar að geta komið með mig og mína reynslu að borðinu og hjálpað til því ég tel mig hafa fullt fram að færa sem samfélagið okkar gæti grætt á. Reynslan mín úr atvinnulífinu, úr ferðaþjónustu-, skóla- og símenntun- argeiranum. Ég sem mamma, stjúp- mamma, frænka, systir, eiginkona, vin- kona, dóttir og svo ótalmargt fleira sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Ég vona að komandi kosningar leiði til þess að við íbúar Snæfellsbæjar fáum meiri fjölbreytni í það flotta samfé- lag sem við byggjum hér fyrir – samfé- lag þar sem mannréttindi, ólíkar skoð- anir fólks , góð samskipti og umhyggja fær notið sín. Samfélag sem hugsar vel um allt fólk- ið sitt er samfélag sem ég er stolt af að tilheyra. Helga Lind Hjartardóttir. Höf. skipar 4.sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Snæfellsbæ. Í vetur skemmdist sæstrengur sá sem liggur yfir Gilsfjörð í Ólafs- dal. Ekki er vitað hvort íshröngl eða annað orsakaði bilunina. Er því eins og sakir standa raf- magnslaust á hinum forna skólastað. En þar með eru hremmingar félaga í Ólafsdalsfélaginu ekki taldar. Nú hefur kom- ið í ljós að Menningarráð Vesturlands og sumir aðr- ir sem veitt hafa styrki til uppbyggingarstarfs eins og þar er unnið hafa hafn- að beiðnum frá félaginu á þessu ári. Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, segir að unn- ið sé að viðgerðum á rafstrengnum en ekki sé ljóst hvað olli skemmd- unum. Standa vonir til að rafmagn verði komið aftur á fyrir lok mánað- arins. „Varðandi fjármögnun starf- seminnar þá er nokkuð þungt und- ir fæti. Við sóttum um til Menning- arráðs Vesturlands bæði um rekstr- arstyrk og styrk til Ólafsdalshátíðar 2014 sem nú verður að þessu sinni haldin 10. ágúst. Báðum umsókn- unum var hafnað. Þetta er í fyrsta skipti síðan að endurreisnarstarfið í Ólafsdal hófst sem ekki fæst neinn stuðningur frá Menningarráði Vest- urlands. Því má kannski við bæta að einnig hefur verið sótt um stuðn- ing til Framleiðnisjóðs landbún- aðarins undanfarin þrjú ár, en um- sóknum ávallt verið synjað. Telja forsvarsmenn FL að ekkert sem tengist uppbyggingunni sé á verk- sviði sjóðsins. Þar til fyrir þremur árum fékkst þó í tvígang styrkur frá sjóðnum. Þess utan verður styrkur til Ólafsdalshússins frá Húsafriðun- arnefnd margfalt lægri í ár en í fyrra vegna mikils niðurskurðar sjóðsins á fjárlögum 2014,“ segir Rögnvald- ur. Lífræn ræktun Þó á móti blási mun Ólafsdalsfélag- ið halda ótrautt áfram uppbygging- unni í Ólafsdal enda um menning- arminjastað að ræða sem er einn sá merkasti á Vesturlandi og einstak- ur á landsvísu. „Það er engin leið að hætta,“ segir Rögnvaldur, „enda yfir 300 dyggir félagar sem standa þétt við bakið á okkur. En það verður að viðurkennast að skiln- ingur á mikilvægi þessa endureisn- arstarfs mætti víða vera meiri að okkar dómi. Lífræn vottun fékkst á grænmetisræktunina í fyrra og nú verður sett niður í garðinn inn- an fárra vikna. Þá mun hluti garðs- ins verða nýttur sem skólagarðar fyrir 16 nemendur úr Grunnskóla Hólmavíkur. Það samstarf hófst í fyrra og nú hefur skólinn óskað eft- ir þriggja ára samningi og að flétta þar inn fræðslu um nýtingu græn- metisins. Auðarskóla í Búðardal og Grunnskólanum á Reykhólum hafa einnig staðið slíkt samstarf til boða. Áfram mun haldið endurbótum á skólahúsinu og eins er stefnt á að halda áfram endurbótum á hlöðnu mjólkurhúsi frá 1888. Í sumar verð- ur opið í Ólafsdal frá lokum júní og fram yfir Ólafsdalshátíð með sýn- ingahaldi og mögulega léttum veit- ingum. Ég vil því hvetja alla les- endur Skessuhorns til að heimsækja Ólafsdal í sumar og auðvitað viljum við fá þá sem flesta til að ganga í Ólafsdalsfélagið,“ segir Rögnvaldur að endingu. mm Afar góð línuveiði var í vikubyrjun hjá þeim félögum Örvari Marteins- syni og Sigurði Scheving sem róa frá Ólafsvík á línu- og handfæra- bátnum Sverri SH 126. Á mánudag neyddust þeir til að sigla til hafnar í „millilöndun“ eftir að hafa dregið helminginn af línubjóðum dagsins. Ástæðan var einfaldlega sú að bát- urinn var kominn með fullfermi eða um fjögur tonn. Það stefndi því í átta tonna afla á 30 bala þennan dag. Blaðamaður Skessuhorns hitti þá félaga önnum kafna í millilöndun- inni á bryggjunni í Ólafsvík. Þeir höfðu hraðar hendur við að landa enda lá þeim á að komast aftur út á miðin og klára að draga línuna. „Já, við ætlum út aftur og draga rest- ina af línunni og reyna að ná lönd- un aftur fyrir tíu í kvöld,“ sagði Sig- urður Scheving. „Ætli það sé ekki um tveggja tíma stím frá Ólafsvík þangað þar sem við lögðum línuna hér norður í kanti. Í dag höfum við verið að fá um tvo þriðju aflans sem þorsk en þriðjungur er ýsa. Aflinn fór mjög að glæðast í síðustu viku. Þá vorum við norður við Rauðasand og þar í nágrenni. Við fengum ein- hver rúm 20 tonn þar,“ bætti hann við. Afla vel á handfæri og línu Örvar Marteinsson er skipstjóri á Sverri SH. Hann sagði að þeir hefðu einnig veitt vel í síðustu viku. „Þá fórum við fimm veiðiferðir á skak og fengum eitthvað yfir 20 tonn á þessar þrjár handfærarúllur sem við erum með. Þessir róðrar stóðu aldrei lengur en sex klukkustundir. Minnsti aflinn í róði var 4,1 tonn og sá mesti 4,7 tonn. Það má segja að við höfum fyllt öll körin um borð í hverjum róðri. Meðalþyngdin á þorskinum þarna á handfærin var tíu kíló. Þetta var óhrygndur fiskur, en svona farið að renna úr honum. Við fengum að sitja einir að þessu fyrstu þrjá dagana en svo fór fiski- sagan á flug. Síðasta daginn voru komnir svo margir bátar þarna að ég lét mig bara hverfa. Það er pirr- andi þegar svona margir eru saman á sömu slóðinni.“ Þeir á Sverri SH hófu svo línu- veiðar núna í vikubyrjun og það með slíkum krafti. „Þetta er fyrsti róðurinn okkar nú í vor með hana. Í dag lögðum við hana hér úti á Flákahorni,“ sagði Örvar og með það voru þeir roknir af stað út aftur að draga restina af línunni. mþh Svona leit báturinn út fyrir breytingarnar. Hann var smíðaður árið 1987 og er í dag nánast óþekkjanlegur frá þessu útliti. Sem nýr bátur eftir breytingar Bjargey SH 155 heldur á strandveiðimiðin frá Grundarfirði á mánudagsmorgun. Pennagrein Stjórnmál – vettvangur hins mannlega Mjólkurhúsið frá 1888 fyrir og eftir uppbyggingar- áfanga á því sl. haust. Rafmagnsleysi og takmarkaður stuðningur slær Ólafsdælinga ekki út af laginu Gestir á leið inn í skólahúsið í Ólafsdal. Sverrir SH á siglingu í Ólafsvíkurhöfn. Þeir á Sverri SH mokveiða á krókana Sverrir Scheving hampar ýsunni. Verðið á henni eru gott núna en vænta má að verð á þorski lækki með stórauknu framboði frá strand- veiðibátunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.