Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Lokahóf útskriftarnema í Fjölbrauta- skóla Vesturlands var haldið síðast- liðinn miðvikudag. Nemendur mættu í skólann klæddir sem fornmenn frá Spörtu og hófu daginn á að bjóða starfsfólki skólans til morgunverðar. Í síðasta tíma fyrir hádegi höfðu þeir skemmtun á sal skólans fyrir skólafélaga og starfsmenn og eftir hádegið fóru þeir í óvissuferð. Lauk gleðskapnum með dansleik nemenda- félagsins í Gamla Kaupfélaginu. Meðfylgjandi myndir tók Atli Harðar- son, skólameistari FVA á lokahófinu. grþ Mikil afmælisveisla var haldin í Grundaskóla á Akranesi á sumar- daginn fyrsta. Þar var fagnað 25 ára afmæli Félags eldri borgara á Akra- nesi og nágrennis, FEBAN. Fé- lagið var stofnað 5. febrúar 1989, en þar sem það er mjög fjölmennt, telur um 640 félaga, þurfti stórt húsnæði fyrir afmælisfagnaðinn. Afmælinu var fagnað með matar- veislu, skemmtiatriðum og ávörp- um. Gestir FEBAN fólks voru full- trúar frá helstu samstarfs- og vina- félögum; frá FEBNN í Borgar- nesi og FBK í Kópavogi auk full- trúa frá Akraneskaupstað. FEB- AN bárust höfðinglegar gjafir í til- efni tímamótanna. Veislustjóri var Gísli S Einarsson fyrrverandi bæj- arstjóri og honum til aðstoðar var Ketill Bjarnason. Saman leiddu þeir fjöldasöng og spiluðu undir í gömlu dönsunum. Sveinn Arn- ar Sæmundsson sá um dinnermús- íkina. Meðal skemmtiatriða var danssýning hjá þjóðdansasveitinni Sporinu í Borgafirði, Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi flutti nokkur lög og línudanshópur úr FEBAN sýndi listir sínar, Hljómur, kór eldri borgara á Akranesi, söng og leyninúmerið var síðan söngur Lárusar Skúlasonar skipaverkfræð- ings hjá Þorgeir & Ellert. Ingimar Magnússon formaður FEBAN setti hátíðina. Í ávarpi sínu las hann úr fundargerð frá stofnfundi félagsins 5. febrúar 1989. Að öðru leyti rakti hann ekki sögu félagsins, enda ný- útkomið afmælisblað FEBAN þar sem sögunni og starfseminni í dag eru gerð allítarleg skil. Félagsmenn mjög virkir Ingimar Magnússon frá Tálkna- firði hefur verið formaður FEBAN síðan 2011. Hann er einn margra Vestfirðinga sem fluttu á Akranes til starfa og framtíðarbúsetu. Hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að gefa kost á sér í stjórn FEBAN. „Mjög svo,“ segir Ingimar þeg- ar hann er spurður um hvort hann hafi haft ánægju og gleði af félags- skapnum í FEBAN og af störf- um fyrir félagið. Hann segir styrk félagsins hve margir félagsmenn eru virkir og tilbúnir að leggja fé- laginu lið. Það gildi ekki aðeins um þann stóra hóp sem starfar í nefnd- um og stjórnum félagins, heldur líka annað félagsfólk. Starfið í jafnvægi frá ári til árs En hvenær var það sem Ingimar gerðist félagi í FEBAN? „Fljótlega eftir að við hjónin höfðu aldur til, eða upp úr sextugu, gerðumst við félagar. Við tókum hins vegar lít- ið þátt í félagsstarfinu fyrstu árin meðan við vorum ennþá á vinnu- markaðinum. Fljótlega eftir að ég fór að taka þátt í starfi félagsins var ég kosinn í stjórnina. Strax frá upp- hafi hafði ég gaman af því að sinna stjórnarstörfum og starfa fyrir fé- lagið. Andinn er mjög góður í fé- laginu og eins og ég segi, þá eru margir tilbúnir að leggja lið starf- inu í félaginu. Starfsemin er mjög fjölbreytt og úr ýmsu að velja fyr- ir fólk. Það er gott jafnvægi í starf- inu hjá okkur og þátttöku fólks. Af- þreyingin og dægradvölin er fast- mótuð frá ári til árs, þótt nokkrar nýjungar hafi komið inn í starfið um árin. Kannski vill fólk sem er að ganga í félagið í dag einhverjar breytingar og þá er sjálfsagt að það hafi orð á því. FEBAN er fjölmennt og öflugt félag og ég sé ekki annað en það verði til í mörg ókomin ár,“ segir Ingimar Magnússon formað- ur FEBAN. Sem kunnugt er var nýlega geng- ið frá því að FEBAN fengi framtíð- ar félagsaðstöðu. Það var við kaup Akraneskaupastaðar á ÞÞÞ hús- inu við Dalbraut, sem fyrirhugað er að breyta í þjónustumiðstöð fyr- ir aldraða. þá/ Ljósm. Sigurður Arnar Sigurðsson. Dimission FVA nemenda á Akranesi Haldið upp á 25 ára afmæli FEBAN Stiginn var dans í afmælinu. Hluti félagsmanna í FEBAN á afmælishátíðinni í Grundaskóla. Ingimar Magnússon formaður FEBAN flytur ávarp á hátíðinni. Meðal skemmtiatriða var sýning þjóðdansahópsins Sporsins í Borgarfirði. Viðar Einarsson og Ólöf kona hans ásamt Guðrúnu Maríu Harðardóttur formanni FEBNN í Borgarnesi, sem var meðal gesta í afmælisfagnaðinum. Ingimar tekur við blómvendi úr hendi Kristjönu Guðmundsdóttur fulltrúa FBK úr Kópavogi, annars helsta samskipta og vinafélags FEBAN.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.